Erfitt að eiga við ein­beitt­an brota­vilja.

 

Sem er kannski harmur íslensku þjóðarinnar í hnotskurn.

Sóttvarnaryfirvöld reyna og reyna, búa til hindranir og girðingar, en sá sem vill brjóta, brýtur og kemst upp með það.

Eins og það vanti Stalín eða Mússólíni til að takast á við vandann.

 

En er ekki þjóðarvá í húfi??

Bitnar ekki brotavilji Örfárra á okkur hinum??

Og hvaða samúð liggur að baki brotum þeirra og brotavilja, hjá þeim sem valdið hafa, og geta gripið inní.

Barn er vissulega dómsmálaráðherra, en barnið er ekki ríkisstjórn Íslands.

 

Hví er þetta liðið??

Hví er ekki gripið inní??

 

Hvaða djúpu grimmu hagsmunir liggja að baki eða óeðli þeirrar pólitísku hugmyndafræði hinna hægri heimsku sem afneitar afleiðingum hins óhefta faraldrar, sem skýra að fólk með einbeittan brotavilja sæti ekki afleiðingum gjörða sinna??

Réttarríkið líður aðeins afbrot þegar þeir sem með völdin hafa samsinna sig brotaviljanum, eða hafa hag, hvort sem hann er fjárhagslegur eða hugmyndafræðilegur, af hinum meintum brotum.

 

Við erum þjóð í herkví sóttvarna.

Ábyrgðin er ekki okkar, heldur Örfárra sem komast upp með að flytja smitið inní landið.

Stjórnvöld grípa ekki inní.

 

Hví líðum við þetta.

Hví þolum við aftur og aftur samfélagslegar takmarkanir vegna þess að ríkisstjórn okkar stoppar ekki uppí götin á landamærunum??

 

Vissulega hefur hún margt gott gert, en ekki þetta.

Að láta hinn einbeitta brotavilja sæta ábyrgð.

Eða meðtekið lærdóm reynslunnar og brugðist við götum á sóttvörnum á landamærum okkar.

 

Ábyrgðin er ekki okkar.

Heldur þeirra sem með valdið fara.

 

Það er eitthvað að þegar sóttvarnarlæknir ítrekar aftur og aftur, að fólk fer gegn reglunum og kemst upp með brot sín.

Það segir að hann er án stuðnings.

Og við hin erum á milli, erum fórnarlömb þeirra valdabaráttu sem berst gegn lokun landamæranna.

Að hinn einbeitti brotavilji sé ekki viðkomandi einstaklinga, heldur þeirra sem ættu að gera, en gera ekki.

 

Sem verður áfram á meðan við þegjum.

Aðeins hjáróma væl þeirra sem andæfa á móti.

 

Viljum við svo??

Á þetta engan endi að taka??

 

Svarið við þessu snýr að okkur.

Kveðja að austan.


mbl.is Smitið utan sóttkvíar tengist gosstöðvunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betur má ef duga skal.

 

Það hefði verið pólitískt sjálfsmorð fyrir dómsmálaráðherra, örugglega Sjálfstæðisflokkinn, líklegast ríkisstjórnina, ef í upphafi 4. bylgjunnar hefði verið rýmkað á reglum á landamærunum.

Slíkt hefði jafnvel kallað á það neyðarúrræði almennings sem kennt er við borgaralega handtöku.

Almenningur kallar á hertar reglur, að stoppað sé í göt, en ekki að vanþroskað fólk reyni að víkka þau út með óráði sínu.

 

En forherðingin er slík að aðförin að lýðheilsu þjóðarinnar er aðeins frestað, ekki felld úr gildi, ásamt því að lokað er á þá undanþágu frá sóttkví sem einhver pappírsbeðill á að veita.

Veiran er ólæs, hún spyr ekki um vottorð, hún spyr aðeins um ókeypis far milli landa, þó viðkomandi sýkist ekki sjálfur, þá er full ástæða, reyndar sönnuð, að hann geti borið veiruna inní landið.

Hvenær ætlar þetta blessaða fólk, þó það sé ekki komið með þann þroska að geta kallast fullorðið, að fatta, að sóttkví er eina sóttvörnin sem heldur á landamærunum.

 

Girðið ykkur í brók.

Andsk. hafið það.

Og gerið það sem rétt er.

 

Verndið þjóðina.

Verndið samfélagið.

Vernið okkar daglega líf.

 

Við biðjum ekki um annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Fresta gildistöku reglugerðar um landamærin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1440174

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband