Forsenda friðar 38 í Munchen

 

Var ekki Ástþór Magnússon, hann var ekki fæddur þá, heldur einlæg ósk um frið í Evrópu ásamt ótta við vaxandi veldi Þjóðverja.

Evrópa hafði slátrað æsku sinni á vígvöllum fyrri heimsstyrjaldar, þau sár voru ennþá ógróin þegar Hitler hóf útþenslu sína, vestrænir stjórnmála menn leituðu eftir friði, vildu frið, næstum því hvað sem hann kostaði, á móti voru einræðisherrarnir Hitler og Stalín, í þeirra augum voru stríð og ófriður tæki til að efla völd sín og áhrif.

Friður átti því aldrei möguleika á þessum árum fyrir seinna stríð, en þráin eftir honum veikti vesturveldin, þau voru illa undirbúin fyrir komandi styrjöld.

Með þekktum afleiðingum, gjörsigruð, Bretar héngu aðeins á Ermasundinu.

 

Þessa dagana er ríkisstjórn Donalds Trump að undirbúa friðarviðræður við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu.

Hluti af því ferli hefur verið að tukta til stjórnvöld í Kiev, afsökunarbeiðni Selenskí er hluti af því tuktunarferli.

Áður var hann mýktur upp með því að Bandaríkjamenn hættu að veita úkraínska hernum upplýsingar um yfirvofandi sprengjuárásir Rússa, og fyrir einhverja skrýtna tilviljun þá stórjuku Rússar sprengjuárásir sínar í kjölfarið.

Ef þetta er ekki velheppnuð samvinna, hvað er hún þá???

 

Enginn veit hvernig Bandaríkjamenn sjá fyrir sér hinn svokallaða frið, ef þeir ætla að knýja Kiev til uppgjafar þá er það smánarblettur sem mun fylgja Donald Trump yfir gröf og dauða, slíkt er því mjög ólíklegt.

Líklegast er einhvers konar realismi sem viðurkennir þá staðreynd að Kiev er á þrotum með mannafla, hefur ekki burði til að hrekja Rússana af herteknum svæðum.

Spurningin er þá hvað Rússar gefa eftir, þar reyndir á Donald Trump og þá valkosti sem hann býður Rússum uppá.

 

Evrópa á allt sitt undir að það náist sátt við Rússa, þeir eru bandamenn okkar, ekki óvinir.

Eðlileg samskipti hljóta því að vera markmið þessara friðarviðræðna.

Sem og friður.

 

Megi það verða.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sagður hafa beðið Trump afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2025

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.3.): 24
  • Sl. sólarhring: 624
  • Sl. viku: 4658
  • Frá upphafi: 1430708

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4173
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband