Brandari ársins.

 

Og árið ekki nema nýbyrjað.

 

Hvað sem verður, þá er ljóst að sá sem sprengir í loft upp heilt samfélag, mun ekkert hafa með framtíð þess að gera.

Og það er líka ljóst að til lengdar lifa milljónir ekki í sprengjurústum.

 

Það er líka ljóst að Ísraelsher hefur mistekist að svæla Hamas út úr fylgsnum sínum, og þrátt fyrir stór orð, er ljóst að ísraelsk stjórnvöld hafa ekki kjarkinn til að fara alla leið, að sprengja restinni af Gasa í loft upp og gera Gasaströndina með öllu óbyggilega fyrir íbúa þar.

Líklegast hefur stóri bróðir í Washington bannað það.

 

Það er líka ljóst að átökin i Mið-Austurlöndum eru rétt að byrja.

Það eru ekki bara þessi beinu átök milli Ísraela og nágranna þeirra, afleiðing þeirra á allt efnahagslíf ríkjanna eru gífurleg, og ekki á bætandi.

Það eitt og sér mun kynda undir óstöðugleika og verða frjór jarðvegur fyrir öfga og öfgasamtök.

 

Það er því mikill flótti frá raunveruleikanum að halda að núna sé hægt að setjast niður og ræða framtíðina, hvað þá á forsendum þess sem í augnablikinu ræður yfir mestum sprengjumættinum.

Hvort menn þreytist einhvern tímann á drápunum á eftir að koma í ljós, en að segja eitthvað til á þessari stundu, eru orð út í loftið.

 

Heimsbyggðin heyktist á að stöðva þessi átök í fæðingu með því að fordæma ekki morðárásir Hamas og krefjast þess að þeir sem ábyrgðina bæru yrðu látnir sæta ábyrgð.

Og uppskar að Báli og Brandi, Dauða og Djöfli var fengin stjórn mála, og þeim félögum hefur aldrei fylgt annað en auðn og eyðilegging.

Sem engan endi sér á.

 

Á meðan er ekki sagt;

"Ég vil hafa þetta svona".

 

Það er bara ekki þannig.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísraelar kynna áætlun um framtíð Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 3638
  • Frá upphafi: 1338908

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3253
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband