Læra má af lexíum sögunnar.

 

Ef Menningarsjóður skyldi taka uppá því að gefa út nýja, myndskreytta íslenska orðabók, þá er öruggt að með orðinu sauðarleggur myndi ekki birtast mynd af sauði, heldur meðfylgjandi mynd af Guðlaugi Þór þar sem hann tilkynnir framboð sitt.

Þá í samhenginu, að útskýra orðatiltækið; Að koma eins og skrattinn úr sauðarlegg.

 

Því hvað gengur manninum til, þessum stærsta pólitíska ölmusaþega útrásarvíkinganna að fara gegn ættarveldi Engeyinga, sjálfur ættlaus með afbrigðum og hefur örugglega fyrst séð silfurskeið á námsárum sínum þegar hann fór að umgangast sér heldri menn.

Þar fyrir utan nær hann vart að vera hálfdrættingar á við Bjarna varðandi pólitíska útgeislun, rökfestu, að ekki sé minnst á mælsku, eða hæfni til að standa í stafni í miðri orrahríð erfiðra mála.

Og sem umhverfisráðherra hefðu Píratar alveg eins getað skipað hann, svo stefnulaus og fyrirsjáanlegur er hann, fljótandi á öldum sýndarmennsku og hávaða dægurumræðunnar, á tímum þegar dauðans alvara er undir að menn taki þess mál alvarlega.

 

Hvað gengur manninum til annað en persónulegur metnaður taparans??

 

En þá skýrði Ruv málið með plantaðri fréttaskýringu sinni um möguleika Guðlaugs, hann hefði nefnilega unnið að þessu lengi, í kyrrþey-inni, með því að koma sínu fólki inní stjórnir og ráð félaganna, þaðan sem landsnefndarfulltrúar eru valdir.

Og upp rifjaðist fyrir mér skemmtileg grein sem ég las fyrir margt löngu, og útskýrði, afhverju Stalín, ómenntaður, grimmur bóndadurgur, lagði að velli mörg velmenntuð glæsimenni í kjörinu um eftirmann Leníns, hann ótalandi, þeir mælskumenn sem blésu eldmóð í brjóst alþýðunnar, fylktu henni að baki sér í byltingunni, og höfðu sigur á andstæðingum sínum, jafnt innlendum sem erlendum herjum sem réðust inní Rússland til að hindra valdatöku þeirra.

Á meðan sat Stalín í skjóli skrifstofunnar, en nagaði ekki blýanta heldur lagði drög að því að gera menn háða sér, kom sínum menn fyrir í flokkstöðum, og það voru flokksfulltrúarnir sem kusu hinn nýja leiðtoga, ekki stríðsmenn vígvallanna.

 

Söguna þekkjum við síðan, en lærdómur er að hæfni eða forystuhæfileikar skipta ekki máli þegar mestu skiptir dugnaðurinn við að draga menn í dilka, og fjöldinn í dilkunum ræður úrslitum í kjöri.

Á þessa lexíu var fréttaskýring Rúv að benda á, hvort matið á styrk Guðlaugs Þórs er annað mál, vandséð hvernig viðkomandi fréttamaður gat haft nokkra hugmynd þar um, enda hugsunin ekki að segja frétt, heldur var um forkynningu á framboði Guðlaugs Þórs, hugsað til að veikja Bjarna, með því tala niður stöðu hans á sama tíma og stjórnkænska Guðlaugs var upphafin.

Það kannski fyndna er að gengið var út frá því að Stalín væri ennþá hér, að forystumaður eða forystumenn gætu stjórnað fyrirfram atkvæðum fólks, að það hefði engan sjálfstæðan vilja til að leggja mat á hæfni viðkomandi frambjóðenda.

 

Burtséð frá því þá er þetta forvitnileg feigð hjá forystu Sjálfstæðisflokksins.

Að ljá máls á flokkadráttum þegar Samfylkingin lauk loksins áralangri eyðimerkurgöngu sinni og kaus til forystu alvöru leiðtoga.

Með pólitíska útgeislun og styrk sem fæst af forystufólki Sjálfstæðisflokksins hefur.

 

Um slíka feigð kann sagan margar lexíur.

Hvort ný bætist í þann lærdómsbanka um næstu helgi mun tíminn leiða í ljós.

 

En þetta væri talið skrýtið í kýrhausnum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Guðlaugur Þór býður Bjarna birginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2022

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440188

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband