Þorvaldur lýgur.

 

Er málstaður ICEsave sinna svo ömurlegur að þeir geta ómögulega sagt satt orð????

Ég vil biðja fólk að lesa vel allar þær rangfærslur og blekkingar sem fram koma hjá Þorvaldi Gylfasyni prófessor.  Þetta á að heita fræðimaður.  Þegar maður les svör hans, þá skilur maður betur dómgreindarleysið sem einkenndi útrásina. 

Þetta er nefnilega fagmaðurinn sem kenndi útrásarvíkingunum að græða pening.

En ég ætla að taka eina lygi út úr.

"Icesave-samningurinn getur talizt nokkuð hagfelldur Íslendingum í þeim skilningi, að Bretar og Hollendingar taka samkvæmt honum á sig hálfa ábyrgðina með því að krefja Íslendinga um ca. helming þeirrar fjárhæðar, sem þurfti til að bæta 400.000 innstæðueigendum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi skaðann, sem þeir urðu fyrir, þegar Landsbankinn hrundi. Það má kallast nokkuð vel sloppið miðað við kringumstæður. Falli samningurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni, geta Bretar og Hollendingar krafizt þess að fá skaðann bættan að fullu. Erlendur dómstóll þyrfti að fjalla um þá kröfu."

Mér er það til efs að háskólamaður hafi logið eins miklu í jafn alvarlegu máli.

Sú Evróputilskipun sem Bretar vísa í kveður á um tryggingarupphæð uppá um 20.000 evrur.  Engin löggjöf minnist á hærri tryggingarupphæð.  Ef Hollendingar og bretar kusu að greiða út hærri upphæð, þá er það á þeirra ábyrgð, og það byggisti ekki á neinum lögum.

Dómsstólar  dæma eftir lögum.

Og það er ekki um óbeina ábyrgð íslenskar ríkisins á skuldum Landsbankans.  Það er ekki bara vegna þess að Landsbankinn var  einkabanki, hann var hlutafélag, og hlutafélag bera takmarkaða ábyrgð, dugi eignir þeirra ekki fyrir skuldum, þá falla þær niður.  Eigendur hlutafélags er ekki krafinn um mismuninn.

Og  löggjöf allra þjóða heims viðurkenna ekki annað en þessa takmarkaða ábyrgð hlutafélaga.  Líka í Norðu Kóreu.

Og dómsstólar dæma eftir lögum.

Og jafnvel prófessor í hagfræði, þó í Samfylinningunni sé,  þekkir til hlutafélagalaga.

Því er um beina lygi prófessorsins að ræða.

Og ef hann hefði logið þessu í Bandaríkjunum, sem bandarískur þegn, þá væri hann i fangelsi núna.  Heppinn að sleppa með lífstíðardóm.  Því það lýgur engin skuld upp á bandaríska ríkið í milliríkjadeilu upp á þúsundir milljarða dollara. 

Þar gilda lög um landráð, og þeim er framfylgt.

Það er tími til kominn að íslenska þjóðin sætti sig ekki við lygar landráðamanna.

Það er ekki hægt að skýla sig á bak við fræðimennsku með svona rangar fullyrðingar.

Það er of mikið í húfi til þess.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hvað segja sérfræðingarnir um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú ættir aðeins að róa þig í ásökunum um lygar og landráð og reyna að skilja betur stöðuna.

Það er rétt að Evróputilskipunin kveður á um 20.887 evrur á hvern reikning en ástæða þess að Bretar og Hollendingar gætu farið fram á það við dómstóla að Íslendingar endurgreiddu hvern reikning að fullu er sú að Íslendingar tryggðu alla reikninga Íslendinga að fullu. Og það eru til lög á EES og sem gilda þ.a.l. á Íslandi líka sem banna að fólki -- innistæðueigendum -- sé mismunað á grundvelli þjóðernis; þannig að ef íslensk yfirvöld tryggja reikninga Íslendinga að fullu, þá er býsna erfitt að halda fram að þeim beri ekki lagalega að tryggja einnig reikninga útlendinga að fullu. Auðvitað getur einungis dómstóll skorið úr um það, en Bretar og Hollendingar gætu samt gert þessa kröfu og rök þeirra væru satt að segja býsna sterk. Þetta er það sem Þorvaldur er að tala um og þetta er hvorki lygi né landráð.

Eins og ég segi, þá held ég að þú ættir að róa þig í ásökunum um róg og landráð; þetta er ekki gagnlegt innlegg í umræðuna. Auk þess er margt annað sem þú segir fjarstæðukennt. Til dæmis yrði enginn dæmdur fyrir landráð í Bandaríkjunum fyrir að segja það sem Þorvaldur sagði: annaðhvort er það rétt sem hann sagði eða rangt. En það er enginn dæmdur fyrir landráð í Bandaríkjunum fyrir að segja sannleikann, svo ef hann hefði á réttu að standa yrði hann ekki dæmdur. En að því er ég best veit er það ekki heldur talið landráð vestan hafs að hafa á röngu að standa, svo ef hann hefði á röngu að standa yrði hann ekki heldur dæmdur. Þannig að hvort sem það er satt eða ósatt sem hann segir yrði hann aldrei dæmdur fyrir landráð í Bandaríkjunum fyrir að viðra skoðanir sínar, túlkun sína eða ótta sinn.

Svo er Þorvaldur Gylfason ekki prófessor í viðskiptafræði og er ekki "fagmaðurinn sem kenndi útrásarvíkingunum að græða pening", ekki frekar en hver annar háskólakennari í hagfræði og/eða viðskiptafræði.

Kveðja frá raunveruleikanum.

Geir (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 16:34

2 identicon

Þú ert með einhverjum fráleitum hætti að reyna að spyrsla saman svokölluðum útrásarvíkingum og þeim eru eru þeirra skoðunar að við eigum að samþykkja Icesave lögin og taka á okkur þessar skuldbindingar.

Þú reynir einnig með virkilega sóðalegum hætti að hrauna yfir Þorvald persónulega og hans skoðanir, vænir hann um lygi.

Vandamál Íslands kristallast í persónunni; þér.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 17:51

3 identicon

Furðuleg bloggfærsla.

Ég veit ekki betur en Þorvaldur hafi einna hreinasta skjöld allra fræðimanna í útrásarmálinu.

Ég man ekki eftir neinum fræðimanni sem hefur gagnrýnt efnahagsbóluna eins mikið og Þorvaldur gerði á síðastliðnum árum. 

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 18:28

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tilgangurinn hjá þorvaldi helgar meðalið.  Hvítþvo skipulagðar innlimunaraðferðir hæfs meirihluta EU.

Talandi um þjóðernis mismun í öðru samhengi en bjarga tilvist þjóðar.

30 fastir 7% bólguvextir voru ekki til boða á Íslandi.

Íslendingar sem þjóð ógnuðu ekki Bretum og efnahagshryðjuverkalöggjöf EU á ekki að beinast gegn þjóðerni kennitalnanna sem eru meintir ógn valdar eða höfundar.

Leiðtogar síðust ríkistjórnar hafa sennilega í skóli heilsu þeirra verið afvegavilt sennilega eins og Jóhanna benti á 17. júní  voru þau öll full af græðgi sem getur sannanleg villt mönnum sýn. Það er hægt að líta á gæðalán sem mútur. Það sannast eftir á í ljós þess hvað fengu þann mútaða til að gera.  Mikill gjaldeyrisgróði Banka rýnar í fastri/ innbyggðri [markaða] bólguvísitölu sé honum ekki velt áfram. Loka svo skipulagt lánalínum í EU. Eftir margra ára aðildar samstarf.

Jón Sigurðsson er fínn pappír og allir Bankastjórar einkabankanna og eigendur eru að gera það gott flestir í fullri vinnu.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_future_GDP_(PPP)_estimates

Samkvæmt IMF  féllu þjóðartekjur Íslands um 12% 2008-2009 fyrst skipti í sögu lýðveldisins þær falla meira og spáir hann því að þær verði komnar niður í þær bresku 2014. 

Ríkistjórn er annaðhvort ekki að skilja eða vísvitandi að villa um fyrir almenningi.

Burt með IMF eða stöndum á lagalegu rétti okkar til að verja okkur í réttaríki EU Sameiningu Evrópskra sósal lýðvelda í anda USSR. Svo hin frjálsi heimur geti fylgst með. 

ATH ESB: Evrópski SeðlaBankinn.  

Sumir ættu að taga niður EU gleraugun. Sem eflaust vilja vel. Það er ekki búið að taka upp Lissabon samninginn og því vantar mikið í sum heilaforrit. Svo eru mörg lög EU ekki í Regluverki nágrannasamnings.

Margur verður af aurum api. Api apar, hermir sjá sauður og hjörð.  Ingoúlfur var kenndur erdni Sjá ör dán > ördn> örn.

 öír er ritað aur, aír er ritað ær. oú einu rómi ritað ó. aú rita einu rómi á. Bretar rita tvíhljóð örðuvísi. Þau er ekki til í latínu. 

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 23:57

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þorvaldur Gylfason er sérstakur mjög sem fræðimaður.

Eflaust er hægt að finna allar greinarnar hans á netinu, sem hann hefur skrifað í fréttablaðið, ég rita þetta eftir minni, en þar sem ýmislegt sem hann hefur látið frá sér fara  undarlegt og ég man merkilega mikið af því.

Ég hef nefnilega alltaf haft gaman af kynlegum kvistum.

Einhvern tíma í febrúar 2008, sagði hann að íslensku bankarnir, eða Glitnir, ég man ekki hvort hann sagði, gætu ekki ætlast til þess að ríkið tæki ábyrgð á þeim, þeir væru einkabankar og þyrftu að sjá um sig sjálfir.

Í bók Guðna Th. Jóhannessonar, er vitnað í skrif Þorvalds í Fréttablaðið þann 22/11 2007; "bankarnir hafa í höndum nýrra eigenda tekið stakkaskiptum á örfáum árum. Íslensk bankaþjónusta er orðin að gróandi útflutningsatvinnuvegi og bankarnir græða á tá og fingri". Þetta stendur á miðri blaðsíðu 98 í "Hruninu".

Einnig heyrði ég hann segja í viðtali á útvarpi Sögu að sjávarútvegurinn væri hverfandi stærð í hagkerfinu, það væri banka og fjármálaþjónusta ásamt ýmsum þjónustugreinum sem væri framtíðin. Mig minnir að þetta hafi verið árið 2007.

Þorvaldur karlinn var nú líka í "tvöþúsund og sjö gírnum" eins og fleiri.

Eva Joly og fleiri erlendir fræðimenn hafa bent á, að okkur beri ekki að greiða Ice save, m.a. þeir sem sömdu lögin um innistæðutryggingar. Einnig hafa komið fram fleiri atriði sem styðja okkar málstað. Ef Bretar og hollendingar gætu fengið meira út úr okkur með dómstólaleiðinn, af hverju neita þeir þá að fara hana?

Ég hef ekki trú á, að það sé góðmennska af þeirra hálfu.

Mikið væri svo gaman, ef einhver fylgismaður Ice save samningsins gæti vitnað í haldbær rök máli sínu til stuðnings, t.a.m. eitthvað sem stendur í lögum, það er svo einhæft að lesa alltaf órökstuddar dylgjur.

Jón Ríkharðsson, 10.1.2010 kl. 02:56

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Svavar.

Afsakaður hvað ég kem seint inn til að veita þér andsvar, gærdagurinn var fjölskyldudagur, ekki ICEsave dagur.  En hér er ég og klár í slaginn.

Jón tók annars af mér ómakið við að benda á mótsagnirnar í málflutningi Þorvalds.  Hann hefur ekki hreinan skjöld í aðdraganda útrásarinnar.  Ef einhver maður getur talsit hugmyndafræðingur hennar, þá er það Þorvaldur Gylfason.  Það var hann sem kom með fræðilegu rökin fyrir einkavæðingunni, það var hann sem klappaði fyrir útrásarvíkingunum.  

Sú gagnrýni Þorvalds, sem hefur gert hann að hetju Búsáhaldabyltingarinnar, snérist að tvennu, gagnrýni á einkavinavæðingu, og vissulega var hún réttmæt, og gagnrýni á óstjórn í efnahagsmálum, og þar hafði hann líka rétt fyrir sér.  En það breytir því ekki að hann taldi útrásina hið mikla hreyfiafl, og hann vildi að markaðurinn réði útdeilingu gæða, ekki pólitísk tengsl.  

Og það voru þessir markaðsmenn, sem hann vildi að hefðu öll völd, sem fóru í fararbroddi útrásarinnar.  Einkavinirnir voru sporgöngumenn.

Og aldrei gerði Þorvaldur Gylfason athugasemdir við forsendur þess hagkerfis sem kom okkur á kné, hans athugasemdir voru allar á einn veg, kerfið var ekki nógu skilvirkt vegna ítaka ættar og stjórnmálatengsla.

Bara svo við höfum staðreyndir málsins á hreinu.

En ég var ekki að fjalla um fyrri störf Þorvalds, nema ég benti á að maður sem hefði jafn ítrekað færi með rangt mál í dag, hefði verið líklegur til að gera það áður.  Og benti á þá einföldu staðreynd að allir þeir hagfræðingar, endurskoðendur og aðrir, sem unnu að útrásinni, eða notuðu akademíska stöðu sína til að verja hana og réttlæta, þeir hefðu verið lærisveinar Þorvalds.

Ef sannleikurinn er sár, þá var það ekki ég sem skapaði þau særindi, ég einfaldlega benti á staðreyndatengsl sem við blasa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 11:24

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Húnfjörð.

Í það fyrsta, takk fyrir hrósið, en það er óverðskuldað.  Vissulega er egóið stórt eins og hjá öðrum Steingeitum, en þar sem Vandi Íslands er megastór, þá finnst mér mín persóna varla rúma hann allan.  Og ekki skrokkurinn heldur, þó hann hafi gildnað mjög eftir að bloggskrif mín hófust.  En takk samt.

En hvað varðar tengsl Þorvalds við útrásina, þá vísa ég bæði Jón hér að framan, og eins andsvar mitt til Svavars.  En það eruð þið fylgismenn landráða sem lásu þau tengsl að ég væri að  "spyrsla saman svokölluðum útrásarvíkingum og þeim eru eru þeirra skoðunar að við eigum að samþykkja Icesave lögin og taka á okkur þessar skuldbindingar".  Ég benti aðeins á þá staðreynd að maður sem ítrekað væri staðinn að því að fara með rangt mál og ósannindi í ICEsave deilunni, og fylgispekt sinni við AGS, að hann hefði kennt útrásarfólkinu sín fræði.  En hvort hann bullaði í tímum, það veit ég ekki.  En ég þekki hugmyndafræði Þorvalds, og sú hugmyndafræði var fræðileg hlið þeirrar græðgi og sérhyggju sem einkenndi íslensku útrásarvíkingana.

En þeir sem ekkert hafa lesið, sjá kannski ekki þau tengsl.  Þeir trúa bara manninum sem grætti fólk í Iðnó.

En ég ber ekki eitt eða neitt upp á manninn.  Í mína stutta pistli, sem eðli málsins vegna gat ekki verið ítarlegur rökstuðningur, þó öll rökin séu til og blasa við læsu fólki, þá benti ég á einfaldar staðreyndir, hann fer rangt með, hann lýgur, allt í þeim tilgangi að blekkja fólk.  Og þegar ég les viðbrögð ykkar fylgisveina landráða, þá sanna þau  mál mitt.  

Málflutningur ykkar er blekkingar Þorvalds í hnotskurn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 11:40

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Takk fyrir að reyna að svar mér á rökrænan hátt.  Sjaldgæft að sjá slíka tilburði í röðum þeirra sem ólmir vilja láta mig og mína greiða skuldir höfðingjanna.  Og ég skal svara þér á sama hátt, að hógværð og rökfestu.

1. Við skulum afgreiða þetta fyrst með landráðin.  Ég er ekki að bryglsa Þorvaldi um landráð.  Hann er að fremja landráð með málflutning sínum.   Í öllum siðuðu löndum er  það landráð að vera með málflutning sem styður fjandsamlega árás erlendra ríkja.  Þá mega menn ekki segja eða gera það sem dettur i hug, ef þeir vísvitandi beita til þess lygum og rangfærslum sem styðja hina erlendu árás eða íhlutun.  

Ef þú hefur séð myndina um böðul hans hátignar núna um daginn á Ruv, þá hefðir þú séð að öll stríðsárin var hann upptekinn við að hengja konur og karla fyrir sakir sem þau hefðu varla fengið sekt fyrir á friðartímum.  Og þú skalt ekki láta þér detta það í hug að þú, sem bandarískur þegn, hafi möguleika á því að taka undir kröfu til dæmis Írana, sem myndu með tilvísun í dóma íranskra dómsstóla krefja Bandaríkin um 2/3 af þjóðarframleiðslu ársins í skaðabætur vegna fjandsamlegs yfirgangs.  Prófaðu að fá þér græna kortið og taktu síðan upp opinberlega baráttu um það í Bandaríkjunum.

En í íslenskum lögum þá fellur þetta athæfi Þorvalds undir til dæmis þessa grein landráðalaganna.

"88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta."

Og þar sem þetta athæfi hans gæti leitt til gjaldþrots þjóðar hans, þá er full ástæða til að beita þeim lögum sem um málið gilda.

2. Þegar þú reynir að færa rök fyrir lygum og blekkingum Þorvalds, þá ferð þú strax rangt með.  Íslensk stjórnvöld hafa engin innlán ábyrgst, enda hafa þau ekki til þess burði.  En þau settu neyðarlög til að endurreisa innlend bankaviðskipti og eru til þess í fullum rétti.  Ísland er fullvalda ríki og EES samningurinn viðurkennir rétt fullvaldra EFTA ríkja að bregðast við neyðarástandi, enda væri hann þá ekki löglegur samkvæmt alþjóðlögum.  Þér til fróðleiks skal ég vitna í EES samninginn, en þú getur annars lesið þér til um hann á vef stjórnarráðsins.  Og það væri þér hollt áður en þú ferð með fleiri fleipur.

"40. gr.

 

1.     Ef hætta er á alvarlegum efnahagslegum eða þjóðfélagslegum erfiðleikum eða erfiðleikum í umhverfismálum að því er varðar sérstakar atvinnugreinar eða sérstök svæði, sem líklegt er að verði viðvarandi, getur aðildarríki gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana með þeim skilyrðum og á þann hátt sem mælt er fyrir um í 41. gr"

"

Og það þarf ekki að taka það fram, að ESA hefur fellt upp úrskurð, á grundvelli EES samningsins, að neyðarréttur þjóða er innan réttarreglna EES.  Annað var útilokað, því neyðarréttur þjóða er æðsta réttarheimild alþjóðalaga.  Þó árásarstríð séu bönnuð, þá geta ríki hafið slík stríð, telji þau tilveru sinni ógnað.  Og svo komið þið ICEsave sinnar og reynið að telja þjóðina í trú um að einhver jafnræðisregla, sem víkur alltaf innan Evrópusambandsins fyrir meiri hagsmunum og margir dómar eru því til vitnis (Stefán og Lárus), að hún sé æðri hinum helga neyðarrétti.

Er ekki alltí lagi með ykkur???'

3. Ríki leysa ekki úr milliríkjadeilum með því að láta dómsstóla í heimalandi sínum fella dóma sem dæmir hitt ríkið í órétti, og krefjast síðan fullnustu á þeim.  Slíkt er alltaf óvinveitt aðgerð, ígildi stríðsaðgerðar ef viðkomandi dómur veldur hinu ríkinu skaða.  Sem betur fer er Ísland aðili að NATÓ og þar er skýrt kveðið á um í stofnsamþykkt þess að árás á eina þjóð er árás á allar.  Þess vegna er öruggt að bretar og Hollendingar myndu ekki grípa til slíkra aðgerða.

4. Um brot á jafnræðisreglu EES er aðeins fjallað um hjá EFTA dómsstólnum, hann einn hefur úrskurðarvald gegn meintum brotum EFTA ríkja á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.  Allur annar vinnugangur er hrein lögleysa.  

Og alvarlegasti úrskurður EFTA dómsins væri sá, að ef Ísland héldi fast við neyðarlög sín, þá yrði landið að víkja úr EES.  Enginn alþjóðlegur dómsstóll getur dæmt þjóðir í það þungar skaðabætur að fullveldi þeirra er ógnað.  Ef svo væri, þá þyrftu stórveldin enga heri.  Þau gætu náð yfirráðum yfir smærri ríkjum með því einu að láta dæma þau til að láta eigur sínar og skattfé af hendi.  

En hver ætti síðan að fullnusta slíkum dómi????  Alþjóðlegar refsiaðgerðir, eða þá hervald.  Engin þjóð lætur þjóðarauð sinn af hendi baráttulaust.  Til þess hafa allar þjóðir lög um landráð og föðurlandssvik.  Og beita þeim sér til varnar.

En ég ætla ekki að hafa þetta andsvar lengra Geir.  Ef þú hefur einhver rök fyrir máli þínu, annað en rangfærslur og tilvísun í lög sem eru ekki til, þá skal ég svara þér aftur.  En ég veit að þú hefur það ekki, málflutningur ICEsave sinna byggist á huglægu mati að þjóðin eigi að láta undan kúgun og yfirgangi.  Og um hugægt mat er ekki hægt að rífast.  En þegar hræðslan er rökstudd með rangfærslum og lygum, og/eða fullyrðingum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, þá kárnar gamanið.  

Allar þjóðir hafa lög um slíkt athæfi, þegar um er að ræða að styðja ólöglegar fjárkröfur og ásælni í eigur þeirra og skattfé.  

En ég ætla svo sem ekki að vera núa þér það um nasir, trúi að fáfræði og trúgirni útskýri málflutning þinn.  En mig langar mikið til að vita hvað gengur á í heilabúi fólks sem er tilbúið að greiða 1.000 milljarða af almannafé vegna þess að sá sem krefst þessara fjármuna, gæti hugsanlega fengið dóm um þá og meira til.

Bæði er það að ef hann gæti fengið dóminn, þá væri hann örugglega búinn að fá hann, sem og hitt, hvernig dettur nokkrum í hug, og þarf ekki lágmarks skynsemi til, að greiða frá sér aleigu sína vegna hugsanlegs ótta við að krafan gæti verið lögleg??  

Myndir þú afhenda mér hús þitt eða bíl ef ég bæði þig um það???  Ég gæti vísað máli mínu til dómsstóla.  Og fengið þig dæmdan.  Þó ég eigi enga lagalega kröfu á þig, þá gæti dómarinn skuldað mér greiða???  Þú veist ekkert um það.  

Eða myndir þú afhenda hús þitt og biðja alla fjölskyldu þína um að gera slíkt hið sama, vegna þess að Kalli kókaín, þekktur dólgur myndi banka að dyrum og krefja þig um það????  

Ekki reikna ég með því.  Þú myndir leita til lögreglu og dómsstóla.  Annars værir þú svo einfaldur að þú ættir engar eigur.  

En þú ætlar þjóðinni slíka einfeldni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 14:03

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir Jón og Júlíus.

Takk fyrir innlit ykkar og varnir þegar ég hafði ekki tök á að sinna þeim sjálfur.  Alltaf óþægilegt að hafa ICEsave áróð ósvarað í athugasemdum.

En mikið sammála ykkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 14:04

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Vilt þú skrifa undir og ábyrgast á þessari stundu hver lýgur? Vilt þú taka afleiðingunum af því ef þú ert að ljúga? Getur þú vitnað í ábyggilegar heimildir orðum þínum til staðfestingar á svona óljósum tímum. Ja þá ertu meiri spámaður en Jesú Kristur! Og Heródes löngu dauður!  Mér þykir þú kokhraustur góði, þegar öll veröldin er tvístíga meir og minna. M.kv. Anna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.1.2010 kl. 20:39

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Ekki ber ég á móti því að oft hægt er að fara réttara með hlutina en ég geri.

Og auðvita hendir það mig eins og aðra að ljúga.

En Þorvaldur Gylfason er í þessu tilviki opinber persóna sem notar stöðu sína til að blekkja, og gefa rangt álit.  Á mannamáli heitir það lygi, þegar menn fara vísvitandi rangt með í þeim eina tilgangi að blekkja fólk.  Og þegar um er að ræða lygi, sem er sett fram í þeim eina tilgangi til að láta þjóðina ranglega taka á sig ólöglegar kröfur breta og Hollendinga, þá er sú lygi grafalvarleg og á að sæta harðri refsingu.

Og ef það hefur farið fram hjá þér, þá rökstyð ég mál mitt. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 22:10

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

IMF segir bruttó Þjóðartekjur Íslands á haus sömu og á Kýpur 2014, helmingi lægri en í Danmörku, um 12% lægri en í UK. 

IMF lýgur ekki og veit allt um ráðabrugg ríkistjórna Íslands sem eru að skjóta sjálfan sig í fótinn vegna kannské greindarleysis ráðgjafa sinna?

Ómar er alveg í samræmi við útreikninga IMF.

Þetta segir okkur að m.t.t. veðurfars og innflutningskostnaðar verður hagstæðara að búa á Kýpur 2014 en á Íslandi.

Hér verður enginn alþjóðleg viðskipta starfsemi sem eykur þjóðartekjur. Almenn  bifreiðaeign mikið minni. Þóknun ríkisstafsmanna ekki meiri en á Kýpur. Ráðgjafafulltrúar á Íslandi á leið til Brussel með nesti í poka.  Gjaldeyrishöft óþörf vegna þess að almenningur hefiur ekki efni á að kaupa gjaldeyri.  

Nú er að sjá hvort mikið af mannauð Íslands fái vinnu í samkeppninni um góð störf í EU?

Alþjóðafjármagn til fjárfestinga streymir ekki hingað.

Hinsvegar getur vel verið að IMF sé vitskertur og  þá erum við Ómar það sennilega líka.

IMF getur vel verið segja satt að ástandið verði viðunnandi með Kýpur í huga.   

Júlíus Björnsson, 10.1.2010 kl. 22:30

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus.

Þeir vita sínu viti, en húsbændur þeirra er alþjóðlegt auðmagn sem vill hafa allt sitt á þurru, og þrífst á að fá mikið fyrir lítið.

Og það er ekki það hlutskipti sem við viljum þjóð okkar.

Efnahagslíf á að vera fyrir fólk, ekki alþjóðlega græðgipúka.

Gangi draumur Þorvaldar eftir verður landauðn á Íslandi.  

Og þá vil ég, eins og þú, vera frekar talinn vit-laus en skrifa upp á þá framtíð þegjandi og hljóðalaust.

Og flyt til Kýpur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 22:50

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

VIÐREISN  hefði verið betur miskilið stjórnmálalega. 

Júlíus Björnsson, 11.1.2010 kl. 00:00

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Júlíus, betur er ekki hægt að orða allan minn langhund.

Endurreisnarsjálfsmorð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 459
  • Sl. sólarhring: 723
  • Sl. viku: 6190
  • Frá upphafi: 1399358

Annað

  • Innlit í dag: 388
  • Innlit sl. viku: 5243
  • Gestir í dag: 357
  • IP-tölur í dag: 352

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband