27.10.2023 | 08:24
Börnin eru leikbúður.
Af holdi og blóði og falla í valinn vegna geðveiki kaldrifjaðra manna, sem í pólitískum hráskinnsleik frömdu voðaverk sem höfðu þann eina tilgang að koma öllu í bál og brand í Miðausturlöndum.
Verði þess menn ekki stöðvaðir þá munu miklu fleiri börn deyja, kannski megnið á svæðinu áður en yfir líkur.
Það er það sem gerist þegar átök stigmagnast og verða að allsherjarstríði.
Og allsherjarstríð er markmið geðvillinganna í Hamas, þeir treysta á að fjöldinn verði Ísraelríki ofviða, það þurrkist út og þeir ráði yfir rústunum.
Börnin er leikbrúður þessa hildarleiks og þessi hildarleikur verður leikinn áfram til enda, nema heimsbyggðin grípi inní og stöðvar hann.
Sem hún mun ekki gera því hvernig er hægt að stöðva botnlaust hatur??
Og hvernig er hægt að leiðrétta það sem gerðist 1948, núna 75 árum seinna??
Hvernig geta menn haldið áfram að réttlæta drápin á óbreyttum borgurum á Gasa spurði sendiherra Palestínu á fundi allsherjarþingsins, og endurtók svo spurningu sína.
En með ræðu sinni var hann samt að réttlæta þau dráp, því sá sem hóf morðæðið verður að viðurkenna sinn hlut af ábyrgðinni, og axla ábyrgð á henni.
Ræða sendiherrans hefði verið réttmæt ef hún hefði komið í kjölfar á yfirlýsingu um að gíslum Hamas yrði tafarlaust leystir úr haldi og að Palestínumenn myndu framselja alla þá sem ábyrgðina báru á voðaverkunum í Ísrael. Jafnframt yrði öllum flugskeytaárásum á Ísrael frá Gasa hætt.
Eftir slíka yfirlýsingu yrði Ísraelsmenn tilneyddir til að hætta árásum sínum á byggðir Gasa, því án réttlætingar varnarinnar er um beinan stríðsglæp að ræða.
Eftir stendur spurningin, af hverju axla Palestínumenn ekki ábyrgð á voðaverkum Hamas og málið dautt??
Og svarið er, átökin voru tilgangur voðaverkanna, við vildum þessa eyðingu, við vildum þessi manndráp, við vildum samúðina og stuðninginn, og við vonumst eftir hildarleik þar sem Ísraelsríki þurrkast út.
Svona er þetta bara, og börnin eru leikbrúður, lík þeirra þjóna kaldrifjuðum tilgangi miðaldra manna sem byggja völd sín á stríði og stríðsæsingum.
Þessir miðaldra menn eru að um allan heim í dag, þó heimsbyggðin ráði aðeins við einn harmleik í einu.
Og þeir stjórna okkur hinum.
Við spilum með.
Það er það sorglegast að öllu.
Svo hverra eru börnin leikbrúður?
Kveðja að austan.
Lík barna, ekki leikfangabrúður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 27. október 2023
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar