Vér glæpablaðamenn!!

 

Við eigum erfitt að starfa með fólki sem er svo einfalt að það heldur að við blaðamenn, við Fjórða valdið, séum bundnir af lögum hinna venjulegu, hinna dauðlegu, þeirra sem eru ekki útvaldir.

Svo ég taki aðeins saman útdrátt úr þessu kostulega viðtali Mbl.is við einn af sakborningunum í eiturbyrlunarmálinu.

Og skýringu hans á að Hjálmar Jónsson var rekinn.

 

Til að stjórn BÍ gæti starfað með skrifstofu félagsins, þá þurfti að reka einfeldninginn.

Skítt með farsæl 20 ára störf fyrir félagið, skítt með almenna viðurkenningu um að Hjálmar er gegnheill í störfum sínum, jafnvel sagt að hann hafi þann fjanda og andskota sem kenndur er við æru.

 

Skattsvikarar og eiturbyrlarar hafa nú fengið grænar bólur af minna tilefni.

Æra, heiðarleiki, að virða lög og reglur samfélagsins.

Hvaða guðlast og klám er þetta eiginlega??

 

Mogginn, greyið því Mogginn í dag nær ekki einu sinni skugganum af því blaði sem negldi tryggð mína við lestur, fyrir ætternisstapa eru gegnir ritstjórar eins og Matthías og Styrmir, alvöru blaðamenn þó þeir kannski fæstir hefðu próf frá kópý og peist femínistadeild Háskólans sem kennir sig við fjölmiðlafræði, sakna samt sárlega Agnesar og rassskellingar hennar á toppinn á allri spillingu undangenginnar ára, til dæmis ráðningu Bjarna á Svanhvíti sem sendiherra, hann, það er Mogginn, gat samt spurt, og hæðst með því að láta textann flæða.

Nakinn á berangri stendur einn af glæpablaðamönnum landsins.

Einn af þeim sem tók fullan þátt í eiturbyrlunarmálinu sem kennt er við Pál skipstjóra.

 

Já Mogginn gat þetta eftir allt saman.

Skyldulesning.

Um blaðamenn á sakabekk sem kunna ekki að verja sig.

 

Áramótaskaup hvað??

Kveðja að austan.

 

Viðauki: Þess má geta að frá því að ég las þetta viðtal við varaformann BÍ, sem vakti þau viðbrögð sem má lesa í pistli mínum hér að ofan, þá leit ég yfir Mbl.is áðan og rakst þá á frétt um grein Hjálmars Jónssonar á Vísi.is.

Það sem ég hef verið að gera grín að og setja í ákveðið samhengi, má lesa um í þessari málsvörn Hjálmars, og vísa í orð hans; "Að telja ekki fram tekj­ur til skatts í eitt ár get­ur verið mis­tök, í tvö ár kannski heimska, en í þrjú ár sam­fleytt hlýt­ur að telj­ast ein­beitt­ur brota­vilji. Í mínu ung­dæmi hétu þetta skattsvik en á ný­ís­lensku nú­ver­andi for­manns heit­ir þetta endurálagn­ing!".  Og visar í skattsvik Sigríðar Daggar.

En kjarninn er samt þessi sem Hjálmar orðar svo vel; "Nú­ver­andi formaður BÍ er illa hald­in af „ís­lensku veik­inni“, sem ég kýs að kalla svo, og felst í því að setja sjálf­um sér sérregl­ur og öll­um öðrum aðrar regl­ur. Það er þjóðarósiður. Ég veit ekki hversu oft ég hef upp­lifað það á fjöru­tíu ára ferli sem blaðamaður, að brota­menn setji í herðarn­ar og segi manni að éta það sem úti frýs, regl­urn­ar gildi um alla aðra en þá.".

Allt vitiborið fólk skilur þessi orð Hjálmars, þó það sé annar þjóðarósiður að stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka koma þessum ósið til varnar, en kannski er von um breytta tíma.  Ennþá hef ég ekki séð neinn þann auman Sjálfstæðismann að verja skipan Bjarna á Svanhvíti Hólm sem sendiherra, skipan sem aðeins vekur upp spurningar um bólfarir viðkomandi og kverkatak í kjölfarið, allavega hefur enginn genginn formaður Sjálfstæðisflokksins reynt einarðlegar að þurrka út kjörfylgi flokksins með slíkri spillingu.

En vörn VG á krimmanum Svanhvíti Svavars slær út alla hugsanlega vörn sjálfstæðismanna á bólförum Bjarna, Sjálfstæðismenn reyna ekki að verja þessar bólfarir, en VG reynir að verja krimma, þess atferlis var skýring nútíma réttarreglna eftir ofríki háaðals og konungs á réttindum borgaranna.

Aumt er VG svo aumara er vart fundið, svo kom vörn glæpablaðamanna á skattsvikum Sigríðar Daggar.

Þetta er ekki einleikið en ég vísa í grein Hjálmars um alvöru þess máls, linkinn þarf að hægrismella því vafri minn býður ekki upp á beinan link, hægri smellurinn er samt þess virði.

 

 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/01/11/einbeittur_brotavilji_og_skattsvik_sigridar/


mbl.is Gátu vart talað saman eftir vantraustsyfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 3635
  • Frá upphafi: 1338905

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 3250
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband