8.1.2010 | 09:39
Aðeins aumingjar níðast á smælingjum.
Hollendingar eru að uppgötva að þeir eru aumingjaþjóð.
Með aðstoð íslensks landráðafólks ætla þeir að ræna íslenskan almenning velferð sinni og hagsæld.
Gera íslenska skattgreiðendur ábyrga fyrir hrun banka á hollenskum fjármálamarkaði. Vegna þess að eigendur þessa banka voru íslenskir.
Bandarískir bankar hrundu líka. Þeir störfuðu í Hollandi. Og Hollendingar töpuðu miklu fé á því hruni, margföldu þess sem þeir töpuðu á íslenskum bönkunum.
En Hollendingar krefja ekki bandaríska skattgreiðendur um endurgreiðslu.
Þora því ekki.
Þeir vita líka að það þarf aðstoð innlendra Bandaríkjamanna við að innheimta þá kröfu. En í Bandaríkjunum er landráðamönnum stungið í fangelsi, og þeir einbeittustu enda í rafmangsstólnum.
En á Íslandi eru slíkir menn látnir stýra fjölmiðlum, kosnir í ríkisstjórn, og hampað á allan þann hátt sem hægt er. Frá bankahruninu hefur vísasta leiðin til frama á Íslandi verið einbeittur vilji til föðurlandssvika.
Þess vegna réðust Hollendingar á Ísland.
En það breytir því ekki að um aumingjaskap er að ræða.
Og á það benda hollenskir bloggarar.
Þeir vita líka eins og er að það er siðleysi að ræna smælingja, og aðeins samviskulausir þorparar byggja velmegun sína á ránsfeng.
Það skiptir engu máli þó það séu innlendir Leppar sem afhenda þeim ránsfenginn. Þjófnaður er þjófnaður, og þjófur alltaf þjófur.
Og nútíma Hollendingur er ekki þjófur.
Og þeir skammast sín fyrir ríkisstjórn sína.
En 53% Íslendinga eru stolt af mönnunum sem fríviljugir afhenda Hollendingum ránsfenginn.
Svona er margt skrítið í kýrhausnum.
Kveðja að austan.
Hollenskir bloggarar undrast hörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 14:32 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 356
- Sl. sólarhring: 761
- Sl. viku: 6087
- Frá upphafi: 1399255
Annað
- Innlit í dag: 302
- Innlit sl. viku: 5157
- Gestir í dag: 281
- IP-tölur í dag: 278
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það munaði litlu að illa færi forsetin gerði okkur mikinn greiða með að skrifa ekki undir við verðum að nýta okkur það ein vel og hægt er.
Sigurður Haraldsson, 8.1.2010 kl. 09:44
Blessaður Sigurður.
Við fellum auðvita samninginn. Eða það vona ég.
Stefnum síðan bretum og Hollendingum fyrir dóm, og látum réttlætið skera úr um.
Lög eru til að fara eftir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2010 kl. 10:05
Kýrhausar er nánast lofsyrði um mörg toppstykki þessarar undarlegu þjóðar. Hann Valdimar sálugi í Bólu í Blönduhlíð vandaði málfar sitt þegar hann verslaði í kaupstaðnum. Eitt sinn kom hann í kaupfélagsbúðina Gránu á Króknum til að kaupa hrífuhausa.
Hann bað um alominiumhöfuð.
Erum við Íslendingar ekki bara komnir með álhausa?
Árni Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 11:05
Blessaður Árni.
Þetta er spurning, um álhausana.
En það er samt margt skrýtið í kýrhausnum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2010 kl. 11:23
Eitt sinn kom hann í kaupfélagsbúðina Gránu á Króknum til að kaupa hrífuhausa.
Hann bað um alominiumhöfuð.
Erum við Íslendingar ekki bara komnir með álhausa?
Elle_, 9.1.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.