7.1.2010 | 08:40
Bretar halda uppi vörnum fyrir íslenska þjóð.
Á meðan dynur í eyrum landsmanna sífelldur áróður ICEsave sinna í íslenska ríkisútvarpinu, BBC-ICE.
Þar kom áðan kona, Ingibjörg Þórðardóttir, í vinnu hjá BBC-BR, og sagðist það misskilning að Íslendingar ætluðu ekki að borga, þeir ætluðu bara að borga aðeins minna.
En hver segir að Íslendingar eigi að borga. Ekki lögin.
"skýrslu sænska seðlabankans komi fram, að Bretar og Evrópusambandið beri sinn hluta ábyrgðar á þessum ósköpunum. Þar komi fram, að absurd fáránlegar ESB-reglur sem gildi óbeint á Íslandi, hafi sagt ríkjum að koma á fót ábyrgðarkerfi fyrir banka, en þar sé hvergi sagt, að skattgreiðendur beri ábyrgð á tjónum. Í"
Minntist einhver á þetta við starfsmann breska útvarpsins??? Nei, heldur var sagt, "skilja þeir ekki að við ætlum að borga". Þessi orð ríkisstarfsmannsins hjá morgunútvarpinu er lýsandi fyrir fréttastefnu BBC-ICE, það á að sannfæra þjóðina um að hún eigi, að borga. Þó launin komi frá íslenskum skattgreiðendum, þá þjónar lundin þeim bresku.
En hvað segja bretarnir.
"Hvaða lærdóm munu sparifjáreigendur í stórum löndum draga af þessu næst þegar uppsveifla verður? Að þeir þurfi ekki að spyrja margs um, hvort þeir fái fé sitt auðveldlega til baka, því að fari eitthvað úrskeiðis muni ríkisstjórn þeirra, eða skattborgarnir við hlið þeirra, borga brúsann. Síðan megi senda reikninginn til annars lands og beita bolabrögðum til að láta erlenda skattgreiðendur borga hann"
Þetta segir Iain Martin, Wall Street Journal.
"Þá hafi breskir og hollenskir bankar einnig hagnast verulega á Evrópureglunum. Hefðu þeir hrunið eins og þeir íslensku hefðu viðkomandi stjórnvöld aldrei tekið á sig hundruð milljarða punda skuldir til að bjarga erlendum innistæðueigendum og því sé andstyggilegt að neyða veikburða nágranna til slíks."
Þetta segir í leiðara Financial Times.
En í kvöldfréttum BBC-ICE var fyrsta frétt öskrandi sjónvarpskona sem gat ekki hamið reiði sýna og hneykslun yfir því að Ólafur Ragnar Grímsson mætti ekki á sakamannabekk hjá henni á BBC-ICE, og útskýrði af hverju hann setti 1.000 milljarða skuldbindingu í þjóðaratkvæði. Hann, sem var búinn að fá aðvörun frá ríkisstjórn bretadrottingar um þann skaða sem sú ákvörðun ylli þjóðinni.
Vesalings, öskrandi konan, datt ekki í hug í eina mínútu, að það væri mikill skaði sem væri meiri en 1.000 milljarðar og hann þyrfti að útskýra vel. Og hvernig vitgrannt fólk, þó það vinni á fjölmiðlum, geti trúað því, að pöntuð lækkun á lánsmati, frá einkafyrirtæki út í bæ, hjá þjóð sem er ekki að fara taka lán, heldur borga gömlu lán sín niður, valdi meiri skaða en 1.000 milljarða skuldbinding, það er óskiljanlegt.
Það er enginn svona vitlaus. Annarlegir hagsmunir hljóta að liggja að baki.
Og þetta veit Ólafur Ragnar, hann kaus að mæta í viðtal hjá móðurfyrirtækinu, BBD-BR og þar fékk hann að tala án þess að orð hans væru rangtúlkuð og snúið út úr þeim jafn óðum.
Því staðreynd málsins er sú að það er enginn að hamast á íslensku þjóðinni nema ríkisstjórn bretadrottningar á Íslandi, íslenskir fjölmiðlar, og þeir félagar Brown og Darling.
Því þó fólkið, sem þjóðin í ógæfu sinni kaus til að gæta hagsmunna sinna, hafi brugðist skyldu sinni, þá er til réttsýnt og heiðarlegt fólk í Evrópu. Og það er nú á fullu að upplýsa samlanda sinna að um ólöglega kúgun og fantaskap breta sé að ræða.
Aðeins á Íslandi fá ríkisfjölmiðlar til sín fólk sem fullyrðir blákalt að þjóðin eigi að borga bretum eftir regluverki EES. Í Evrópu finnst ekki svo vitlaus maður að hann sé ekki læs og viti að NOT þýði nei.
En þar er fjölmiðlafólk heldur ekki vitgrannt.
Kveðja að austan.
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 14:42 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 507
- Sl. sólarhring: 507
- Sl. viku: 603
- Frá upphafi: 1413411
Annað
- Innlit í dag: 428
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 416
- IP-tölur í dag: 411
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár Ómar.
Takk fyrir góðan pistil, tek undir hvert orð.
Hlustendakannanir undanfarið virðast því miður sýna að RÚV er á niðurleið. Kemur mér ekki á óvart.
Hvernig á annað að vera! Meira að segja sauðtryggir RÚV-hlustarar eins og undirritaður eru farnir að slökkva æ oftar á einlitaða fréttaflutningi RÚV-sins, þar sem "starfsmennirnir/fréttamennirnir" segja varla lengur nokkrar fréttir á hlutlægan hátt, heldur predika sí og æ sinn einlita lífsboðskap og raða í kringum sig slíkum jábræðrum í öllum hornum.
Þó gaman sé að spaugstofunni, útsvari, gettu betur, flestum íþrótta- og fræðsluþáttum, Bergson og Blöndal svo það jákvæða í starfi RÚV sé týnt til, þá réttlætir það ekki 34.400 króna árlega skattgreiðslukvöð hjóna, þegar allt hitt litaða bullið kvelur mann í sífellu.
Má ég þá frekar biðja um "pólitískt" dagskráreftirlit, því það er skömminni hlutlægara og skárra og veitir meira jafnræði í "pólitískum fréttaflutningi" en "frelsi" hlutdrægu, einlitu og algerlega vanhæfu starfsmannanna sem tröllríða flutningi á öllu fréttatengdu- eða fréttaskýringarefni RÚV-sins.
Var Páll kannski ráðinn til þess að stýra RÚV-inu þannig, að "sauðtryggu RÚV" þjóðinni ofbyði svo að almenn krafa allt of margra hlustenda yrði um afnám skylduáskriftar?
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 09:08
Blessaður Guðmundur, og gleðilegt ár.
Núna er stórt spurt. Hvað gengur þessu fólki til????
Í mínum huga var ljóst eftir fréttir gærkvöldsins, að Ruv væri orðið helsta vopn breta í þjófnaðartilraun þeirra á eigum okkar og skattfé. Enda sjást þess merki á bloggi mínu í dag.
Þessa menn þarf að stöðva.
En ég er Ruvari, hef alltaf verið. Tel að hinn valkosturinn sé ennþá verri, að auðmenn ráði öllu, líka allri fjölmiðlaumræðu. Ég vona því að stofnunin vitkist, og hreinsi út hjá sér þá vitgrönnu vitleysinga sem þar menga andrúmsloftið í dag. Því þó ég impri á því annað slagið að engin geti verið svona vanhæfur, annarlegir hagsmunir hljóti að spila inn í, þá trúi ég því reyndar ekki sjálfur.
Ég held að þetta fólk sé svona bullandi vanhæft. Og því auðveld bráð þrautskipulagðra spunakokka.
En hvernig heldur þetta fólk að það haldi vinnunni þegar 60% af tekjum ríkisins fara í vexti og afborganir??
Stundum líður mér eins og ég sé staddur um borð í Titanic og horfi á alla borgarísjakanna þjóta framhjá. Vissulega er hægt að keyra í gegnum slíkt hafsvæði á fullri ferð, og það heppnist, en það gæti þurft margar tilraunir.
En okkur er aðeins gefið eitt tækifæri, aðeins ein tilraun er í boði. Og þá taka menn ekki hina endalegu áhættu. Treysta á að þetta reddist einhvern veginn.
Nema náttúrlega kókaínfíklar, en ég held að það sé ekki afsökun þessa fólks.
Skil þetta ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2010 kl. 09:55
Hjartanlega sammála þér Ómar. Þökk sé þér fyrir óbugandi dugnað að segja sannleikann umbúðalausan. Meðvituð hugsanaleti og sérhagsmunagæsla ýmissa valdastofnana hér á landi hefur verið með hreinum ólíkindum.
Við getum td. nefnt: Alþingi, ríkisstjórn, stjórnmálaflokkar, lagakerfið, dómstólar, fjármálastofnanir, stofnanir atvinnulífsins (þmt. SA og ASÍ) og síðast en ekki síst fjölmiðlar (þar sérstaklega skattvarpið RÚV ohf.).
Allt þetta launa-áskriftar lið hefur einungis hugsað um sinn bólstraða afturenda, sinn eigin stundarhag og látið eins og ekkert hafi skeð og allt reddist og neitað að horfast í augu við ískaldan raunveruleikann, sem er að valda-báknið er fyrir löngu orðið allt of stórt. Það hlálega við það er að ný-frjálshyggjumennirnir sem boðuðu báknið burt á sínum tíma urðu svo al-duglegastir við að ofskreyta og ofhlaða það.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að það þarf að skera verulega niður í ríkisrekstrinum og af-tálga allt óþarfa skraut og silkislæður. Það er hinn nakti sannleikur sem þú bendir réttilega á.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:03
Það var sláandi að fylgjast með vinnubrögðum íslenskra fjölmiðla í kjölfar ákvörðunar forsetans. Dómsdagsspár, einhæfur hræðsluáróður og neikvæðar fréttir út í eitt. Það var eins og ein allsherjar áróðursmaskína hefði verið sett á yfirsnúning !
Illa komið fyrir Rúv, útvarpi/sjónvarpi allra landsmanna, sérstaklega í ljósi nýlegrar greinar útvarpsstjóra í Fréttablaðinu um það hvernig Rúv beri af þegar talað er um traust.
Sigurður Yngvi Sveinsson, 7.1.2010 kl. 18:53
Blessaður Pétur.
Erfitt er fyrir blinda menn að lýsa fílnum, en ég tel að við séum að tala um sömu skepnuna.
Það er kjarni þjónustunnar sem skiptir máli, og hana þarf að varðveita.
En til að forða allan misskilning, þá er ég af einhverri undirdeild félagshyggjunnar, hef sjálfur kennt mig við Hriflunga, svo ég sé dálítið út úr kú í nútíma umræðu.
Og mér þykir mjög vænt um ríkið, og skattpeninga mína sem þangað fara. Og ég tel að öll heilbrigð samfélög eigi að hafa öflugan ríkisgeira í bland við einkageira. Og ég vil hámarka tekjur ríkisins. Og það er gert með sanngjarni skattheimtu, að um hana sé sátt, og hún dragi ekki úr framleiðslu og vexti hagkerfisins.
Um mörkin má deila, en ég tel að skattaprósentan í frumvarpinu um staðgreiðslu skatta, frá 1987, hafir verið sanngjörn, eða 33% skattur. Síðan liggur virðisaukaskatturinn á bilinu 15-20% og fjármagnsskatturinn á því bili líka. Skattahækkanir umfram þetta þjóna ekki tilgangi því þær draga úr sáttinni og koma hluta af skattgreiðslum niður í svarta hagkerfið, eða úr landi, eða eitthvað. Og þær draga úr vexti til lengri tíma litið.
Sáttin er nefnilega mesta auðlind skattkerfisins.
Og þegar skattar duga ekki, þá er hægt að reka með vissum halla til að byrja með, kollsteypa er alltaf óskynsamleg, en síðan þarf kerfið að aðlaga sig að tekjunum.
Þetta er vissulega allt miklu flóknara, en kerfið þarf ekki að vera flókið.
Og við þurfum uppstokkun. Til dæmis að ímynda okkur að það hafi gosið, og núna sé það skynsemin, ekki sérhagsmunir og leyndarhyggja sem ráði. Og vinna síðan eftir mottói Japana, reyna að gera allt aðeins skilvirkara í dag en það var í gær.
Við erum jú öll á sama báti.
En enn og aftur, þetta er miklu flóknara eins og við báðir vitum, en við erum samt að tala um sama fílinn. Ég held að það gerum við flest.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2010 kl. 22:23
Takk fyrir innlitið Sigurður.
Já, þetta var skelfilegt. Og þá þurfum við að fylla upp í myndina.
Lygin má ekki dafna í skjóli þess að við sjálf viljum ekki berjast fyrir okkar eigin örlögum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2010 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.