Villi er með þetta.

 

Þegar tilboð Samtaka Atvinnulífsins dugar ekki einu sinni fyrir hækkun húsaleigu, að ekki sé minnst á útrýmingarkjör verðtryggingarinnar í boði Ásgeirs og Seðlabankans, þá munar alltaf um að fá það sem ekki dugar, afturá virkt.

Eitthvað sem ég veit að Vilhjálmur Birgisson sagði aldrei, til vara hugsaði aldrei í því samhengi sem ég góðfúslega benti á hér að ofan.

 

Vilhjálmur Birgisson, eins ágætur og hann er, er einfaldlega í þeirri stöðu að hvert orð sem hann lætur út úr sér við fjölmiðla þess fólks sem myndi frekar deyja en að lifa með þeirri hugsun að launin sem það borgar fólkinu sem vinnur störfin, dygðu fyrir Þak yfir höfuð, fæði og klæði.

Villi fattar ekki að það er verið að spila með hann út í eitt.

 

Hvort sem það er Mogginn eða ríkisstöð Góða fólksins, sem í dag í reynir að endurtaka hráskinnsleik sinn frá því að Rúv og Góða fólkið gekk erinda breta í ICEsave fjárkúgun þeirra.

Hans orð fá aðeins vægi þegar þau vega að Eflingu og Sólveigu Önnu.

Þess á milli tala þessir miðlar ekki við Vilhjálm.

 

Og í alvöru Villi, þessi kjaradeila hins vinnandi fólks snýst um réttlæti, sið og mennsku, ekki útúrsnúninga um að einhver Ásgeir gæti skoðað meinta olíufursta, þó það væri ekki annað en að einhver Ásgeir yrði ekki seðlabankastjóri út daginn ef sú firra hvarflaði að honum.

Jafnvel asninn í dæmisögunni þekkir illa lyktandi gulrót, hvað þá að hann legði sér eitraða slíka til munns, og þú Vilhjálmur Birgisson áttir að vita að þegar blaðamaður undir hæl Svartstakkanna bað þig að tjá þig, þá snérist það viðtal ekki um sígræðgi og sjálftöku, heldur um hvað Sólveig Anna væri ljót að samþykkja ekki þína góðu samninga.

Sem vissulega voru góðir, fyrir þína félagsmenn, sem hvorki voru tilbúnir í verkfall, eða hið Villta vestur sjálfgræðginnar ógnaði þeirra grunnréttindum að eiga sér Þak yfir höfuð.

 

Þú ert með þetta Villi.

En ekki fyrir þitt fólk.

Og það er sorglegt.

 

Og trúðu mér, þegar Svartstakkarnir eru búnir að vega Sólveigu Önnu, þá ert þú næstur.

Nytsamur sakleysingi fær alltaf sömu örlögin, nema eftir að hann gerir gagn.

 

Er ekki tími til kominn að tengja.

Kveðja að austan.


mbl.is „Seðlabankastjóri ætti að líta á olíufurstana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ingólfsson

Ómar, elmenningur skilur ekki neitt í því hvers vegna SGS var svo fljótt að ganga til samninga við SA! Og eins ég ofl hafa sagt að sá sem þú nefndir hljóp fram úr sér án þess að hugsa sig um !Kannki var það út af afturvirkum launagreiðslum sem að einhverjir gleyptu gulrótina? En annars þá er það versta við að það skiptir ekki máli ef að til verkfalla komi, þá hefur það sýnt sig að ýmsar ríkisstjórnir hafa sett lög á ýmis verkföll út af kröfu vinnuveitenda ( Samtök atvinnurekenda ) sem voru og eru ennþá hliðholl ofsagróðafyrirtækjum, sem mörg hver hafa borgað litla sem enga skatta til ríkisins, vegna sérsamninga fyrirtækja við Ríkið og eða aðra í orkugeiranum. En almenningur á vonandi eftir að njóta arðgreiðslu Landsvikjunar til lækkunar raforkuverðs! En það er borin von því fjármálaráðherra vill sitt í ríkishýtina!

Örn Ingólfsson, 25.2.2023 kl. 10:16

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Örn.

Ég held reyndar að það hafi verið rétt mat hjá Vilhjálmi og félögum að betri samningur hafi ekki boðist nema gripið væri til verkfallsaðgerða, og ég held líka að það hafi verið rétt mat að það hafi verið lítil stemming fyrir verkfalli rétt fyrir jólin, og já, jólabónus í formi afturvirkrar kauphækkunar var vissulega gulrót fyrir marga.

SGS var því örugglega að gera góðan samning fyrir sig, en þeir voru ekki að gera góðan samning fyrir Eflingu því það myndi enginn á landsbyggðinni vilja leigja í Reykjavík.  Og Efling er með stríðsleiðtoga en Villi er meira svona týpan sem fær sér í nefið, með jafnt vinum sem andstæðingum.  Ekki að hann er eitilharður fyrir sitt félagsfólk, sá besti sem við höfum haft í svona stöðu í mannaminnum.

Villi bara sér ekki að það er verið að misnota hann, allflestir fjölmiðlar eru hluti af þessu vanheilaga bandalagi sem er í heilögu stríði við láglaunafólk í Reykjavík.  Þeir hafa engan áhuga á skoðunum hans, aðeins verið að leita að einhverju sem er hægt að nota gegn Sólveigu Önnu og Eflingu.

Stjórnvöld eru misjöfn en vissulega oftast höll undir sjónarmið atvinnurekanda, og þá sérstaklega stórauðvaldsins núna síðustu áratugina, áður var þetta frekar atvinnulífið svona almennt. En hvernig ætti það að vera annað þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn næstum samfleytt frá lýðveldisbyrjun??, menn eru alltaf nærtækastir sér og sínum.  Ég sé ekki lagasetningu núna nema hún gangi að mestu að kröfum Eflingar, annað er banabiti þessarar ríkisstjórnar, lagsetningin gæti hins vegar verið upphaf að því að menn setjist niður og ræði stöðuna í samfélaginu og hið sífelda ójafnvægi sem virðist vera út um allt, húsnæðismarkaðnum, heilbrigðiskerfinu, samgöngum, vaxtaóreiðan, eiginlega það eina sem virðist vera í lagi það er þátttakan í að vera Memm á alþjóðavettvangi, að fá vera fólk með fólki, maður með mönnum, eins hlægilegt og allt það er.

En sjáum til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2023 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 325
  • Sl. sólarhring: 495
  • Sl. viku: 1528
  • Frá upphafi: 1321411

Annað

  • Innlit í dag: 279
  • Innlit sl. viku: 1305
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband