Þessi könnun segir aðeins einn skýran hlut.

 

Áhrif BBC-ICE er eina von breta um að gera þjóð okkar að ánauðugum skuldaþrælum.

Og það kaldhæðnislega við þessa könnun er sú staðreynd að öll gamalmennin sem vilja sjá á eftir börnum sínum og barnabörnum úr landi, þau verða það fyrsta sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sker niður.  Það er kostnaðinn við heilsugæslu þeirra og umönnun.  

Í Argentínu, þá sáu börnin um foreldra sína, eftir að meginhluti tekna ríkisins fóru í hít Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og umbjóðenda hans. 

Á Íslandi verða börnin farin úr landi.  

Hvað verður um gömlu ICEsave-sinnana þá??????

Er of seint að iðrast eftir dauðann?????

Kveðja að austan.


mbl.is 67% vilja fella Icesave-lögin úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

ég velti einu fyrir mér, Ögmundur Jónasson sagði á rúv vera fylgjandi þjóðaratvæðagreiðslu, en kaus á móti henni, þýðir það ekki að kaus a mói sannfæringu sinni og þannig rauf þann eyð sem hann sór við það að setjast á þíng.

ef svo er er það þá ekki landráð, í öllu falli á hann að segja af sér, því niður því manni virðist þetta vera einn af fáum með fulla fimm við austurvöll.

Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 00:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Ég styð Ólaf núna, en ég hefði líka kosið á móti þjóðaratkvæðagreiðslu á þingi.  Samdi blogg um það sem má finna þann 30. des.

Ástæða mín var sú sama og hjá Ögmundi, ég vildi að þingið kláraði dæmið, og segði nei við ICEsave frumvarpinu.  

Og í kjölfar þess gerði það sem rétt er í deilunni, að láta lög og reglur ráða för.

En þingið hafnaði þjóðaratkvæði, en samþykkt ICEsave.  Þar með breyttust allar forsendur.  

Og Ögmundur er aðeins að bregðast við nýjum raunveruleika.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2010 kl. 00:39

3 identicon

Sæll Ómar.

Var að hlusta á breska útvarpið, BBC 1. Þar var viðtal kl 22.00 við okkar mann Ólaf Ragnar Grímsson. Hvaða skoðun sem menn hafa á því að hann fari í viðtöl sem þessi þá er það ljóst að Forsetinn gerði Íslandi meira gagn á nokkrum mínútum gagnvart þeim sem á það hlustuðu en þessarri ríkisstjórnarómynd hefur tekist að gera með margra mánaða setu sinni hingað til.

Maðurinn var sómi sverð og skjöldur landsins í þessu viðtali. Það er eitthvað annað en núverandi ráðherrar hafa gert, sem ekki hafa staðið í lappirnar eitt augnablik í viðskiptum sínum við erlenda fjölmiðla þegar kemur að því að halda fram málstað íslendinga.

Rekkinn hefur nú ekki kosið núverandi Forseta fram að þessu, en mun gera það næst ef hann býður sig fram. Ástæðan er sú, að Forsetinn ákvað að beita neitunarvaldi þegar þingið ætlaði sér að þröngva gjaldþroti upp á þjóðina í formi þessarra Icesave laga þvert gegn þjóðarvilja.

Þingið getur sjálfu sér um kennt að hafa ekki fyrir löngu hunskast til að koma á lýðræðisumbótum í formi sanngjarnra laga um þjóðaratkvæðisgreiðslur eins og þjóðin hefur lengi viljað. Þeir virðast ekki skilja það í þinginu að þjóðin vill ekki leyfa þeim að hafa öll völd í hendi sér á milli kosninga.

Nú hefur þingið sennilega framkallað yfir hausinn á sér með sinni framgöngu, að þjóðin mun sennilega krefjast þess nú í framhaldinu að bæði hún og Forsetinn geti framkallað atkvæðagreiðslur um einstök mál. Svona framganga hjá þinginu heitir að gyrða niður um sig sjálfviljugir og taka skellinn.

Rekkinn (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 00:55

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott hjá þér Rekkinn. Ómar stöndum saman forsetinn er að gera góða hluti stend með honum og mun verja hann af öllu afli í þessu máli.

Sigurður Haraldsson, 7.1.2010 kl. 01:11

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rekki.

Ég orti mína stemmu um framgöngu Ólafs.  

Og ég er mikið sammála því að eitthvað vitrænna muni koma út úr öllum þessum átökum.  Það er ef þjóðfélaginu verður ekki rústað áður.

Líka vona ég eftir þeim skilningi að einræði meirihlutans, er ekki lýðræði.  Það þarf að leita sátta og taka tillit til minnihlutans.  Til dæmis er sá sem er í minnihluta í dag, áður í meirihluta, og beitti þá svipuðu ofríki.  

En ofríki er mannskemmandi og lýðræðisskemmandi.

En þetta er búinn að vera langur dagur.  Ég vildi spreyta mig á áróðursvæli Samfylkingar og breta í ICEsave deilunni.  Og það hefur verið nóg að gera.  

Og eftir þennan dag, þá veit ég að við vinnum slaginn.  Rökin standast ekki nána skoðun staðreyndanna, og aðeins eymd í huga má finna á bloggi Samfylkingargreyja.  

Og heimsbyggðin er að ranka við sér.  Fyrst eru það hagfræðingarnir og blaðamennirnir, næst þurfa lögfræðingar Evrópu að rísa upp og verja sjálft réttarkerfið.  Að dómsstólar skeri úr um ágreiningsefni, ekki skriffinnar í þjónustu hins sterka.

Og þær raddir munu heyrast næstu daga.  

En takk fyrir mig og góða nótt.  

Við heyrumst síðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2010 kl. 01:12

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Yfirgnæfandi þeirra sem tekið hafa þátt í netkosningum tveggja erlendra fjölmiðla styður málstað Íslendinga í Icesave-málinu. Um eða yfir 90% telja að Íslendingar eigi ekki að greiða hollenskum og breskum stjórnvöldum vegna Icesave-reikninganna.

EIns og AMX greindi frá í morgun er netkosning hjá breska dagblaðinu Guardian. Spurning blaðsins er einföld: Á að þvinga Íslendinga að greiða [Icesave]? Þegar þetta er skrifað hafa 89,5% þeirra sem tekið hafa þátt í kosningunni svarað neitandi. Ísland sé lítið land sem eigi að gefa tækifæri.

The Wall Street Journal er einnig með netkosningu. Þar er spurningin: Á Ísland að bæta tjón breskra sparifjáreigenda sem töpuðu fjármunum á Icesave-reikningum?

Nær 91% segja að Íslendingar eigi ekki að bæta sparifjáreigendum tjónið. Alls hafa liðlega 3.400 tekið þátt í kosningunni þegar þetta er skrifað.

Kosningin á Guardian

Kosning á The Wall Street Journal

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:35

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

En vandinn er sá, að fólkið sem mun ráða úrslitum í þjóðaratkvæðinu, fylgist ekki með umræðunni, það hlustar aðeins á sitt útvarp, og horfir aðeins á sitt sjónvarp.

Slagurinn um Ísland ræðst á því hvernig við náum að stöðva bretavinina á Ruv.

Þar leynist hinn breski her.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2010 kl. 09:58

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

ja, ég geri nú ekki svo mikið í því, ég bý ekki í landinu..

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 11:23

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Enda ætla ég nú ekki að nota handaflið.

En það þarf að stoppa allan lygavaðal þessa fólks í fæðingu.  Og nota bloggið til að hamra á rangfærslum og blekkingum.

Hvað heitir þetta hjá New York löggunni, "no tolerance"??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2010 kl. 11:37

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Akkúrat! "No tolerance!" Ég var að leiðrétta bull um Icesave á bloggi í Svíþjóð t.d. Enn þar er það þannig að ritstjórn verður að skoða hverja bloggfærslu og samþykkja hana áður enn hún er birt. Ég skrifaði hana í morgun og hef ekki séð hana enn... það er engin að flýta sér hérna..

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 15:42

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Óskar.

Þetta er hugarfarið.

Við vorum fyrst svo skelfilega fá, núna erum við mörg sem viljum gera eitthvað.

Og þannig náum við að sveigja umræðuna inn á okkar brautir.

Sannleikann.

Mér finnst ofsalega margt jákvætt í gangi núna, er stoltur af samlöndum mínum.

Og baráttukveðjur til ykkar í Svíþjóð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2010 kl. 15:55

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tacka tacka! :) Ég geri það sem ég get og fæ stuðnig frá öllum vinnufélugum mínum. Allt normalt fólk styður þetta hvar sem er í heiminum ef það fær réttar og sannar skýringar!

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 1525
  • Frá upphafi: 1321533

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband