Þjóðin 1, spunakokkar Samfylkingarinnar 0.

Þrátt fyrir grímulausa misnotkun á fjölmiðlum þjóðarinnar, þá tókst áróðursmeisturum breta á Íslandi ekki betur til en það, að forstinn nýtur afgerandi trausts þjóðarinnar.

Mér er minnistæður fréttatíminn, daginn eftir að forseti Íslands tilkynnti að Ísland væri sjálfstætt lýðræðisríki, ekki Leppríki bretadrottningar,  þar sem ung kona stóð fyrir utan Bessastaði og tilkynnti með mikilli geðshræringu, þannig að hún mátti varla mæla, að forsetinn neitaði henni um viðtal, þar sem hún ætlaði að taka hann í þriðju gráðu yfirheyrslu um þann skaða sem hann olli þjóðinni með ákvörðun sinni.

En forsetinn kaus þess í stað að mæta í þriðju gráðu yfirheyrslu hjá bretunum sjálfum, ekki Leppum þeirra hjá íslenska ríkisútvarpinu.  

Og það viðtal var vendipunktur áróðursstríðsins.  

Það finnst ekki lengur sála í Bretlandi sem mælir því bót að saklaus almenningur smáríkis sé kúgaður til að taka á sig skuldir bankamanna sinna, sem störfuðu á löglegan hátt í Bretalandi eftir evrópsku regluverki, og með leyfi þarlendra stjórnvalda.

Slíkar sálir finnast aðeins á Íslandi, aumkunarvert fólk sem hefur svikið allar sínar hugsjónir og lífsskoðanir.  Jafnvel frjálshyggjudrengirnir hafa skömm á þeim, þó hafa þeir verið svag fyrir öllum stuðningi sem gagnast auðmönnum og fjármagnseigendum.  

Og mér er til efs að hundar noti mikið lengur ljósastaura í Reykjavík á meðan þjóðníðingar ganga þar um götur og torg.

Því það eru þjóðníðingar sem níða niður forseta sinn, sem hefur það eitt til saka unnið að samþykkja ekki umyrðalaust ólöglega kúgun stórþjóða á þjóð sinni.

Og það er vond lykt af þeim.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Mikill meirihluti ánægður með forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 466
  • Sl. sólarhring: 722
  • Sl. viku: 6197
  • Frá upphafi: 1399365

Annað

  • Innlit í dag: 394
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 363
  • IP-tölur í dag: 358

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband