12.8.2020 | 13:34
Ásættanleg áhætta.
Sagði ferðamálaráðherra um helgina án þess að færa nokkur rök fyrir máli sínu önnur en þau að henni fyndist það.
Skyldi fólkið sem skikkað er í sóttkví núna um hásumar vera sammála henni, eða fyrirtækin sem verða fyrir röskun á starfsemi sinni, skyldu þau líka vera ánægð með hina ásættanlegu áhættu.
Eða fólkið sem er illa veikt og öruggt að margir munu glíma við vanheilsu um langan tíma.
Því hin þöglu fórnarlömb veirunnar, fólkið sem veiktist, sumt bara lítillega, glímir við alvarleg eftirköst, er veiklað, á erfitt með daglegt lif sitt.
Samkvæmt rannsókn í Whuan er 90% covid sjúklinga ennþá að glíma við eftirköst vegna lélegrar lungnastarfsemi, eina vonin er að reynsla af SAR veirunni bendir til þess að þetta gangi yfir á 3 árum.
Að veikla fólk, að meiða fólk viljandi, kallar ráðherra ferðamála ásættanlegu áhættu.
Að loka gamalt fólk inni og meina því um heimsóknir, eftir langa og stranga einangrun fyrri faraldursins, kallar hún ásættanlega áhættu.
Að eyðileggja allt sem tengist mannfagnaði núna seinni part sumars, kallar hún ásættanlega áhættu.
Og til hvers??
Til að aðrar þjóðir loki á ferðir hingað??
Til að landið lendi á rauðum lista landa sem taka sóttvarnir alvarlega og vilja ekki innflutning á smiti inn fyrir landamæri sín??
Eystrasaltslöndin um helgina.
Grænland í gær.
Noregur í dag.
Aðeins Þýskaland og Danmörk eftir og aðeins tímaspursmál hvenær þau skella líka í lás.
Eftir stendur hnípin þjóð, innilokuð, ærulaus, smituð.
Án ávinnings.
Án nokkurs annað en glataðra tækifæra.
Að fá lifa í landi án ótta.
Kveðja að austan.
![]() |
Ísland rautt í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 12. ágúst 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 135
- Sl. sólarhring: 505
- Sl. viku: 3604
- Frá upphafi: 1481836
Annað
- Innlit í dag: 121
- Innlit sl. viku: 3188
- Gestir í dag: 121
- IP-tölur í dag: 121
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar