Hvenær ætla alþingismenn að átta sig á að það er dómsstóla að skera úr um réttarágreining.

Lilja Mósesdóttir vill sáttasemjara, þýskan að þjóðerni.

Bjarni Benediktsson vill skipa nýja viðræðunefnd til að ræða við breta.

Ögmundur Jónasson vill beiða samstöðu allra flokka í ICEsave deilunni.

Jóhanna og Steingrímur vilja Svavarssamninginn, því ekki sé betra að fá.

Á einn eða annan hátt, þá tala allir stjórnmálamenn um eitthvað sem heitir "pólitísk lausn".  

 

En að utan berast okkur fréttir af skoðunum viðskiptafréttamanna, hagfræðiprófessora auk margra annarra sem benda á kjarna ICEsave deilunnar. 

 

Kúgun Breta og Hollendinga styðst ekki við lög og reglur Evrópusambandsins, þar er þvert á móti mælt gegn ríkisábyrgð á innstæðum því það skekkir heilbrigða samkeppni á hinum innri markaði.

Og Eva Joly fór og ræddi við þá menn sem sömdu tilskipun ESB um innlántryggingar, og þeir staðfestu þau sjónarmið að tryggingakerfið var aldrei ætlað að takast á við allsherjar bankahrun.  Það var ekki fjármagnað þannig, eins og önnur tryggingakerfi þá réði það ekki við altjón.

Og það er aðeins ein leið til að fá þessi sjónarmið viðurkennd, að fá þessa menn til að bera opinberlega vitni um tilgang og markmið kerfisins.

Og það er sú leið sem er geirnegld í EES samningnum, kæra til ESA og úrskurður EFTA dómsins um tilgang tilskipunar ESB nr 94/19 um innlánstryggingar.  

Þar með er allur botn farinn úr málflutningi breta og Hollendinga.

Og það er líka eina færa leiðin, það að fara ekki eftir lögum, það er lögbrot.  Jafnvel þó sú vegferð sé kölluð "pólitísk lausn", og lögbrotin eru jafnalvarleg þó þau séu kölluð þverpólitísk lausn.  

Íslensk stjórnvöld, einstakir íslenskir stjórnmálaflokkar, íslenskir einstaklingar, hafa rétt til að krefja ESA um úrskurð.  Og ESA ber að fara eftir lögum, ekki þrýsting skriffinna ESB.  Því úrskurður þeirra er lesinn af lögfræðingum, og dæmdur af honum.  

Í lögfræði er ekkert til sem heitir pólitísk lausn.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband