Já, það er ljótt að segja satt.

 

Og Jóni Gunnarssyni hefur kannski orðið það á einu sinni eða tvisvar áður.

 

Eða hvernig halda menn að okkar litla örþjóð geti leyst flóttamannavanda heimsins með því að láta undan stjórnlausum innflutningi flóttamanna á vegum skipulagðra glæpahópa??

Þetta er jú sá glæpaiðnaður sem skaffar mest í dag, meir en framleiðsla og dreifing á eiturlyfjum.

Jón er kannski klaufalegur í orðum og framgöngu, en kjarni orða hans er samt sannur, við eigum að verjast glæpaiðnaðinum, en ekki vera hluti af honum, þó margir geri það feitt að kóa með.

 

En víkjum að þessari frétt sem er tilefni þessa pistils og fyrirsagnar hans.

Og víkjum að síbyljunni sem sveitarstjórnarmenn út í horni uppá Héraði nýta sér í múgæsingu forheimskunnar varðandi Fjarðaheiðargöng.

 

Í það fyrsta vill meirihluti innfæddra á Seyðisfirði ekki þessi göng, það vill enginn borga stórfé vegna átthagafjötra við að lulla í gegnum myrk jarðgöng, þegar sama leið er fljótfarnari í frelsi náttúrunnar, og gleymum því ekki að síðasta vetur þá lokaðist vegurinn yfir Fjarðaheið í aðeins einn dag, oft ófært hluta af degi, en Fagridalurinn, samgönguæð Austurlands var miklu oftar lokaður.

Í öðru lagi er vandfundinn sá vitleysingur sem trúir því að bjartsýn kostnaðaráætlun, sem samt sýnir óheyrilega kostnað miðað við ávinning, standist.

Í þriðja lagi eru Fjarðaheiðargöng rothögg fyrir það þó sjálfbæra atvinnulíf sem þrífst á Seyðisfirði, miklu öflugri þjónusta og verslun uppá Héraði mun toga til sín það sem ennþá lifir.  Hins vegar eru engin dæmi frá því að þéttbýli myndaðist í landi Egilstaða að uppsveitungar hafi sótt sér þjónustu niður á firði, ekki nema þá illa tilneyddir eins og að þurfa að nýta þjónustu Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað.  Sjúkrahús sem þeir hafa grafið undan í áratugi.

Í fjórða lagi er það beinlínis rangt að fullyrða að Fjarðarheiðargöng skipti einhverju máli fyrir samgöngur, atvinnulíf eða menningu á Austurlandi. Seyðisfjörður er ekki hluti af hinu kraftmikla atvinnulífi fjarðanna, þar sem peningarnir sem halda þjónustu uppsveitunga á lífi, verða til, eina sem göngin gera í raun er að túristarnir eru fljótari að koma sér í burtu.

Í fimmta lagi þá er þetta bara svo rosalega heimskt, svo heimskt að trúa að þetta fjárhagslega fíaskó verði einhvern tímann að raunveruleik.

 

Þess vegna þarf stundum að segja sannleikann, þó hann svíði.

Jón Gunnarsson hafði manndóm til þess.

Kveðja að austan.


mbl.is Forseti hnýtir í ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 85
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 5402
  • Frá upphafi: 1338860

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 4750
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband