8.1.2010 | 09:54
Gamall lygahlaupur lýgur í þjóð sína.
Þessi ágæti maður laug ítrekað syndum upp á íslensk varðskip í þorskastríðinu, og í dag laug hann þjófnaði upp á íslensku þjóðina.
Íslenska þjóðin fékk ekki þessa peninga að láni, ekki frekar en aðrir.
Þetta voru breskir bankar í íslensku eigu, og þeir störfuðu á breskum fjármálamarkaði..
Sá hluti þessa peninga sem kom sem lánsfé til íslenskra fyrirtækja er í skilum eins og önnur lán.
Vonandi gildir það sama um þau lán sem voru lánuð breskum fyrirtækjum.
En það er grafalvarlegt mál að þekktur breti komist upp með að ljúga þjófnaði upp á heila þjóð.
Og til þess er meiðyrðalöggjöfin að stoppa slíkar lygar, og láta refsa þeim sem slíka iðju stunda.
Væri vottur af manndóm í íslensku utanríkisþjónustunni, þá myndi hún strax stefna Hattersley og Teh Times. Það gilda lög í Bretlandi, og breskir dómsstólar dæma eftir þeim.
Þar er ekkert til sem heitir "pólitísk lausn" þegar lög eru annars vegar.
En það er ekki manndómur í íslenskum stjórnvöldum. Þau velja leið gungunnar og bjóða aðeins fram tungu sína til að sleikja táfýluna af kúgurum okkar.
En ég skora á góðan enskumann að svara þessum rógi Hattersley. Taka kallinn í bólinu og spyrja hann hvaða sannanir hann hafi fyrir þessum þjófnaði.
Því það er til einfalt ráð við loftbelgjum. Það þarf aðeins að mæta með nál og stinga gat á þá.
Svona rógur á ekki að svífa um okkur til háðungar.
Svarið kallinum.
Kveðja að austan.
Hinir þrjósku Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 14:32 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég gagnrýndi hann harkalega og hann hefur ekki birt það eða er það hann sem ræður hvað kemur þar? Hingað til hefur allt sem ég hef skrifað í comments í þann vef, TimesOnline, verið birt. Það er viss fjöldi orða sem maður getið sett inn í einu commenti þar og ég skrifaði 2 um Icesave og 1 gegn commenti um EU og það er það eina sem hefur enn komið fram.
Elle_, 10.1.2010 kl. 20:08
Blessuð Elle, finnst ekki líklegt að hann fái að ritstýra því.
En þeir passa upp á sína, og velja úr. Líklegast sætta þeir sig ekki við of beinskeytta gagnrýni, kannski eru þeir að passa upp á að andstæð sjónarmið kaffæri ekki greinina. Og kannski eru þeir bara í fýlu.
Hver veit, en frábært samt að honum skuli vera svarað. Of mikil ritskoðun dregur úr trúverðugleika fjölmiðla, þeir vita það best sjálfir. Þannig skilst mér að stundum dugi að endurorða kommentið. Eða biðja fleiri um að senda.
En frábært starf hjá þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.