21.4.2021 | 16:42
Þegar Bjarni gengur að björgum heimskunnar.
Og íhugar, að kasta sér fram af, hvað er þá eftir??
Hver getur mótmælt þessum orðum Ingu Snæland, hún vissulega vísar í hagfræðinga, ekki lögfræðinga sem bestu vinir Sjálfstæðisflokksins fjármagna, en samt, gegn orðum hennar þurfa að koma rök.
"Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi spurði hún hvernig sé hægt að réttlæta meðalhóf þegar stór hluti þjóðarinnar hafi verið hnepptur í fjötra síðan faraldurinn hófst. Nú sé tímabært að sjá kostnaðinn af því að standa í landamæraskimunum og öðrum aðgerðum sem miði við að "taka á móti örfáum ferðamönnum sem eiga að bjarga 10% hagkerfisins sem í raun og veru mega og eiga að vera á ís fyrir þau tæplega 90% sem við höfum getað haldið gangandi sjálf".
Inga er ekkert að bulla, Gylfi Zöega, virtasti hagfræðingur landsins í dag, sá sem er mest lærður, með bestu prófin, hefur aldrei verið við stjórnmála kenndur, eða tengdur nokkrum hagsmunum, benti á þá staðreynd að innlenda hagkerfið eftir kóvid kæmi ekki svo illa út.
Í raun væri það á svipuðu róli og það var 2016, sem er eitt besta ár hagsögu þjóðarinnar frá því að hagsagan var skráð, hugsanlega var eitthvað betra á 15. öld þegar skreið frá Íslandi var ígildi gulls á matvælamörkuðum Evrópu, öldina áður en danska einokunarverslunin tók yfir, og arðrændi þjóðina.
Gylfi sagði, jú við töpum milljörðum vegna hruns ferðaþjónustunnar, en hann benti um leið á, að sú verðmætaaukning fór jafnharðan út úr hagkerfinu með launum erlendra starfsmanna, og ekki hvað síst vegna hágengis krónunnar sem gerði það að verkum að íslenska þjóðin eyddi tugmilljörðum erlendis, bæði vegna ferðalaga hennar, sem og netverslunar.
Milljarðarnir sem sparast sagði Gylfi, eru milljarðarnir sem drífa áfram innlenda hagkerfið.
Og Inga Sæland, næstum því blindur öryrki skilur þetta og fattar, og bendir á að lekinn á landamærunum hefur skaðað þetta hagkerfi, vaxtarsprota þess, og mótvægi við hrun þeirrar ferðaþjónustu sem treysti á erlenda ferðamenn.
Bjarni Ben, vel menntaður lögfræðingur, formaður Sjálfstæðisflokksins, fattar þetta hins vegar ekki miðað við andsvör hans.
"Bjarni sagði að nær væri að tala um hversu mikla vernd yfirvöld hafi náð að byggja upp fyrir líf og heilsu fólks með aðgerðunum sem gripið hafi verið til. Eftir því hafi verið tekið hvernig til hefur tekist hér á landi.
.. Árangurinn tali sínu máli. Innlögnum á gjörgæslu hafi verið haldið í algjöru lágmarki í langan tíma og einkaneysla hafi verið umfram spár. Bjartsýni ríki jafnframt í atvinnulífinu. "Það er að fara að birta til og engin ástæða til að fara á taugum á lokametrunum," sagði hann.".
Með öðrum orðum, efnisleg rök hans voru engin nema vísa í að erlendis væri tekið eftir að þrátt fyrir allt væri ástandið betra á Íslandi en í mörgum öðrum löndum.
Sem er alveg rétt, en eftir stendur að spurt var um skaðann sem opnun landamæranna síðastliðið sumar olli, og síðan þann skaða síendurtekinn leki á landamærunum hefur valdið hinu innlenda hagkerfi.
Munum enn og aftur að Inga vitnar í besta hagfræðing þjóðarinnar, og þannig sé hafa miklu fleiri tekið undir orð Gylfa, en Bjarni, hann vitnar í að þrátt fyrir allt hefði tekist vel til að bjarga mannslífum.
Sem er rétt, en ef landamærin hefðu verið varin með öruggri sóttkví, að ekki sé minnst að fávitahátturinn að opna þau fyrir smiti og ferðamönnum síðasta sumar hefði ekki átt sér stað, þá hefði í fyrsta lagi fólk ekki dáið í seinni bylgjunni, og í öðru lagi, þá hefði efnahagslegi samdrátturinn verið miklu minni.
Inga vitna í staðreyndir, Bjarni bara í réttlætingu þess sem á engin rök önnur að þrátt fyrir allt hefði stjórn hans getað verið verri.
Sem er rétt, í heildina litið hefur Bjarni Benediktsson staðið sig afburða vel.
En hann lét undan þrýstingi að opna landamærin.
Og hann var tregur til að tryggja þjóðinni það öryggi sem felst í tvöfaldri skimun og sóttkví þar á milli.
Og þegar ljóst var að landamærin láku engu að síður, þá hafði Bjarni ekki styrk til að láta loka fyrir þann leka.
Af hverju getur hann ekki sýnt auðmýkt og viðurkennt það?? Samviska hans verður hreinni á eftir, og út frá lærdómi mistakanna, sem hann er ekki einn um, getur hann lagt til það sem þarf að gera. Að tryggja þjóðinni eðlilegt daglegt líf, að vörn hennar sé örugg á landamærunum.
Mér varð á, en ég mun gera betur.
Og Bjarni væri stoltur meðlimur á ættartré Engeyinga sem hafa staðið vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og velmegun.
Í stað þess að rífa kjaft við raunveruleikann og spila sig heimskan.
Já, vissulega hans val.
En vonandi fer Bjarni ekki alla leið, og reynir að sameinast Sigríði og hinum vitleysingunum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, með því að kasta sér fyrir björg heimskunnar.
Því þar fer góður biti í hundskjaft.
Kveðja að austan.
![]() |
Stór hluti þjóðarinnar hnepptur í fjötra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2021 | 13:51
Að spila sig heimskan.
Fyrirvarar þess benda á fyrst að sóttvarnir virka, þá séu þær óþarfar.
Þessa forheimsku geirneglir Sigríður Andersen í viðtali við Ruv;
""Ég gerði fyrirvara við málið," segir Sigríður. "Ég hef bent á það að okkur hefur gengið langbest með því að höfða til almennrar skynsemi og samstarfsvilja almennings um að halda veirunni niðri. Staðan núna er miklu mun betri en oft áður hérna innanlands, sérstaklega með tilliti til þess að við höfum verið að bólusetja hópinn af viðkvæmum. Þetta er ástæða þess fyrirvara sem ég set við málið.".
Þegar sóttvarnir okkar hafa fryst samfélagið með fjöldatakmörkunum sínum, mannfagnaðir bannaðir, hrinur árása á þær atvinnugreinar sem þjóna mannfagnaði, þann hluta ferðamannaiðnaðarins sem ætlaði að ná í tekjur með að halda viðburði og annað fyrir innlenda, þá segir Sigríður að árangurinn sé ekki því að þakka heldur að yfirvöld hafi höfðað til almennrar skynsemi og samstarfsvilja almennings.
Og maður getur ekki annað en spurt sig, er alltí lagi með manneskjuna??
Síðan skautar hún algjörlega framhjá því að það birti ekki til í mannlífinu, sóttvörnum fór ekki að linna, fyrr en stjórnvöld tóku upp tvöfalda skimun á landamærum, og lekinn á landamærunum skýrir núverandi bylgju, þá síðustu og hve langan tíma tók að aflétta sóttvörnum haustsins.
Nei, nei, nei nei, það er almenn skynsemi og samstarfsvilji almennings sem skýrir hið góða ástand.
Líklegast er þá hið alvarlega ástand í mest allri Evrópu þá vegna þess að þar hefur almenningur ekki sýnt þennan fræga íslenska samstarfsvilja, en ekki vegna þess að þar var veirunni leyft að malla þar til ekkert annað var í stöðunni annað en að skella öllu í lás, eitthvað sem þó þurfti aldrei að gera hérna.
Hvernig ætli fólki sem jafnvel ítrekað neyðst til að fara í sóttkví vegna hópsmita og varna við þeim, líði að lesa svona þvælu?
Eða hvernig skyldi þeim líða sem hafa illa veikst eða eru í dag að sjá börnin sín veikjast, af illvígum sjúkdómi þar sem eina er vitað að það veit enginn hvenær eftirköstin taka enda.
Hvílík vanvirða við allt þetta fólk.
Það liggur við að maður vorkenni Bjarna að þurfa að glíma við svona víðáttuvitleysu öfga, hans er þó heiðurinn að taka slaginn við það.
Og því miður er málamiðlunin við það ein af skýringum þess að ríkisstjórnin heykist við að stoppa uppí öll göt á landamærunum.
Núna reynir á stjórnarandstöðuna.
Logi, hvar er frumvarpið þitt??
Kveðja að austan.
![]() |
Fyrirvarar við sóttvarnalög hjá Sjálfstæðisflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2021 | 09:39
Maður að meiri.
Viðurkennir mistök, biðst afsökunar.
Sem er virðingarvert og málið í raun útrætt hvað félag hans varðar.
Eftir stendur lærdómurinn, hvað þarf til að fólk snúist sem eitt til varnar, gegn græðgi og yfirgangi örfárra auðjöfra sem eiga því sem næst allan heiminn.
Þeir eiga fjölmiðlanna, þeir eiga stjórnmálin, jafnt til hægri og vinstri, nema kannski fyrir utan hægri populista.
Og þeir hafa hannað efnahagskerfi heimsins upp á nýtt, hvort sem það er hin grímulausa markaðsvæðing Evrópusambandsins kennt við hið frjálsa flæði Hayek og Friedmans, eða alþjóðavæðingin þar sem þrælabú þriðja heimsins hafa markvisst brotið niður framleiðslu Vesturlanda.
En þeir eiga ekki sálina.
Þar setti almenningur mörkin, og sagði, hingað og ekki lengra, "Við höfum fengið nóg"
Alls staðar tengdu stuðningsmenn þetta við græðgi, sjálftöku hins sálaralausa auðs, sem hefur unnið samfélögum þess svo mikið tjón, og ætlaði núna að markaðasvæða sálina í fótboltanum, eyðileggja allt það sem fótboltinn stóð fyrir, peningarnir höfðu vissulega skaðað og brenglað öll gildi í íþróttinni, en hann var samt ennþá allra, allir áttu möguleika, allir gátu keppt við alla.
Viðbrögð sem maður hefði talið eðlileg í aðdraganda hrunsins 2008 þegar tilbúinn auður innbyrðis pappírsviðskipta fjármálakerfisins lagði undir sig raunhagkerfið, og flutti helminginn af því til Kína.
Urðu ekki þá, urðu núna, fótboltinn var hin heilaga kú sem fólk var ekki tilbúið að láta ræna og aflífa.
Þessi mikla reiði, þessi mikla samstaða, og jafnfram sú auðmýkt sem allavega eigandi Liverpool sýndi þegar hann viðurkenndi mistök sín, er ljós í myrkri þeirra hörmunga sem núna dynja yfir heimsbyggðina, og engan endi sér á.
Það eru svipuð öfl sem berjast gegn frelsi veirunnar, kosta andófið gegn henni í gegnum falsfréttir og borgaða sérfræðinga sem tala gegn betri vitund.
Eitt af vopnum þeirra er að beita fyrir sig dómstólum líkt og talsmenn ofurdeildarinnar ætluðu að gera til að tækla viðbrögð fótboltaheimsins. Þessi deila verður leyst fyrir dómsstólum sagði einn fjármálaguttinn í viðtali á Ruv. Sá ekki fyrir viðbrögð hins venjulega, að hann myndi rísa upp, og segja hingað og ekki lengra.
Dómsstólar hafa hins vegar virkað vel í baráttunni fyrir frelsi veirunnar, mannréttindi einstaklingsins vega sterkar segja þjónar þessara afla en mannréttindi fjöldans, rétturinn til að smita er meiri en réttur samfélagsins til að verjast smiti.
Kaos, sundrung, veiran fær að grafa um sig, ný og hættulegri afbrigði hennar fá að þróast, vonin um að bólusetning nái að breyta öllu í fyrra horfs, er fjarlægri, jafnvel að verða að ætt glópa.
Samstaða fjöldans, auðmýkt og afsökunarbeiðni þess sem varð á, og málið afgreitt.
Munum við upplifa það á Íslandi,núna þegar Þórólfur hótar þjóð sinni nýjum sóttvarnaraðgerðum, að hún taki afleiðingum þess vegna þess að hann hefur ekki haft döngun til leggja til lokunar landamæranna, ekki fyrir fólki, því er velkomið að ferðast, heldur fyrir smiti.
Mun ríkisstjórnin biðjast afsökunar á tregðu sinni við skipa fyrir um örugga sóttkví við landamærin, lofa síðan bót og betrun.
Ekki að fyrra bragði, ekki frekar en eigandi Liverpool, heldur eftir samstöðu fjöldans.
Samstöðu fjöldans sem krefst þess að fá hið daglega líf sitt aftur, og nennir ekki lengur að hlusta á lygar og undanbrögð.
Við fengum brauð og leika í gær, aðgerðir sérhannaðar til að koma Pólskum íbúum landsins í örugga sóttkví við landamærin, þeir eru ógnin eins og svarti maðurinn sem sást labba um aðalgötu bæjarins í suðrinu, og var snarlega handtekinn og dæmdur fyrir alla óleysta glæpi síðasta ár, og til vara, alla þá sem voru óframdir á næsta ári.
Treyst er á fordóma okkar gegn þessum ágætu sambýlingum okkar sem vinna fyrir okkur svo mörg skítastörf, dugi til að róa fjöldann, svo áfram megi láta landamærin leka í þágu fjársterkra aðila í ferðaþjónustunni, sem og þess fólks sem getur ekki tekið tillit til neins en sjálfs síns og síns rekstrar eins og Fornleifur lýsti svo vel í gær.
Dugar þessi hráskinnsleikur til að sundra samstöðu fjöldans, á eftir að koma í ljós.
Fer eftir því hvað fólk metur mikils sitt daglega líf og heilsu barna sinna og sinna nánustu.
Hættan fyrir ríkisstjórnina og sóttvarnayfirvöld er náttúrulega nýr leki, og þá framlenging á hörðum sóttvörnum, eða blásið til nýrra um leið og það léttir til á ný.
Ég held að það sé enginn Liverpool andi í stjórnvöldum, og til efs meðal þjóðarinnar.
Við virðumst dálítið valka ein.
En ég er ánægður með endinn á ofurdeildarklúðrinu.
En ég sé ekki fyrir endann á atlögunni að mínu daglega lífi.
Því miður.
Kveðja að austan.
![]() |
Eigandi Liverpool biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 21. apríl 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar