Villi er með þetta.

 

Þegar tilboð Samtaka Atvinnulífsins dugar ekki einu sinni fyrir hækkun húsaleigu, að ekki sé minnst á útrýmingarkjör verðtryggingarinnar í boði Ásgeirs og Seðlabankans, þá munar alltaf um að fá það sem ekki dugar, afturá virkt.

Eitthvað sem ég veit að Vilhjálmur Birgisson sagði aldrei, til vara hugsaði aldrei í því samhengi sem ég góðfúslega benti á hér að ofan.

 

Vilhjálmur Birgisson, eins ágætur og hann er, er einfaldlega í þeirri stöðu að hvert orð sem hann lætur út úr sér við fjölmiðla þess fólks sem myndi frekar deyja en að lifa með þeirri hugsun að launin sem það borgar fólkinu sem vinnur störfin, dygðu fyrir Þak yfir höfuð, fæði og klæði.

Villi fattar ekki að það er verið að spila með hann út í eitt.

 

Hvort sem það er Mogginn eða ríkisstöð Góða fólksins, sem í dag í reynir að endurtaka hráskinnsleik sinn frá því að Rúv og Góða fólkið gekk erinda breta í ICEsave fjárkúgun þeirra.

Hans orð fá aðeins vægi þegar þau vega að Eflingu og Sólveigu Önnu.

Þess á milli tala þessir miðlar ekki við Vilhjálm.

 

Og í alvöru Villi, þessi kjaradeila hins vinnandi fólks snýst um réttlæti, sið og mennsku, ekki útúrsnúninga um að einhver Ásgeir gæti skoðað meinta olíufursta, þó það væri ekki annað en að einhver Ásgeir yrði ekki seðlabankastjóri út daginn ef sú firra hvarflaði að honum.

Jafnvel asninn í dæmisögunni þekkir illa lyktandi gulrót, hvað þá að hann legði sér eitraða slíka til munns, og þú Vilhjálmur Birgisson áttir að vita að þegar blaðamaður undir hæl Svartstakkanna bað þig að tjá þig, þá snérist það viðtal ekki um sígræðgi og sjálftöku, heldur um hvað Sólveig Anna væri ljót að samþykkja ekki þína góðu samninga.

Sem vissulega voru góðir, fyrir þína félagsmenn, sem hvorki voru tilbúnir í verkfall, eða hið Villta vestur sjálfgræðginnar ógnaði þeirra grunnréttindum að eiga sér Þak yfir höfuð.

 

Þú ert með þetta Villi.

En ekki fyrir þitt fólk.

Og það er sorglegt.

 

Og trúðu mér, þegar Svartstakkarnir eru búnir að vega Sólveigu Önnu, þá ert þú næstur.

Nytsamur sakleysingi fær alltaf sömu örlögin, nema eftir að hann gerir gagn.

 

Er ekki tími til kominn að tengja.

Kveðja að austan.


mbl.is „Seðlabankastjóri ætti að líta á olíufurstana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 294
  • Sl. sólarhring: 531
  • Sl. viku: 4742
  • Frá upphafi: 1329304

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 4173
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 225

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband