Forherðing og fall Svanhvítar.

 

Svanhvít Svavarsdóttir vissi að hún var að brjóta lög þegar hún ákvað að stöðva hvalveiðar daginn áður en þær áttu að hefjast.

Hvað henni gekk til er vandséð, var þetta úthugsuð ögrun gagnvart Sjálfstæðiflokknum, jafnvel hugsuð til að sprengja ríkisstjórnina og átti þá hvalveiðabannið að fylkja andstæðingum hvalveiða að baki VG.

Eða var þetta enn ein birtingarmynd valdabaráttunnar innan VinstriGrænna?, því það þarf ekki glöggvan til að sjá formannsgenið í Svanhvíti og að hún telji sit réttborna til að leiða flokkinn.  Og þar flækist Katrín fyrir.

 

En það er þetta með að brjóta lög, það varðar víst við lög, og þó ráðherrar telji sig getað ullað framan í réttarkerfið með því að segja líkt og Svanhvít gerði svo eftirminnilega; "þið stefnið bara ríkinu, það borgar", þá eru samt ákveðin takmörk  á lögbrotum ráðherra.

Og vísvitandi lögbrot Svanhvítar Svavarsdóttur olli bæði fyrirtækju og einstaklingum fjárhagslegum miska, aðeins líkamlegur miski, ofbeldi, morð er alvarlegri en glæpir Svanhvítar Svavarsdóttur.

 

Þá hefði einhver haldið, svona öll þjóðin, að Svanhvít hefði verið búin að æfa auðmýkt sem hún gæti gripið til eftir að Umboðsmaður Alþingis hefði afhjúpað lögbrot hennar og glæpi, að hún hefði óvart gert mistök í umhyggju sinni fyrir hvölum, fengið slæma ráðgjöf (sem hún fékk ekki, þeir starfsmenn ráðuneytisins sem voru ekki undir hæl hennar vöruðu hana við), henni þætti þetta svo leitt, hún væri miður sín, bæðist afsökunar og hún skyldi  aldrei gera svona aftur. 

Bara ef hún fengi að vera ráðherra áfram.

Í þeirri auðmýkt lá vígstaða hennar og gerði það erfitt fyrir Katrínu að véla hana úr ráðherrastóli.

Katrínu segi ég því mikil má einfeldnin vera ef fólk sér ekki að Katrín líður ekki svona atlögu að ríkisstjórn sem hún leiðir, og vill halda saman.

 

Meinið er að Svanhvít Svavarsdóttir þekkir ekki þann skapgerðargalla sem auðmýkt stjórnmálamanns er, og hún brást við á þann eina hátt sem hún kann, hún reif kjaft við lögin, við Umboðsmann, við þjóðina.

"Lögin eru ófullkomin", "barn síns tíma", "ég ætla að endurskoða þau", allt þetta tókst henni að segja í fyrsta fréttaviðtali sínu eftir að álit Umboðs Alþingis lá fyrir, en óheppin Svanhvít var bara ekki að tala við Jóhönnu Vigdísi, eða litlu strákana, heldur fréttamann.

"Það breytir því ekki að þú braust lög", sagði Arnar Björnsson og rammaði inn forherðingu Svanhvítar.

 

Í þessari forherðingu er fall Svanhvítar fólgið.

Eins og Eiríkur Elís Þorláksson, deildarforseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík segir í byrjun viðtengdar fréttar; "Það gengur auðvitað ekki að ráðherra noti opinbert vald og fari gegn lögum af þeirri ástæðu að hún sé lögunum mótfallin og telji þau úrelt.".

Því margt mátt Svanhvít segja en ekki að hún hefði farið gegn lögum því hún væri mótfallin þeim, þau væru ófullkomin og það þyrfti að breyta þeim.

Leikreglum réttarríkisins var jú komið á á sínum tíma til að koma í veg fyrir slíkan geðþótta valdsmanna.

Og forsendur réttarríkisins væru brostnar ef hver einasti krimmi, bankaræningi, fjárdráttari, nauðgari, gæti borið fyrir sig fordæmi Svanhvítar, og slyppi við refsingu sína vegna þess að hann væri á móti lögunum, þau væru ófullkomin.

 

Það hefur síðan verið ótrúleg lífsreynsla að hlusta á vandræðagang stjórnmálanna í kringum þessi lögbrot Svanhvítar, það er eftir að forherðing hennar lá fyrir.

Hún er krimmi, vísvitandi krimmi, það liggur fyrir, og þá tala menn ekki um hugsanleg stólaskipti, hvort þeir verji hana vantrausti eður ei, hvort það dugi að hún segi af sér eður ei.

Eins og það sé mál stjórnmálanna að afgreiða árásir á réttarríkið.

 

Kommon, af hverju telja stjórnmálamenn sig hafna yfir lög og rétt.

Af hverju geta þeir ekki virt leikreglur réttarríkisins??

Eins og við hin.

 

Réttarríkið hefur ákveðið ferli yfir lögbrot Svanhvítar.

Réttarríkið viðurkennir ekki að ráðherra séu hafnir yfir lög og reglur þess.

 

Frekleg brot ráðherra á reglum þess kalla alltaf á afsögn ráðherra.

Og segi ráðherra ekki af sér, á Alþingi að knýja hann til þess.

Síðan þarf hinn fyrrverandi ráðherra að svara til saka fyrir lögbrot sín.

Punktur.

 

Alþingi vanvirðir því þjóðina með leikaraskap sínum.

Sem er ekki nýtt.

 

En Alþingi á ekki að komast upp með að fara gegn réttarríkinu og finna hjáleið svo Svanhvít geti áfram setið á ráðherrastól

Eða sloppið við alla ábyrgð með einfaldri afsögn.

 

Þar liggja mörkin.

Fari Alþingi yfir þau mörk, þá  hefur það unnið sér inn vanhelgi laga og réttar.

 

Vanhelgt Alþingi á ekki að sitja.

Það á að víkja.

 

Þar er ekkert val.

Kveðja að austan.


mbl.is Ráðherraábyrgð kemur til álita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 3638
  • Frá upphafi: 1338908

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3253
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband