Örlítið meir um illa veikt fólk af völdum ICEsave veirunnar.

Fremst í frétt Moggans sem má lesa um í fyrra bloggi mínu, þá kemur kostuleg fullyrðing, sem mig langar aðeins til að benda á.

 

"segir m.a. að synji hann Icesave-lögunum staðfestingar myndi það leiða til þess að staða Íslands í alþjóðasamstarfi væri stórlöskuð.   Hætta sé á að um langa hríð yrði litið svo á að landið væri óábyrgt og stjórnvöld ekki fær um til að taka bindandi ákvarðanir."

 

 

Samúð sú sem kemur þarna vegna þeirra ömurlegra örlaga Leppstjórna, að þegar þeir hafa verið hraktar frá völdum, þá taki engin lengur mark á þeim, er aðdáunarverð.  

Hugsum okkur til dæmis alla þá samninga sem Leppstjórn Sovétmanna í Afganhistan gerði, og núna fer enginn eftir, til dæmis mega Sovétmenn ekki lengur hafa her í landinu.  Og hver urðu örlög Vichy stjórnarinnar, engin tekur lengur mark á undirskrift hennar. 

En það þýðir ekki að gráta Björn bónda, hann er dauður, og leið siðmenningarinnar til að takast á við svona vandamál, var að afnema Leppstjórnir, innrásir og ófrið.

Ef þjóðir deila, þá semja þær eftir þeim lögum og reglum sem um málið gilda

Það gerðu bretar og Hollendingar ekki, þeir kusu að treysta á sína menn í íslenskri pólitík, og þeim tókst að lama stjórnsýslu landsins.  En án hervalds, og núna hefur lýðræðið gripið inn í, og íslenska þjóðin krefst laga og réttar.

Vissulega mun einhverjir skítbuxar, auðmannsleppar og aðrir siðblindingjar, gráta að lög og réttur stjórni málum í Evrópu, en þjóðir Evrópu munu ekki gera það.  Því um leið og Leppstjórn breta hefur verið hrakin frá völdum, þá mun ríkisstjórn íslensku þjóðarinnar, kynna málstað sinn erlendis.

Kynna þau lög og reglur sem um málið gilda.  Og útskýra af hverju sjálfstæð þjóð sættir sig ekki við kúgun og yfirgang. 

Og útskýra að engin sjálfstæð þjóð er bundin af samningum Leppa erlends valds.  Og þó margir í Evrópu munu kannski ekki skilja til fulls lagleg atriði evrópskrar reglugerðar, þá er það sammannlegt að hafa skömm og fyrirlitningu á Leppum, og óhæfuverkum þeirra.

Og íslenska þjóðin mun ekki vera látin gjalda gjörða þeirra.  Kannski strítt dálitið á því af hverju hún þoldi þá svona lengi, af hverju hún reis ekki upp fyrr.  En annars mun hún fá klapp á bakið.

Því það búa ekki villimenn í Evrópu.

Alveg satt.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 1244
  • Frá upphafi: 1412798

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1094
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband