Ærulaus Paul Fitch reynir að réttlæta mútuákvörðun sína.

Fyrst skulum við ekki gleyma því að það eru meiri lýkur á að fiskiskipi setji sjó á olíutanka sína og haldi síðan á miðin, en að þjóðir öðlist traust lánamarkaða með því að taka á sig óbærilegar skuldbindingar. 

Það er engin hagfræði á bak við slík rök.  

En Paul Fitch hljóp á sig þegar hann tilkynnti lækkun lánshæfimats síns sama dag og forseti Íslands tilkynnti að Ísland væri sjálfstætt lýðræðisríki.

Vissulega var ákvörðun forsetans umdeild, en Paul Fitch vissi ekkert um hver viðbrögðin yrðu.  Hann vissi ekkert um hvort Norðurlöndin myndu hætta við lánafyrirgreiðslu sína.  Hann vissi ekkert um viðbrögð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og hann vissi ekkert um viðbrögð  umheimsins. 

Enda hefur það komið á daginn að ekkert af hinum meinta ótta Paul Fitch gekk eftir.  Ef eitthvað var þá styrktist staða íslensku þjóðarinnar í kjölfar ákvörðun forsetans að tilkynna að Ísland væri lýðræðisríki, enda hvernig á annað að vera í álfu sem er vagga lýðræðisins.

Eftir stendur sú spurning, hver pantaði þessi mistök Paul Fitch??

Hans vegna vona ég að múturnar hafi verið það háar að þær vegi upp á móti þeim skaða sem hann olli fyrirtæki sínu.

En, bara að jóka, megi gullið standa í honum eins og Mídasi forðum.

Það er ljótt að selja sálu sina andskotanum.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fjármögnun sett í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 112
  • Sl. sólarhring: 339
  • Sl. viku: 5603
  • Frá upphafi: 1327427

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 5005
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband