Gott hjá þér Ólafur.

 

Það er miklu hreinlegra hjá þér að tala beint við móðurstöðina sjálfa, og útskýra málstað þinn og þjóðarinnar svo hann komist milliliðalaust til bresku þjóðarinnar.  

BBC-ICE hefði aðeins skrumskælt og snúið út úr orðum þínum.  Rakkarnir halda alltaf að gjammið í þeim gleðji húsbændur þeirra.  

Og þeirra húsbændur búa ekki á Íslandi., það eitt er víst.

Breska þjóðin mun skilja málstað íslensku þjóðarinnar um leið og hún fær hlutlausar upplýsingar um hann.  Og hún mun styðja hann því að hún hefur sjálf þurft að heyja grimmilega baráttu við kúgun og yfirgang.

Það var logið í bresku þjóðina að íslenska þjóðin hefði verið í ábyrgð fyrir einkabanka sína.  En breska þjóðin veit alveg hvað "NOT" þýðir.  Og hún myndi sjálf aldrei taka það í mál að fórna heilsugæslu sinni og velferð til að greiða óreiðuskuldir bankamanna sinna í öðrum löndum.

Hún á nóg með sitt.

Alveg eins og íslenska þjóðin.  

Og fólk um víða veröld mun skilja sjónarmið okkar og styðja varnarbaráttu þjóðar okkar gegn villimennsku græðgi og siðblindu.  Því barátta okkar er sammannleg.  Og er háð á nú þegar á mörgum vígstöðvum.

Það skilja allir rétt fólks til mannsæmandi lífs, og rétt þess að þurfa ekki að borga skuldir höfðingjanna.  Það skilja allir um hvað mannréttindi snúast.  Það skilja allir nauðsyn laga og reglna í mannlegum samskiptum.  Og það vita allir til hvers dómsstólar eru.

Heimsbyggðin mun skilja málstað okkar um leið og hún fær réttar upplýsingar frá íslenskum ráðmönnum og íslenskum fjölmiðlum.

Því það skilja allir forsendur siðmenningarinnar.

Það er allir nema SamfylkingarSnatar, innlendir Leppar á kaupi hjá bretum, og aumingja, aumingja, aumingja, aumingja, aumingja vesalings unga fólkið í VG.

En það á eftir að þroskast.  Og þá standa SamfylkingarSnatarnir og Lepparnir einir eftir á móti allri heimsbyggðinni.

Og fólk mun spyrja, hvernig gat þróun mannsandans komist í þvílíkar blindgötur, að ein smáþjóð skuli hafa alið af sér svona hlutfallslega mörg forsmán.

Hvað gerðist á Íslandi á árunum 2000-2008???

Kannski verður þetta nýjasta viðbótin í hópi þeirra ferðamanna sem sækja Ísland heim á næstu árum??  Að mannfræðingar og mannfræðingastúdentar um víða veröld komi til Íslands til að rannsaka stuðningsmenn VG og Samfylkingarinnar???

Og þá má eitthvað jákvætt fá út úr svikum þeirra.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 628
  • Sl. viku: 5621
  • Frá upphafi: 1399560

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4794
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband