Báknið burt.

 

Hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins í áratugi, og miðað við umfang regluverksins og allra þeirra hindrana sem skrifræðið setur almenningi og fyrirtækjum hans, þá mætti halda að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið útlagaflokkur í íslenskum stjórnmálum.

Verið svona síðast í stjórn uppúr miðri síðustu öld.

Báknið burt er samt slagorð hans og þingmenn hans kópera grein eftir grein, ár eftir ár, áratug eftir áratug, og svo er komið að enginn man hver samdi þá fyrstu sem allar hinar byggja á.

 

Sigmundur Davíð kastar sér á þessa hringekju, réttilega, og bendir á hinn bitra raunveruleika sem hamlar og heftir sköpunarkraft þjóðarinnar, er kyrkingaról á alla athafnasemi fólks.

Hann bendir réttilega á "hve íþyngj­andi "báknið" væri orðið fyr­ir lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki í land­inu og sagði að slík fyr­ir­tæki hafi nú þegar verið í vanda stödd áður en heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru skall á.".

Regluverkið er svo flókið og krefjandi hvað varðar alla skriffinnsku, enda hannað af útsendurum Evrópskra stórfyrirtækja i Brussel, að það eitt gerir kröfu um ákveðna stærð fyrirtækja og er því samkeppnishamlandi á lítil og jafnvel meðalstór fyrirtæki.

 

En ábendingum þarf að fylgja alvara og lausnir, annars er Sigmundur Davíð að róa á sömu mið líkt og Óli Björn eða Suðurbæingnum sem langar svo aftur á þing og skrifar margar greinar í Morgunblaðið gegn bákninu.

Því sá sem bendir ekki á lausnina, meinar ekki orð af því sem hann segir, miðin sem róið er á er hrekkleysi eldra fólks sem trúir sömu greininni ár eftir ár, finnst hún alltaf jafnvel skrifuð, en spyr sig ekki, bíddu við, erum við ekki búnir að stjórna síðustu 30 árin eða svo??, af hverju breytist ekkert??

Og það er akkúrat það sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir, hann þykist vara á móti bákninu, en berst ekki gegn því á þann eina hátt sem þarf að berjast gegn því.

 

Því vandinn liggur í EES samningnum og verður alltaf til staðar á meðan sá hjáleigusamningur við Brussel er æðri íslenskum lögum, og gerir í sífelldu kröfu um innleiðingu nýrra reglna, nýrra kvaða, meiri skriffinnsku, þar til ekkert er eftir.

Hvorki andrými fyrir fólk og fyrirtæki, eða sjálfstæði í lagasetningu og stjórnun landsins.

Þar liggur vandinn og við honum þarf að bregðast.

 

Báknið burt.

Ísland úr EES.

 

Ekkert flókið við þetta.

En sá sem segir þetta ekki, röflar eitthvað um að ábyrgðin á regluverkinu og skriffinnskunni sé viðkomandi stjórnarflokka á hverjum tíma, líkt og mér sýnist að sé sá pyttur sem Sigmundur Davíð ætlar að óhreinka sig á, hann er á atkvæðaveiðum.

Vill stjórna, ekki til að breyta, heldur vegna valdanna, vegna kjötkatlanna.

 

Sigmundur Davíð kom inní íslensk stjórnmál sem rebel.

Hefur síðan marga fjöruna sopið, oft farið gegn samtryggingunni líkt og hann gerði í átökunum við hrægammanna, en líka fetað þrauttroðna slóð íslenskra stjórnmálamanna, að segja eitt til að ná völdum, gera svo eins og allir hinir þegar þeim er náð.

Síðustu misseri hefur hann ekki fundið taktinn, reynt að ná til sín þjóðlegum íhaldsmönnum frá Sjálfstæðisflokknum, í þeirri veiðimennsku hefur hann óþarflega lyktað af Trumpisma og populisma, og árangurinn enginn, hann virkar þreyttur og illa rakaður, líkt og hann sé útbrunninn, fylgi Miðflokksins eftir því, útbrunnið.

 

Aftur í ræturnar hefur bjargað mörgum tónlistamönnum í þessari stöðu, átti ekki Paul McCartney frábæra endurkomuplötu fyrir um 15 árum síðan, sem og Brúsinn og Dillanninn, aftur í rætur rokksins, einfaldleikann, sálina.

Og hví gæti slíkt ekki bjargað stjórnmálamönnum líka??

Ha!, aftur í rebelinn, hljómar það ekki ágætlega??

 

Báknið burt er burt með EES samninginn, burt með Orkupakkana, burt með allan reglugerðafrumskóginn.

Verða sjálfstæð þjóð sem á sjálfstæð viðskipti við aðrar sjálfstæðar þjóðir.

Er það ekki það sem hefur reynst þjóðinni best og heilladrýgst?

 

Stígðu skrefið Sigmundur.

Segðu þetta, báknið burt, burt með EES.

Þú hefur hvort sem er engu að tapa.

 

Þjóðin hins vegar tapar öllu ef enginn spyrnir við fótum.

Sjálfstæði sínu, auðlindum, framtíðinni.

Því það er engin auðlegð hjá hjáleigum, og þær eru fyrstar til að fara í eyði þegar kreppir að, eða höfuðbýlið ákveður að hagræða.

 

Báknið burt.

Ísland úr EES.

 

Fólkið sigraði auðmennina í baráttunni um boltann.

Hví getur það ekki sigrað þá í þessu stríði líka??

 

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ósammála um ágæti áherslu stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband