30.9.2020 | 16:49
Ef hægt er að mæla siðblindu.
Þá munu vísindamenn seinna meir rífast um hvort sé skýrara dæmi fundur Sigríðar Andersen með sænska fjöldamorðingjanum, eða að uppklapp Morgunblaðsins á þeim fundi.
Persónulega tel ég að Morgunblaðið toppi Sigríði.
Byggi á frétt blaðsins í gær um fórnarlömb Kóvid í Svíþjóð, þar sem hinn nýráðni hægri öfginn á blaðinu náði að kúga fréttastjórann til að birta mynd af eldri manni, þar sem undirliggjandi var hinn heiðni tónn, að þessum hefði hvort sem er átt að kasta fyrir ætternisstapa.
Ég veit þetta vegna þess að svona lágkúra hefur aldrei sést áður á síðum Morgunblaðsins.
Munum að mörg hægri blöð kóuðu með mannvonsku nasismans, áður en til seinna stríðs kom, en Morgunblaðið stóð þá alltaf vaktina með mennsku og manngildi.
Síðan má vísa í forkastanlegt Reykjavíkurbréf, sem annars vegar á eina skýringu, að Davíð sé með elliglöp, og því viljalaust verkfæri, eða hann sé í gíslingu hægri öfga á blaðinu. Líklegast bundinn inní skáp eða í böndum í sumarbústað í ætt við sögur Stellu Blómkvist.
Yfirskrift Reykjavíkurbréfsins var vísan í leigumorðingja, en undirtónninn var að "þau hefðu dáið hvort sem er".
Vitnað var í breskan siðblindingja sem sagði að aðeins 1/3 af kóvid dauðsföllum í Bretlandi væru vegna kóvid, hin hefðu dáið hvort sem er.
Siðblindinginn er líklegast að vísa í að 2/3 hefðu hvort sem er dáið vegna aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma, síðan vísar hann í að óheft flensa hefði hvort sem er drepið fleiri en kóvid eftir sóttvarnir.
Samhengið var grímulaus árás illskunnar á sóttvarnir Borisar Johnson forsætisráðherra Bretalands.
Undirliggjandi árás á íslenskar sóttvarnir.
Davíð er gikkur, en Davíð er ekki illmenni.
Illmenni sem mæra fjöldamorð hafa tekið yfir ritstjórn Morgunblaðsins.
Vika fyrr í sóttvörnum í Bretlandi hefði bjargað um 20.000 manns, vika seinna hefði kostað um 40.000 til 50.000 þúsund mannslíf í viðbót, miðað við veldisaukningu smita og hlutfalls dauðsfalla út frá þeirri veldisaukningu.
Einföld tölfræði, einföld staðreynd út frá grafinu um veldisaukningu smita og dauðsfalla.
Samt ráðast hægri öfgar á Johnson fyrir að grípa til nauðsynlegra sóttvarna, og þær árásir fengu vægi í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins.
Líkleg réttlæting, þau hefðu dáið hvort sem er.
Léttvæg fundin í réttarkerfi Þýskalands sem dæmdi hjúkrunarfræðing fyrir fjöldamorð þó réttlæting hans var að fórnarlömb hans hefðu hvort sem er dáið sökum aldurs eða veikinda.
Hvaða ómenni segja við foreldra sína, afa eða ömmur, að þau megi alveg kafna lifandi vegna kóvid, þið hefðuð hvort sem er dáið fyrr eða síðar vegna aldurs???
Jú hægri öfgar innan Sjálfstæðisflokksins, og ráðandi afl á ritstjórn Morgunblaðsins.
Maðurinn, sem vísvitandi bar ábyrgð á dauða þúsunda, er ekki í fangelsi vegna þess að hann nýtur stuðnings ríkisstjórnar sinnar, hann er upphafinn á síðum Morgunblaðsins, í boði Sjálfstæðisflokksins.
Í boði Bjarna Ben.
Ef þetta væri rétt, þá hefði lítið orðið úr Nurnberg réttarhöldunum.
Að glæpur væri ekki glæpur nema stjórnvaldið sem ábyrgðina ber, væri sigrað.
Og stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna væri skurnið eitt.
Stríðsherrar Afríku eða Balkanskaga væru frjálsir menn, án ábyrgðar, í skjóli hægri öfga.
En þetta er ekki rétt.
Fjöldamorð eru fjöldamorð.
Þýski hjúkrunarfræðingurinn slapp ekki.
Japanski trúarleiðtoginn sem hvatti undirmenn sína til að dæla blásýru í neðanjarðarlestarkerfi Tokyó, hann var hengdur.
Hans afsökun að lögreglan náði að koma í veg fyrir fjöldamorðin var léttvæg fundin.
Í dag eru ekki sóttvarnir á Íslandi.
Hægri öfgarnar í Sjálfstæðisflokknum hafa kúgað ríkisstjórn Katrínu Jakobsdóttur til að falla frá sóttvörnum, það er aðeins skimað og krossað fingur.
Afleiðingarnar þegar komnar í ljós, illa veikt fólk, er komið á spítala, og sumir á gjörgæslu.
Því sænska leiðin, að líða drápsveiruna í samfélaginu, er opinber stefna ríkisstjórnar Íslands.
Veiran má drepa ef hún á fund með fórnarlömbum sínum.
Tegnell verður dæmdur.
En líklegast ekki hengdur.
Hann telur sig ósnertanlegan, en til eru þúsundir mynda af svipuðum ómennum sem fengu sinn dóm að lokum, fallegi einkennisbúningurinn hjálpaði þeim ekki neitt.
Illvirkin stóðu uppúr, og þau voru metin.
Og ekki léttvæg dæmd.
Þetta kallast siðmenning.
Að líða ekki fjöldamorð.
Við eigum heldur ekki að líða fólkið sem mærir þau.
Kveðja að austan.
![]() |
Sigríður ræðir við Tegnell |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggfærslur 30. september 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1440181
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar