24.8.2020 | 17:47
Kjaftshögg ferðaþjónustunnar.
Er síðasta hópsmitið sem tengja má við Hótel Rangá.
Í raun kraftaverk að þetta skyldi ekki hafa gerst fyrr, en þar eiga smitvarnir þakkirnar, skimun við landamærin hefur stöðvað á þriðja tug slíkra mögulegra smita.
Samt rífa menn sig og kenna ríkisstjórninni um heimsfaraldur kórónuveirunnar og afleiðingar hans.
Sjúkleiki fréttamennskunnar er síðan staglið um afbókanir, enginn spyr hvaðan koma þessar afbókanir??
Svona í ljósi þess að Íslandi siglir hraðbyri upp rauða listann um fjölda smita, og slík lönd lenda sjálfkrafa í kröfu um sóttkví við heimkomu.
Af ferðamannalöndum voru aðeins Danir og Þjóðverjar eftir á okkar örugga lista, og Þýskaland er ekki lengur talið öruggt land, ekki frekar en Frakkland, Bretland eða Spánn.
Alls staðar frá Evrópu berast fréttir um fjölda smita.
Og alls staðar er sama skýring gefin, hið heimska fólk sem ferðast í miðjum heimsfaraldri, það smitar við heimkomuna.
Það getur aðeins þakkað mildi tíðarandans að það skuli ekki vera tjarga og fiðrað við heimkomuna, eða grýtt eða hent útí næstu á.
Því dauðans alvara var dauðans alvara fyrir ekki svo löngu.
Út á þessa heimskingja vill íslensk ferðaþjónusta gera, og skiptir hana engu hvaða afleiðingar það hefur á mannlíf innanlands.
Í stað þess að feisa alvöruna, þá eru málaliðar fengnir til að bulla og rugla um sóttvarnir, núna síðast er málgagn stórútgerðarinnar keypt til þess.
Eins og þrugl um sóttvarnir, að ekki sé minnst á illskuna sem að baki býr við að tala þær niður, henti málstað Samherja í nýlegum deilum fyrirtækisins við Ríkisútvarpið.
En hvaða framtíð er í þessari óendanlegri heimsku?
Hvenær segir almenningur í Evrópu stopp við innflutningi á smiti??
Og þar sem mannvonska frjálshyggjunnar hefur yfirhöndina í stjórnkerfinu, hvenær tekur almenningur málin í sínar eigin hendur??
Sagan kann ekki eitt þekkt dæmi frá tímum drepsóttar, að fíflin komist upp með að smita náungann viljandi.
Af hverju ætti undantekning sögunnar að bjarga íslenskri ferðaþjónustu??
Er ekki mál að skurðgreftrinum linni.
Er ekki tími til kominn að láta umræðuna snúast um alvöruna.
Alvöruna sem blasir við öllu því fólki sem mun missa vinnuna vegna heimsfaraldursins??
Af hverju er ríkisstjórnin ennþá með fríspil hvað það varðar??
Af hverju er ekki búið að tilkynna um framlengingu hlutabótarleiðarinnar.
Og af hverju hefur ríkisstjórnin í samvinnu við Seðlabankann lagt drög að endurfjármögnun þeirra fyrirtækja sem örlögin sviptu rekstrargrundvöll á svipstundu??
Hvaða rétt höfum við til að láta þau fara á hausinn á þessum forsendum, og svipta fólk bæði eignum og lífsviðurværi??
Látum Hótel Rangá vera vítið sem vakti okkur til vitundar.
Til vitundar um bjargráð mennskunnar og mannúðarinnar.
Þetta er aðeins verkefni sem er auðvelt að leysa.
En til þess þarf vilja.
Kveðja að austan.
![]() |
Smitrakning og raðgreining enn í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2020 | 15:48
Fólk með einkenni á ferðinni.
Og á meðan er skólum lokað, jafnt leikskólum sem grunnskólum.
Að ekki sé minnst á einangrun aldraðra á hjúkrunarheimilum.
Hver skyldi skýringin vera??
Hugsanlega sú að seinni faraldurinn hefur ekki ennþá bitið.
En hvaða úrkynjaður ræfill, þó karlmaður fullur á hormónum sé, vill sýkja sína nánustu, valda þeim skaða og jafnvel hinn endanlega dóm??
Fáir allavega en sjálfsagt einhverjir.
Eftir stendur falsið, blekkingin, áróður um að kórónaveiran sé meinlaus, og það sé hystería að berjast gegn henni.
Ekki það að ungt fólk lesi Morgunblaðið eftir að myrkrið hóf þar innreið, en það leggst margt á eitt.
Stanslaus suðandi áróður flærðarinnar sem grefur stanslaust undan sóttvörnum.
Áróður sem uppsker.
Aðgæsluleysi, hugsunarleysi.
Smit.
Þar liggur vandinn.
Flærðinni er ekki mætt.
Það er stærsti leki sóttvarna í dag.
Kveðja að austan.
![]() |
Fólk með einkenni á ferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2020 | 08:37
"Minnkandi dánartíðni veirunnar".
Hvaða grimmi sjúkleiki hefur grafið um sig á ritstjórn Morgunblaðsins??
Sem fær blaðamann til að spyrja þessarar spurningar.
"Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé minna banvæn" sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og vísaði þar í upplýsingar að utan.
Ef blaðamaðurinn veit annað þá eiga þær upplýsingar að koma fram í aðdraganda spurningarinnar en ekki vera trikkspurning með fullyrðingu út í loftið.
Hugsuð til að koma því að þetta sé ekki svo alvarlegt eftir allt saman.
Og hver gerir slíkt þegar spurt er um dauðans alvöru?
Fólk hefur ekki dáið á Íslandi, ennþá, vegna þess að það hefur tekist að verja áhættuhópa, sem og að fólk í áhættuhópum passar sig miklu betur en yngra fólk.
Alvöru bylgja hefur ekki brotist út vegna sóttvarna, ekki vegna þess að veiran smitar minna.
Svo er eitthvað fólk þarna úti sem gagnályktar, að fyrst fólk hefur ekki dáið, þá eru sóttvarnir óþarfar, eða það má slaka það mikið á þeim að það er öruggt að nýr faraldur blossi upp.
Látum vera hvað myrkur hefur grafið um sig á ritstjórn Morgunblaðsins.
En að forsætisráðherra þjóðarinnar skuli ekki hafa döngun og kraft til að segja viðkomandi blaðamanni að skammast sín,leiðrétta hann og upplýsa síðan um hvað felst í hinni blekkjandi spurningu, er með ólíkindum.
Er hún virkilega farin að samsinna sig krakkahjörðinni í Sjálfstæðisflokknum, hví getur hún ekki staðið ístaðið eins og Bjarni Ben þessa dagana??
Skurðgröfturinn er dauðans alvara og fullorðið, heilbrigt fólk mætir slíkum skurðgreftri.
Mannsandinn er langt kominn með að þróa bóluefni gegn veirunni ásamt því að þróa lyf sem ná æ betur tökum á veirusýkingum.
Frekari úthald í sóttvörnum er því talið í mánuðum en ekki árum.
Að gefast upp á síðustu metrunum mun kosta mannslíf sem og heilsu samborgara okkar.
Og þeir sem vinna að slíkri uppgjöf eru engu betri en skeggjuðu illmennin sem senda ungt fólk með sprengjubelti um sig til að drepa og meiða saklaust fólk.
Illskan á sér nefnilega fleiri en eitt andlit.
Höfum það hugfast.
Kveðja að austan.
![]() |
Verja bæði heilsu og hag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 24. ágúst 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1440182
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar