28.8.2020 | 23:27
Þetta er ekkert grín.
Er kjarni þessarar átakanlegu frásagnar eins af fórnarlömbum kórónuveirunnar.
Hún veiktist ekki illa af veirunni en hefur glímt við langvinn veikindi síðan, núna í fimm mánuði og enginn endir virðist vera þar á.
Hún er ekki ein, hún er aðeins ein af mörg hundruð af ekki svo stórum hópi sem smitaðist hérlendis og er ennþá að glíma við afleiðingarnar.
Heilsan kemur vonandi en það veit enginn hvort þessi fórnarlömb veirunnar nái nokkurn tímann fullu styrk.
Samt er fólk þarna úti sem vill sleppa þessari veiru lausri á íslenskan almenning.
Það er sárt að lesa þetta viðtal, það er átakanlegt.
Morgunblaðið á þökk fyrir að birta það, en vinnu blaðamannsins er ekki fulllokið fyrr en hann spilar aftur og aftur fyrir hægriöfgann sem skrifaði þessi orð síðasta sunnudag í Reykjavíkurbréf ritstjórnarinnar;
"Freistandi er að líta á þetta tal sem ábendingu um að við verðum að grípa næsta kostinn á eftir hjarðónæminu sem rætt var um og einhenda okkur í að fletja út yfirferð veirunnar og segja það upphátt og gæta þá einungis þeirra sem varnarlausastir eru. Því það er næstum óhugsandi að þetta þýði að við gætum þurft að skella hundruðum eða þúsundum manna reglubundið í fjölbreyttar tegundir af sóttkví, sem sífellt verður ólíklegra að haldi, af því að við séum enn að reyna að gera landið algjörlega veirulaust. Taka verður af skarið ekki seinna en strax.".
Það er ekki nóg að það sé verið kalla eftir dauða hluta samborgara okkar, heldur líka veikla stóran hluta þjóðarinnar því slíkt er óhjákvæmilega afleiðing tilraunar til að ná hér hjarðónæmis.
Einstaklega ógeðfeld sýn í ljósi þess að bóluefni við kórónuveirunni eru þegar komin í almenna prófun víða um heim.
Nei, þá skulum við drepa fólk, eða veikla það.
Í því samhengi megum við aldrei gleyma að það er hrein hræsni að tala um að gæta að þeim sem eru varnarlausastir, þar að baki er ummönnun fólks sem óhjákvæmilega mun smitast ef veiran fær að ganga laus í samfélaginu.
Það er enginn eyland, nema hugsanlega í Svíþjóð, fólk á fjölskyldur, vini, ættingja, það þarf að sinna sínu daglegu lífi, hugsa um börnin sín, versla lífsnauðsynjar og svo framvegis.
Það er fásinna að ætla að það sleppi við smit, og ennþá meiri fásinna að halda að smit þess berist ekki til skjólstæðinga þeirra.
Það mikil fásinna að þeir sem slá fram þessum frasa, vita betur, fásinnan er aðeins ytri réttlæting svo mannhatrið sé ekki eins áberandi, sem og að fóðra heimska hægrið hér á landi.
Svona segir engin siðuð manneskja, og það er eitthvað mikið að á borgarlegum fjölmiðli þar sem raddir fá hljómgrunn.
Kannski hjálpar þetta viðtal við að þagga niðri í hægröfganum, kannski verður það hvatning fyrir aðra blaðamenn til að rísa upp gegn ritstjórn sem líður þetta.
Ef ekki þá er eitthvað mikið rotið uppí Móum.
Þetta er ekkert grín.
Þetta er dauðans alvara.
Illskan á ekki að komast upp með að halda öðru fram.
Kveðja að austan.
![]() |
Fjórar vikur í einangrun en fjóra mánuði frá vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2020 | 13:10
Samherjafarsinn.
Endar með þessu áframhaldi á fjölum Þjóðleikhússins því jafnvel meistari ærslaleiksins, Dario Fo hefði ekki getað látið sér detta í hug sumar leikfléttur sem skemmta landsmönnum þessa dagana.
"Passaðu þig helv., ég tek þig fyrir næst", voru efnisleg skilaboð fyrrum löggu til blaðamanns, hélt að hann væri þegar kominn í vinnu hjá mafíunni.
Og fólk einhvern veginn svo dómgreindarskert að þetta var ekki síðasta verk viðkomandi fyrir fyrirtæki sem berst við að heimta úr mútum æru sína og orðstýr.
Eins og einhver hefði verið búinn að gleyma Gulu Guggunni í sjávarbyggðum landsins.
Þrasið um 8 ára gamla frétt er í þessum dúr, allt gæti örugglega verið rétt hjá Samherja, það þurfti ekki mikla vitglóru til að sjá á sínum tíma að skipulagða aðför var að ræða þar sem Helgi Selja var verkfæri eins og oft áður, en kommon, af hverju var ekki gripið til varna þá.
Vissu menn ekki einu sinni sjálfir hvaða skip þeir áttu miðað við þessi orð Þorsteins Má; "Hann bendir m.a. á að Samherji eigi ekki þrjú af þeim skipum sem fjallað er um í skjalinu.".
Það hefði verið nær að leiðrétta þá á meðan holskeflurnar gengu yfir fyrirtækið eða er þetta eitthvað betra; "Auk þess hafi komið í ljós við lestur skjalsins að Ríkisútvarpið hafi slitið upplýsingar úr því úr samhengi á mjög grófan hátt."
Hver vissi betur um hið slitna samhengi en fyrirtækið sem varð fyrir barðinu á vinnubrögðunum??
Hvað þetta snertir núverandi skítamál Samherja eða þögnina sem fyrirtækið hefur notað til að verja sig, er ekki gott að segja.
Líklegast mun einhver ungur afleysingarmaður sem veit ekki að hann á vera dauðhræddur við sjeffann, missa út úr sér, "égg held að þetta sé ekki að virka", og þá mega Sunnlendingar fara að passa sig og ég held að það sé út um Skagfirðinga.
Í Eyjafirði muna menn ennþá ósigurinn við Örlygsstaði og ennþá er beðið hefnda.
Miðað við sagnfræði þeirra myndbanda sem dælt er á veraldarvefinn í nafni Samherja og miðað við aulaháttinn hjá ráðgjöfum Þorsteins, þá gæti vont alveg versnað.
Svo mikið að loksins verði Sturlunga hefnt og hernámið á Grund verði endurtekið í öðrum héruðum.
Hinn möguleikinn er að menn fái sér bara róandi og íhugi að hollt sé að hlusta á skynsamt fólk en hundsa óráð töffarabjána.
Þau reyndust ekki vel í Namibíu miðað við nýjustu játningu Samherjamanna að þeim hafi láðst að verja dótturfyrirtækin sín fyrir slíkum töffurum.
Þá kannski hætta menn að hóta fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, og taka upp varnir þess í stað.
Halda sér til dæmis við staðreyndir og láta þær vinna fyrir sig.
Sýna jafnvel smá iðrun og eftirsjá, játa smá sekt hér og þar.
Þá virkar kannski kenningin um að allt hefði verið gert í góðri trú og reksturinn þarna suður frá hefði verið samfélaginu þar til góðs.
En að taka Nixon á þetta, þegar hann opnaði munninn í stað þess að fá sér róandi.
Það er ekki leiðin til að vinna áróðursstríð.
Eða nokkurt stríð yfir höfuð.
Því svona handabakavinnubrögð eru í raun yfirlýsing, skrifuð stóru letri á kínversku tákni og er fest framan á meinta sakborninga niðri á torgi, og segir; "Ég er sekur".
Nema það vissu allir að í kínversku menningarbyltingunni þá lugu stjórnvöld og þvinguðu saklaust fólk til að bera slík spjöld.
Samherjamenn hafa bara eitthvað misskilið þetta því það þvingaði þá enginn til að setja slíkt spjald framan á sig, þeir gerðu það sjálfviljugir og þá dettur ekki nokkrum manni í hug að rangt sé sagt til um sektina.
Ótrúlegt að fylgjast með þessu.
Peningar geta greinilega ekki keypt allt.
Allavega ekki heilbrigða skynsemi og dómgreind hins venjulega manns.
Vonum að ungi maðurinn opni bráðum munninn.
Vonum svo að ný Sturlungavíg fylgi ekki í kjölfarið.
En miðað við farsann nú þegar er því ekki að treysta.
Kveðja að austan.
![]() |
Þorsteinn sakar RÚV um óheiðarleg vinnubrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 28. ágúst 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1440182
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar