1.4.2021 | 10:18
Nýtt útgöngubann.
Við reyndum að tefja eins og við gátum, eða allt þar til það var bráðnauðsynlegt.
Í öðrum orðum, raunveruleikinn er ekki umflúinn, sama hvaða skoðun þú hefur á honum, sama hvað þú rífst mikið við hann.
Staðreynd sem segir að veiran sem fær að grafa um sig, verður að lokum að óheftum faraldri, og þá er aðeins eitt ráð að stöðva hann, útgöngubann, lokun samfélagsins.
Þetta er skýring þess að ríkisstjórn Íslands greip til aðgerða sinna í síðustu viku, það á að reyna að kæfa hina nýju bylgju í fæðingu, ekki leyfa veirunni að grafa um sig, aðeins þannig er hægt að lágmarka þann tíma sem þjóðin þarf að sæta ströngum sóttvörnum.
Aðeins þannig er hægt að forðast hið óhjákvæmilega útgöngubann.
Eitthvað sem allt fullorðið fólk skilur innst inni þó margir þykist hafa minna vit þessa dagana en guð gaf þeim.
Fumið og fátið við að stöðva þessa veiru á heimsvísu, bæði vegna þess að henni var leyft að grafa um sig svo víða, sem og að framleiðsla og dreifing bóluefna skuli ekki vera eina forgangsmál mannkynsins, að allt sé gert sem í mannlegu valdi stendur að bólusetja alla heimsbyggðina fyrir sumarlok, er farið að hafa afleiðingar.
Sem sérfræðingar óttuðust, þær einu sem máttu ekki gerast.
Frá Brasilíu berast fréttir um að aldrei hafi jafn margir dáið í einum mánuð en núna í mars, skýring þess er nýtt hættulegt afbrigði veirunnar; "Bylgju nýrra smita má rekja að hluta til afbrigðis veirunnar sem er meira smitandi en flest önnur. Afbrigðið er kallað P1 eða brasilíska afbrigðið og getur að sögn sérfræðinga sýkt einstaklinga sem áður hafa smitast af öðrum afbrigðum.".
Ógnin er áþreifanleg og hún mun aðeins breiðast um heimsbyggðina.
Fleiri munu deyja og hugsanlega þarf að hefja allt bólusetningaferlið uppá nýtt.
Þetta er skýring þess að Bretar eru ekki að opna landið sitt þó bólusetningar hafi gengi mjög vel þar í landi, og þetta er skýring þess að þeir ætla banna óþarfa ferðalög landsmanna út fyrir landamærin.
Hérna á Íslandi er hins vegar öll umræða á þá vegu hvernig við getum aukið ferðalög, jafnt þjóðarinnar sem og erlendra ferðamanna.
Við vinnum að því að opna landamærin þegar raunveruleiki veirunnar æpir á okkur að herða sóttvarnir á landamærunum.
Svo langt er vitleysan gengin að ekki vel gefinn ráðherra er farinn að munnhöggvast opinberlega við forsætisráðherra um stefnu ríkisstjórnarinnar, að hún gangi of langt, að veiran sé ekki svo alvarleg ógn.
Og forsætisráðherra virðist halda að það sé lýðræðisréttur sinn á neyðartímum að vera gunga og munnhöggvast við ráðherrann í stað þess að víkja honum tafarlaust úr ríkisstjórninni.
Í hvaða öðru landi kæmi fréttafyrirsögn þar sem forsætisráðherra segist vera ósammála ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að viðkomandi ráðherra gerir opinberan ágreining við stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem hann er í.
Í grundvallarmáli þar sem allt er undir fyrir þjóðina að vel tekst til að hindra útbreiðslu veirunnar út í samfélagið.
Þetta er allt eitthvað svo óraunverulegt.
Eins og við séu stödd í brasilískri sápu og séum aðeins að bíða eftir að leikstjórinn kalli kött, og við getum farið heim í alvöru lífið.
Það verður þegar Katrín tekur af skarið.
Hún mun gera það eða sitja uppi með vorkunn þjóðarinnar ella.
Kata greyið, hún var ekki meiri bógur en þetta.
En þar held ég að Þórdísi hafi vanmetið Katrínu.
You ain´t see all yet.
Kveðja að austan.
![]() |
Nýtt útgöngubann í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 1. apríl 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar