4.9.2020 | 17:20
Væl og skæl fólks.
Sem enginn man, enginn veit hvað heitir, á líf sitt undir neikvæðri athygli fjölmiðla, þess vegna er niðurrif það eina sem heyrist frá því.
Ríkisstjórnin er ekki að gera nóg, um það þarf ekki að deila, en hvort þetta fólk hefði gert eitthvað betur, um það þarf ekki heldur að deila.
Svarið er einfalt.
Nei.
Að Miðflokknum undanskildum hefur ekki komið ein tillaga, engin hugmynd, enginn rökstuðningur sem nýtir styrk sjálfstæðs gjaldmiðils og vegur annars vegar kostnað við nauðsynlegar aðgerðir, versus kostnað við að gera þær ekki.
Það voru hagfræðingar útí bæ sem jörðuðu þá heimsku að opna landamærin fyrir smiti, það var hagfræðingur Kviku banka sem jarðaði neikvæð viðhorf Samtaka Atvinnulífsins gagnvart hækkun atvinnuleysisbóta.
Að ekki sé minnst á þau einföldu sannindi að það er fásinna að stæra sig að aðgerðum sem byggjast á skuldsetningu fyrirtækja í nauð, brúarlánin voru úr ranni heimskunnar, endurfjármögnun á hamfaratímum getur aldrei byggst á hugmyndafræði íhaldssamrar fjármálastefnu.
Sem er svona svipað og sjá drukknandi mann í höfninni, en mega ekki henda til hans björgunarhring því regluverkið krefst þess að fyrir liggi undirritað samþykki um þörfina á slíkri hjálp.
Ríkisstjórnin er vissulega að reyna margt og mikið en í raun nær hún ekki að tækla vandann, of seint, of lítið, eða þá ekki neitt eins og virðist vera raunin varðandi neyðarástandið í ferðaþjónustunni.
En stjórnarandstaðan er orðlaus, í svo mörg mörg ár hefur hennar eina innlegg verið upphlaup og hávaði, gífuryrði sem ætluð eru að fóðra fjölmiðlun neikvæðinnar.
Hún hefur ekkert að segja, enga hugmyndir, ekkert nema þrotlaus bið eftir tækifærinu til að naga, væla og skæla.
Einskis nýtt fólk sem er skömm allra sem kusu það.
Bjargráð þjóðarinnar voru raddir að utan.
Það er utan Alþingis.
Þeim að þakka að aftur var lokað á innflutning á smiti, og það eru þær sem verja þjóðina gegn atlögum sérhagsmunanna sem vinna með dauðanum og djöflinum.
Stjórnarandstaðan?
Stjórnarandstaðan!
Já stjórnarandstaðan.
Um hana þarf ekki að hafa fleiri orð.
Kveðja að austan.
![]() |
Lög til að mæta áhrifum veirunnar samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2020 | 08:48
Prófessorinn var þá kvensjúkdómalæknir.
Upplýsir Kári Stefánsson í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann lagði drenginn á kné sér og flengdi.
Sjaldan lesið eins beinskeyttar ögranir til að knýja fram andsvar í meintri faglegri deilu því Kári veit að hann getur teflt fram staðreyndum gegn rökleysu, Kári er að verja grunnrétt almennings að fá að lifa eðlilegu lífi án stöðugra íþyngjandi sóttvarna en engum veit hvað kvensjúkdómalækninum gengur til með skrifum sínum.
Hef svo sem sagt þetta með mínu nefi en hver vill ekki skipta því út fyrir orðkynngi Kára;
" Nú skulum við skoða annars vegar forsendur sem þú gefur þér um faraldurinn og ástandið á Íslandi og ályktanir sem þú dregur af þeim: Þú gefur í skyn að ástandið á Íslandi sé gott og þess vegna eigi að slaka á kröfum við landamæri en herða aðgerðir innan lands. Þarna ertu að snúa dæminu á hvolf. Ástandið á Íslandi er gott og fer batnandi þannig að við getum farið að slaka á sóttvarnakröfum innanlands svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef við hins vegar myndum slaka á kröfum við landamæri er ljóst að smitum myndi fjölga, gögnin sýna það, og við yrðum að herða tökin innanlands þannig að skólar gætu ekki starfað eðlilega, menningarlíf legðist að mestu af og atvinnuvegir aðrir en ferðaþjónusta myndu gjalda. Vegna þess að lítið er um smit á Íslandi viljum við koma í veg fyrir að þau berist inn frá öðrum löndum. Ef mikið væri um smit í landinu væri engin ástæða til þess að verja landamærin með skimunum og sóttkví. Þú leggur meira að segja til að fimm daga sóttkví verði skipt út fyrir heimasmitgát sem væri stórhættulegt vegna þess að hún er skilgreind þannig að það er enginn möguleiki að ákvarða hvort fólk framfylgir henni.
Jón Ívar, þannig er mál með vexti að þótt þú hefðir rétt fyrir þér og Boston væri nafli alheimsins veitir það þér ekki réttinn til þess að halda því fram að ö sé á undan a í stafrófinu. Það er nefnilega fyrir löngu búið að sýna fram á að þótt maður hafi heimsótt mikil óperuhús veitir það enga vissu fyrir því að hann kunni að syngja.".
Það er engu við að bæta.
Kveðja að austan.
![]() |
Stórhættulegt að skipta í heimasmitgát |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 4. september 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1440180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar