21.9.2023 | 09:13
Rödd skynseminnar óskast.
Hefði getað verið yfirskrift pistil gærdagsins þar sem ég benti á að ekkert leystist með sífelldum bendingum á aðra, vandann sjálfan þyrfti að ræða, orsakir hans og hvað er í mannlegu færi að takast á við hann.
Til dæmis veldur stjórnlaus innflutningur á fólki viðvarnandi skorti á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem aftur ásamt erlendum kostnaðarhækkunum, drífur áfram verðbólguna. Að ræða ekki þann vanda og kenna svo öðru léttvægu um eins og launahækkunum er í besta falli fáviska.
Í þá umræðu vantar rödd skynseminnar, en hún er virkilega til staðar í málflutningi Bjarna Benediktssonar varðandi samgöngumál höfuðborgarsvæðisins og sérstaklega þeirri forheimsku sem lagning Borgarlínunnar er.
Þar er Bjarni með kjarna málsins; Umferðarterroristarnir í Reykjavík vilja þessa útópíu en hvorki borga fyrir hana eða reka. Svona fyrir utan það að Borgarlínan mun engan vanda leysa, blasir við hverjum heilvita manni sem skoðar kort af útþenslu höfuðborgarsvæðisins, ein bein lína er þar eins og krækiber í helvíti.
Borgarlínan er og verður alltaf hagsmunamál verktaka sem sá ómældan gróða í að sprengja upp íbúðaverð í nágrenni línunnar sem og alla fjármunina sem sóað verður í byggingu hennar. Og Dindlar þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur dansa í takt við þá hagsmuni, líkt og þeir hafa gert undanfarna 2 áratugi varðandi eyðingu miðbæjarins undir sálarlausa hótelkassa sem og alltof stórar byggingar á alltof litlum lóðum.
Síðan má benda á að ef menn eiga þessa fjármuni, og vilja í alvöru létta á umferðaþunga á höfuðborgarsvæðinu, að þá geta menn strax á morgun byggt upp alvöru almenningssamgöngukerfi sem þjónar fólki en er ekki sýndarmennskan ein líkt og núverandi kerfi er.
Restina geta menn svo notað til að jafna við jörðu hálfkláraðar nýbyggingar fyrirhugaðs Landsspítala, og byggt nýjan spítala miðsvæðis þar sem er nóg landrými, og góðar samgöngur að honum.
Því þetta er kjarni málsins, almenningssamgöngur virka ekki því menn feisa ekki útþenslu byggðarinnar, þær kosta, en bara miklu minna en umferðarteppur.
Sem og menn virðast ennþá nota aðalskipulagið frá 1930 þegar Reykjavík var lítill bær á útnesi, og eðlilegt að öll miðlæg þjónusta yrði kringum þetta útnes, en ekki uppí holtum og hæðum. Nema núna eru þessi holt og hæðar byggðar, og gamli bærinn aftur orðinn að útnesi eins og hann var í árdaga.
Samt halda menn áfram að hola öllu niður á þetta nes eins og heimskan sé ótakmörkuð auðlind. Skilja svo ekkert í að enginn kemst spön frá rassi til og frá útnesinu.
Það er þarft verk hjá fjármálaráðherra að ræða þessi mál á vitrænan hátt, og vonandi hefur hann úthald í að svara bullinu og ruglinu sem Dindlar verktakanna munu ausa á hann.
Það er margt sem þarf að ræða og ennþá eru mistök sem hægt er að leiðrétta eins og forheimskan um staðarval hins nýja þjóðarspítala.
Stöðu sinnar vegna mun fjármálaráðherra kannski láta ógetið að minnast á að ef umferðarterroristarnir eru einlægir í afstöðu sinni til bættra samgagna á höfuðborgarsvæðinu, þá ættu þeir allir sem einn að segja af sér.
Það væri þeirra framlag til að minnka mengun í heiminum og til að bæta mannlíf í Reykjavík. Því óneitanlega eru það skert lífsgæði að eyða hálfum og heilum deginum fastur í óþef umferðarteppunnar.
Umferðarteppur sem er nítíu og eitthvað prósent af mannavöldum, þar sem umferðarterroristarnir bera megin ábyrgðina.
Það kallast að láta efndir fylgja orðum.
Kveðja að austan.
Vill bíða með framkvæmdir upp á 100 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 21. september 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar