Satt má oft kjurt liggja.

 

En stundum þarf að segja satt, sérstaklega þegar annað er ávísun á þjóðarvá.

Litaspjöld eiga fyllilega rétt á sér á leikskólum, en eiga ekkert erindi inná borð ríkisstjórnar Íslands þegar sóttvarnir á landamærunum eru annarsvegar.

 

Kári kurteis sem fyrr, reynir að milda orð sín;

"Spurður hvort hon­um fynd­ist vit í til­lögu um að lita­merkja svæði eða þjóðir sagði hann að hún væri „ein­hvers staðar á milli þess að vera fá­rán­leg, hlægi­leg og glæp­sam­leg“ og sagði hana „gjör­sam­lega út í hött“.".

Það er fallega sagt hjá honum að þetta sé einhvers staðar á milli, dregur þar með brodd úr orðum sínum.

En þessi barnaskapur er vítaverður á tímum farsóttar, það þarf að verja þjóðina þar til það er búið að mynda hjarðónæmi með bólusetningum.

 

Núna þegar lekinn á landamærunum hefur kostað þjóðina útivistina um páskana, líklegast eyðilagt annað ári í röð keppnistímabil vetraríþrótta eins og handbolta og körfubolta, hrakið börnin okkar úr skólum sínum, svo eitthvað fátt sé nefnt, þá er það ekki líðandi að það sé ekki gert allt sem í mannlegu valdi stendur að stöðva þennan leka.

Leka sem blasir við, er auðstöðvaður, spurningin snýst aðeins um vilja.

Ekkert er hundraðprósent öruggt, það getur komið leki á jafnvel traustu skip en menn halda ekki á sjóinn á lekum fleyjum.

En þannig er háttað með sóttvarnir okkar á landamærunum í dag.

 

Hvað roluháttur er að sætta sig við það??

Að þröngir hagsmunir sem eiga greiða leið að sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, haldi þjóðinni ítrekað í herkví samfélagslegra lokana.

Af hverju rísa þeir ekki upp sem eru ítrekað sendir heim, skornir við trog þessara hagsmuna sem ráða þvert á almanna hag??

 

Þá riðu hetjur um héruð sagði skáldið.

Við eigum samt Kára.

Hann kann allavega mannamál.

 

En fjölmiðlar, blaðamenn, foreldrar, leikarar, íþróttamenn, hví þegið þið allir??

Þögn ykkar er ávísun á fimmtu bylgjuna.

Svo sjöttu.

 

Kári er rammur að afli.

En hann leggur ekki einn þennan þurs sérhagsmunanna.

Hann þarf stuðning.

 

Koma svo.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Gjörsamlega út í hött“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1440174

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband