21.10.2022 | 16:56
Er til aumara fólk??
Með allt niðrum sig, hundsandi í yfir ár alvarlegt ofbeldiseinelti.
Og hve aum erum við í okkar sérfræðingaveldi að við samþykkjum að ábyrgðaraðilar hins grófa eineltis, hinu aumkunarverðu skólastjórnendur Hraunavallaskóla biðja um frið, að þau hafi aldrei reiknað með að aumingjaskapur þeirra myndi komast í kastljós fjölmiðla.
Bekennum við það??
Og bekennum við þá leitni sérfræðingaveldisins að gera gerendur að meintum fórnarlömbum??
Að þeir eigi svo bágt, að þeir megi níðast á öðrum, beita ofbeldi, jafnt líkamlegu sem og ekki hvað síst, andlegu.
Það er jú atvinnuskapandi, til lengri tíma arðbærari, vekur ekki spurningu um hæfni eða getu, eða hvort nokkur vitglóra sé í hausnum á þessu fólki sem yfirtók ríkispenan, eða kostnaðinn við hið endanlega, kostnað útfarastofa sem hvort sem er er fyrir utan ríkisspenann.
Við hin getum spurt, Hvað með ábyrgðina??
Ábyrgð þeirra sem láta eineltið viðgangast, með vísan í alla þá ferla sem þeir hafa samþykkt, allar þær exel skýrslur sem þeir senda hvort öðru, eða ráðuneytinu, sem reglulega stærir sig af innleiðingu ferla, hvort sem þeir eru heildrænir eða annað, allavega á blaði, eða í það minnsta einhvers staðar þarna útí víðáttu alnetsins.
Og spurt, Af hverju gerðu þið ekki eitthvað??
Datt ykkur aldrei í hug að láta gerendur sæta ábyrgð??
Að við líðum ekki svona hegðun??
Nei, ykkur datt það ekki í hug í öryggi ykkar á ríkisspenanum.
Gleymduð sjálfsagt að biðja um í síðustu kjarasamningum að ykkur bæri skylda til að bregðast við níðingsverkum,
Afhjúpuð, biðjið þið svo um frið og svigrúm.
Eftir stendur spurningin, Hvað ef fórnarlambið hefði dáið??
Hefðu þið sent krans undir liðnum "Óvænt útgjöld"??
Samt líklegast er til aumara fólk.
Það er fólkið sem mætir í viðtöl, líklegast vegna þess að það þiggur laun af ríkispenanum, eða öðrum spenum, og segir ALLT ANNAÐ en að minnast á ábyrgð.
Á ábyrgð gerenda, á ábyrgð hinna fullorðnu sem láta ofbeldið og eineltið viðgangast.
Því þetta snýst jú allt um ÁBYRGÐ.
Að axla hana.
Kveðja að austan.
![]() |
Skólinn tjáir sig ekki og biður um svigrúm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 21. október 2022
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 1440142
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar