21.8.2020 | 11:52
Og ennþá rífst fólk og lætur eins og ekkert sé.
Þrátt fyrir alvarleikann, þrátt fyrir að vitað sé að þessi veira er bráðsmitandi, óútreiknanleg, eina stundina virkar hún næstum meinlaus, þá næstu fellir hún fólk.
Fyrir utan alla sem hún veiklar.
Það er eitthvað mikið að fólki sem lætur svona.
Prinsipp spurningar þarf samt að ræða, og það þarf kjark til þess.
Það er auðveldara að glata frelsi og borgarlegum réttindum, en að ávinna sér þau.
Það má bara ekki gerast á röngum forsendum þar sem lítið er gert úr alvarleik veirunnar, eða jafnvel logið til um staðreyndir.
Þær þurfa að ræðast út frá alvarleikanum, staðreyndum, jafnt um veiruna og hvað er í húfi.
Hvað er í húfi gagnvart lífi og heilsu, en einnig hvaða áhrif sóttvarnir hafa á lif almennings, atvinnu sem og rekstur fyrirtækja.
Við sem erum hlynnt sóttvörnum eigum að virða ótta fólks um atvinnu og eignir.
Og við eigum að gera þá kröfu að samfélagið hjálpist að, að þetta séu sameiginlegar byrðar, ekki aðeins byrðar þeirra sem fyrir barðinu verða og kafna jafnvel undan því.
Ríkisstjórnin upplifir núna á eigin skinni að sóttvarnir hennar eru réttar.
Að innflutningur á smiti er aðeins tímasprengja sem springur fyrr eða síðar, og því rétt að bregðast við á þann hátt sem hún gerði.
Hún upplifir einnig afleiðingar sóttvarna, smitgátt og jafnvel óttann um að vera smitaður, eða hafa smitað aðra.
Frá þeirri upplifun er stutt í aðra, óttann um lífsafkomu sína.
Vonandi verður þetta til þess að hún stígur skrefið sem á eftir að stíga.
Þjóðasáttina um að deila byrðum.
Að við séum öll eitt, ein þjóð í einu landi, og við látum okkur hvort annað varða.
Þá var fundurinn á Rangá til góðs.
Kveðja að austan.
![]() |
Ríkisstjórnin í tvöfalda skimun og smitgát |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2020 | 07:17
Hvernig getur maður sem gerir.
Fyrrum aðalritara Sovéska kommúnistaflokksins, þá Bresnjev og Andropov líflega í samanburði þó á grafarbakka væru, verið boðberi vonar og ljóss.
Hálfdauður maður er ekki slíkur boðberi, hann er staðfesting á tilvist gírugrar valdaklíku sem treystir engum frambærilegum og vill stjórna öllu bak við tjöldin.
Biden er því leikbrúða eða statisti, framboð hans gjaldþrot lýðræðisins vestan hafs.
Það er ef flokksklíkan kemst upp með þetta athæfi sitt.
Skiptir ekki máli hver mótframbjóðandinn er.
Hvort hann er skemill, skelfilegur eða siðblindingi.
Þess þá heldur að bjóða fram valkost, lágmarkið allavega að farmbjóðandinn sé lifandi.
Það er ótrúlegt að sjá þetta.
Ekkert hatur á Trump getur réttlætt að fólk taki undir eða styðji þessa grímulausu aðför að lýðræðinu.
Þennan fingur sem kjósendum er gefið uppí óæðri endann.
Takist þetta, ef Biden verður kosinn, þá er í raun um valdarán að ræða.
Að fólk, sem hefur ekki til þess lýðræðislegt umboð þjóðarinnar, hafi öll völd eftir kosningarnar, og stjórni í umboð manns sem augljóslega hefur ekkert í það að gera, og hans eina hlutverk er að setja X á blað.
Og jú, deyja ekki.
Þeir sem mótmæla hástöfum kosningum hér og þar, ættu núna að líta í eigin barm.
Því trúverðugleiki er undir.
Sem og sjálft lýðræðið.
Kveðja að austan.
![]() |
Biden: Að velja von |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 21. ágúst 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1440182
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar