Síðasta haldreipi ICEsave sinna er að ljúga hærri skuldum upp á þjóð sína.

ICEsave stjórn Íslands er í nauðvörn.  Utan úr heimi berast fréttir af fræðimönnum og sérfræðingum í fjármálum sem benda á hina augljósu staðreynd að Evrópskt regluverk geri ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á innlánum, slíkt er gegn markmiðum hins innri markaðar.

Síðasti naglinn í líkkistu þess málflutnings var uppljóstrun Evu Joly að sjálfir reglumeistararnir hefðu aldrei ætlast til slíkrar ríkisábyrgðar.  Þetta atriði skiptir lykilmáli, því fram til þessa hefur hvert ríki borið ábyrgð á sínum eigin fjármálamarkaði, og tekið afleiðingum þess ef illa fer.  En bretar byggðu sínar fjárkröfur á hendur íslenskum skattgreiðendum með tilvísun í regluverki Evrópusambandsins frá 1994 þar sem heimland fjármálastofnana bar ábyrgð á að þær væru aðilar að innstæðutryggingasjóði, fjármagnað af þeim sjálfum.  

En í regluverkinu var skýrt ákvæði um að ef heimalandið hefði stofnað slíkan tryggingasjóð, og hefði séð til þess að hann væri fjármagnaður samkvæmt tilskipuninni, og séð til þess að fjármálafyrirtæki væru aðilar að honum, þá væri aðildarríki EKKI skaðabótaskylt ef til greiðslufalls  kæmi.

Hvað var þá til ráða fyrir ICEsave stjórn Íslands, sem ólm vill láta þjóð sína greiða möglunarlaust fjárkröfur breta og Hollendinga.  Ekki gat  hún logið lengur um greiðsluskyldu vegna regluverksins.  Vissulega hafði þessi lygi lifað lengi vegna algjörar vanhæfni íslensks fjölmiðlafólks, en núna getur ekki einu sinni sá fáfróðasti trúað henni lengur.

Og þá var gömul lygi dregin upp úr hatti töframannsins, neyðarlögin áttu að skapa slíka greiðsluskyldu.  Og spunakokkarnir sendu skrifað handrit til meðreiðasveina breta þar sem þessari bábilju var haldið fram.  

Þessi bábilja hefur verið marghrakin, lögfræðingarnir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal gerðu það í Morgunblaðsgrein 6. júlí með augljósum rökum, og ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur kveðið upp úrskurð þar sem staðfest er að neyðarlögin standast regluverk EES samningsins.  

Um þetta er ekki hægt að deila, en er hægt að ljúga vísvitandi og fullyrða að við séum heppin að vera ekki rukkuð um mun hærri upphæð.  Jafnvel að við séum í ábyrgð fyrir öllum ICEsave lánum Landsbankans.  

Ég ætla að láta það eiga sig að vitna í grein þeirra Stefáns og Lárusar, ætla að birta hana í heild í næsta bloggpistli.  

En mig langar aðeins að setja spurningarmerki um skynsemi þess fólks sem trúir slíkum öfugmælum að eitthvað regluverk geti sett heilu þjóðirnar á hausinn.  Við erum á 21. öldinni eftir Krist, ekki 1. öldinni eftir Krist.  Réttarstaða almennings hefur þróast mikið síðan þá.

Og eins langar mig til að setja spurningarmerki við trúgirni fólks sem trúir þeim fullyrðingum sem koma fram í bréfi forsætisráðherra að ef við fellum Svavars samninginn þá gætu bretar og Hollendingar áttað sig á þeirri staðreynd að þeir gætu krafið íslenska rikið um öll ICEsave innlánin, ekki aðeins þessar 20.887 evrur sem þeir krefja okkur um í dag.

Við eigum sem sagt að trúa því að bretar séu svo heimskir og ólögfróðir að þeir viti ekki af þessum möguleika, og við þurfum að passa upp á að þeir uppgötvi hann ekki næstu áratugina.  En af hverju var Jóhanna þá að birta bréf sitt til forseta, ef málið var svona leyndó.  Núna hljóta bretar að vita af þessum möguleika, þeir eru jú læsir. 

Núna hljóta þeir að vita að Svavar spilaði með þá allan tímann, lét þá semja um miklu lægri kröfu en þeir áttu rétt á samkvæmt jafnræðisreglu ESB.  

Eða á fólk að trúa að bretar hafi vitað af þessari jafnræðisreglu, en ekki vilja beita henni, heldur rangri reglu um innistæðutryggingar, því þeir hafi verið svo hræddir um að íslenska þjóðin þyrfti þá að greiða alltof háar skaðabætur vegna ICEsave.  

Að góðvild þeirra hafi sem sagt hindrað þá í að krefjast réttar síns.

Kannski var það góðvildin ein sem lét þá setja hryðjuverkalögin á Ísland, og sparka þannig í smáþjóð í neyð.  

Kannski.

En ég spyr, hvað álit hefur ICEsave stjórnin á vitsmunum stuðningsmanna sinna, að bjóða þeim upp á svona dómsdagsvitleysu????

Telur hún að það séu engin takmörk á þeirri lygi og vitleysu sem þeir kokgleypa.

En kannski hefur hún þó rétt fyrir sér hvað það varðar.  

Kannski eru engin takmörk á trúgirni þess fólks sem vill knésetja þjóð sína fyrir ESB draum sinn.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband