7.1.2010 | 09:29
Þvingaðar yfirlýsingar eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum
Vil vitna í Björg Thorarensen lagaprófessor.
"En á þessi rök hefur einfaldlega ekki verið hlustað, sagði Björg. ESB-ríkin voru ófáanleg til að fallast á að úr þessum ágreiningi yrði skorið eftir löglegum leiðum. Augljóslega hefði málið vakið óróa innan Evrópusambandsríkjanna og vakið athygli allra á því að engar Evrópureglur eru til sem mæla fyrir um ríkisábyrgð á bankainnstæðum. Í ofanálag voru skilyrði fyrir aðstoð alþjóðagjaldeyrisjóðsins spyrt saman við þessar deilur um ríkisábyrgð innstæðna, svo íslensk stjórnvöld áttu engra kosta völ. Það var ekki um annað að ræða að gangast undir þá þvingun að taka lán, sem rennur að hluta til þess að ábyrgjast greiðslur tryggingasjóðsins, nokkuð sem ríkinu ber engin lagalega skylda til, hvorki eftir Evróputilskipun né öðrum þjóðréttarreglum. Samningar af þessum toga eru á lögfræðimáli kallaðir nauðungarsamningar. Ekki aðeins í okkar lögum heldur einnig í þjóðaréttinum og slíkir samningar eru raunar ógildanlegir."
Og berið hana saman við hótun forsætisráðherra gagnvart forseta lýðveldisins.
"Staða Íslands í alþjóðasamstarfi væri stórlöskuð. Hætta er á að um langa hríð yrði litið svo á að landið væri óábyrgt og stjórnvöld ekki fær um að taka bindandi ákvarðanir."
Alþjóðasamfélagið byggist á lögum og rétti. Alþjóðasamfélagið er samsafn lítilla og meðalstóra ríkja. Þau vita eins og er að það eina sem tryggir tilveru þeirra gagnvart ásækni stórríkja, er samstaða um að þessi lög og réttur virki.
Það er ljóst að ef Ísland hefði kært ólöglega kúgun breta og Hollendinga fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og borið síðan málið upp á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, með vandaðri greinargerð byggða áí alþjóðalögum, þá hefðu bretar verið í vondum málum.
Því kúgun ofbeldismanna þolir sjaldnast dagsljósið.
En það var ekki gert, ekki frekar en að kæra þessa ólöglegu kúgun fyrir ESA og EFTA dómsstólnum, vegna þess að helsti bandamaður breta og Hollendinga er Samfylkingin, hryggjarstykkið í ríkisstjórn Íslands.
Og önnur hjálparhella er veikburða stjórnarandstaða sem hefur ekki kjark til að vísa augljósum lögbrotum stjórnar til dómsstóla, og hefur ekki kjark til að krefjast fullnustu landráðalaga íslensku hegningarlaganna yfir fjölmiðlafólki sem grímulaust vinnur fyrir bresk stjórnvöld.
Og þriðja hjálparhella breta er kjarklaus almenningur sem er reiðubúinn að fórna framtíð barna sinna svo hann geti áfram setið fyrir framan sjónvarpsskjáinn í vatteruðum leisýboi og röflað yfir 2007 eitthvað spillingu. Á meðan er verið að rústa lífsskilyrðum hans og því velferðarkerfi sem tryggir börnum hans menntun og foreldrum hans umönnun og heilsugæslu.
En stuðningsmenn hinnar ólöglegu kúgunar breta eru ekki þjóðir heims.
Það eitt er víst.
Kveðja að austan.
Vopn færð í hendur Hollendinga og Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 627
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.