27.8.2020 | 17:56
Allt kjaftæði þarf að enda.
Klassísk peningastefna lítur á gjaldmiðil sem fasta, að hann sé verðmæti í sjálfu sér.
Samkvæmt henni var það til dæmis ógæfa fyrir Aþeninga þegar þeir fundu silfurnámur í den, að þeir hafi komist í stórskuld við jörðina fyrir vikið.
Gjaldþrot klassískrar peningastefnu er debatið milli tveggja manna sem veðjuðu um hvor þeirra myndi lifa lengur á eyðieyju, sá sem leit á peninga sem æðstu verðmæti, eða sá sem leit á peninga sem mælieiningu á verðmætasköpun í samfélagi.
Sá fyrri fór með kistur fullar af gulli á eyðieyjuna, sá seinni hafði með sér kistur fullar af útsæði og verkfærum, hann lifði, sá fyrri dó úr hungri.
Að því gefnu að ríkissjóður Íslands hafi ekki tekið lán í erlendum gjaldeyri, þá skuldar hann ekki einum eða neinum, ekki eitt eða neitt, því hann og Seðlabankinn er eitt.
Peningaprentun Seðlabankans er peningaprentun hvort sem ríkissjóður er skuldfærður fyrir henni eður ei.
Hún virkar ef það er slaki, en veldur verðbólgu ef svo er ekki.
Hún er til góðs ef hún fyllir upp í gap vegna ytri áfalla, viðheldur þá eftirspurn sem gæti forðað fyrirtækum og jafnvel heilum atvinnugreinum gangandi í gegnum áföllin, sem og að hún getur fjármagnað sprota sem seinna meir gætu ýtt undir verðmætasköpun og hagvöxt.
En hún er til ills ef hlutverk hennar er að fjölga störfum hjá hinum opinbera, starfanna vegna, eða hún ýtir undir eyðslu sem fer beint í að kaupa aðföng erlendis frá. Eða hún hún skapar einhvern spíral sem ýtir undir víxlhækkun kaupgjalds og verðlags.
Þetta eru einfaldar staðreyndir sem byggjast á heilbrigðri skynsemi sem og þeirri staðreynd að við sem þjóð náðum að verjast atlögum landráðafólks sem vildu nýta fjármálakreppuna 2008 til að svipta þjóðinni bæði sjálfstæði sem og sjálfstæðum gjaldmiðli.
Við erum í góðum málum en þær þjóðir sem búa að evrunni eru í djúpum skít hins sameiginlega gjaldmiðils, og þerra eina von er peningaprentun evrópska seðlabankans, eða hvað apparatið heitir sem sinnir þessu hlutverki í Brussel.
Þess vegna eigum við að hætta þessu kjaftæði um skuldir á nafnvirði eða annað sem kastar umræðu um nauðsynlegar aðgerðir á dreif.
Gæfa þjóðarinnar er fjármálaráðherra og seðlabankastjóri sem skilja mikilvægi þess að þenja út ríkisreikninginn á hamfaratímum, en það er ógæfa ef við það er hnýtt eitthvað röfl um að aðgerðir í dag séu einhver ávísun á skuldir og kreppur í framtíðinni.
Þegar það er þvert á móti, aðgerðir í dag koma í veg fyrir kreppur og skuldir í framtíðinni.
Vissulega býr að baki langvinn undirgefni fyrir Mammon og hagfræði andskotans, en ólíkt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sem fórnaði þjóðinni á altari þessarar heimsku, þá hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur undir styrkri stjórn Bjarna fjármálaráðherra hafnað leið skattahækkana eða aðgerðaleysis, heldur mætt kreppunni með mótvægisaðgerðum
Sem draga úr kreppu og skuldum framtíðarinnar.
Höfum þetta á hreinu og hættum kjaftæði um annað.
Slíkt er aðeins fóður fyrir þá sem hugsa um annað en hag almennings og þjóðar.
Kveðja að austan.
![]() |
850 milljarða skuldahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.8.2020 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 27. ágúst 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1440182
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar