6.10.2023 | 12:25
Hún barðist.
Og fékk verðlaun, fyrir baráttu sína gegn kúgun Islamista í Íran gegn konum.
Í þeirri baráttu var líf hennar sem og milljóna kvenna í Íran í hættu, dæmin sanna að uppreisn gegn því kynníði Islamista að konur þurfi að hylja líkama sinn, hefur kostað margar heilbrigðar nútímakonur lífið.
Hvort sem það er að mótmæla kynníði í Íran, eða algjöru ofbeldi kynníðinga í Saudi Arabíu, þar sem konur voru fangelsaðar og síðan drepnar ef þær játuðu ekki kynníðingum Íslamista hollustu sína.
Þess vegna er Nóbel Mohammadi vatnaskil fyrir réttindabaráttu kvenna sem hafa það sér til einna saka unnið, að fæðast í löndum þar sem Íslamistar hafa yfirtekið Íslam, og miðaldaviðhorf þeirra gegnsýra þau samfélög þar sem þeir ráða öllu.
Þar sem lífsréttindi og mennska kvenna er undir.
Við Íslendingar í okkar ranghverfu meintrar réttindabaráttu hins kostaða flóttamannaiðnaðar, þar sem kostunaraðilinn er sú mafía sem græðir mest þessa stundina, ómennin sem flytja fátækt fólk til velmegunarinnar á Vesturlöndum, höfum upplifað þetta kynníð, við sjáum ungar stúlkur sveipa sig með slæðum á meðan bræður þeirra eru eins og aðrir drengir.
Rúv jafnvel kaus unga stúlku í helsi kynníðsins sem fulltrúa ungs fólks fyrir vestan, þar hvarflaði að engum að spyrja um óeðlið þar að baki.
Og ekki má gleyma útibúi flóttamannaiðnaðarins, sem hefur lagt undir sig hið aumkunarverða rebel sem kennt er við Pírata, þar er varaþingmaður sem hreykti sér að því, svona fyrir utan feita launatékkann frá ríkinu, að hann hefði tryggt kynníðingi, íslömskum öfgamanni frá Egyptalandi, landvist, og aumingjarnir hjá Rúv birtu athugasemdarlaust viðtal við kynníðinginn, þar sem sást ofurkúguð eiginkona og ungar stelpur í helsi kynníðingsins, í slæðum, nákvæmlega þeim slæðum sem Narges Mohammadi fékk friðarverðlaun Nóbels til að berjast gegn.
Aumara getur fátt verið, fréttafólk ríkisútvarpsins hefur ekki feitan tékka varaþingmanna, sem og þingmanna Pírata sér til afsökunar, varla skyldi maður halda að hinn svívirðilegi glæpaiðnaður, kenndur við flóttamenn hafi grafið um sig með mútum og fyrirgreiðslum á Rúv.
Rúv þykir samt vænt um Íranskar baráttukonur, fréttastofa þess endurvarpaði meintum ásökunum um að kynníð hefði skýrt að íslenskir lögreglumenn hefðu tekið vatn af íranskri baráttukonu sem hlekkjaði sig við báta Kristjáns í Hval, hún var sem sagt fórnarlamb kúgunar og meints rasisma á Íslandi.
Samt fékk þessi kona ekki friðarverðlaun Nóbels.
Það er eins og Norðmenn geri skýran greinarmun á kynníði og veiðum á hvölum.
Og meti jafnvel meira fólk sem berst gegn kynníði og réttindum kvenna þeim löndum og landsvæðum þar sem kynníðingar Íslamista neyða konur til að vera þriðja flokks þegnar, og slæðan er tákn um kúgun þeirra.
Aumingja Rúv, það er eins og það geti aldrei sett puttann á fingurinn.
Að ófrétt sé alltaf frétt, en alvaran sem mannkynið glímir við, sé oftast í aukaatriði.
Nema að það sé ekki tilviljun að mannsalsiðnaðurinn eigi beina rás í fréttastofu stofnunarinnar.
Að Píratarnir séu ekki einu þjónar mannsalsiðnaðarins.
Sem er svo sem líklegt, þar sem gróði er undir og hagsmunir, þá kaupir sá gróði sér vinnufólk, sem ekki spyr, aðeins þjónar.
Eða hver mótmælir óeðli vaxtahækkana Seðlabankans í dag??
Samt hyllum við norska Nóbelinn.
Það er jú til fólk sem hafnar kynníði.
Kveðja að austan
Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 6. október 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar