27.7.2020 | 22:41
Fleiri verða dregnir fyrir dóm áður en yfir líkur.
Til dæmis þeir sem bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Svíþjóð.
Og þeir sem hleyptu veirunni inní landið okkar eftir að það vor orðið smitlaust, munu þurfa að axla ábyrgð.
Af hverju ætti venjulegt fólk að sætta sig við að vera kippt úr út samfélaginu og sett í sóttkví vegna afglapaháttar yfirvalda??
Við erum kannski mörg, en ekki öll sem sættum okkur við að vera dregin í dilka líkt og sauðir, án nokkurs vilja, sítakandi ofan húfu og hatt fyrir valdinu, jarmandi í kór um að svona eigi samfélagið að vera.
Í herkví yfirvalda, lifandi í sífelldum ótta við hið innflutta smit.
Það mun einhver segja, það var frumskylda ykkar að vernda okkur, en þið gerðuð það ekki því þið tókuð hagsmuni fárra fram yfir hag fjöldans.
Og sú ákvörðun er ekki án ábyrgðar.
Hinsvegar skulum við öll vona að glópalánið komi enn einu sinni til hjálpar, og smit verði einangruð áður en þau nái til áhættuhópa með tilheyrandi hættu á mannfalli.
En verði mannfall..
Þá er það manndráp af yfirlögðu ráði.
Seinni bylgjan er mannanna verk.
Og hún verður aldrei órefsuð.
Kveðja að austan.
![]() |
Vilja að viðbrögð Bolsonaro verði rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 27. júlí 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1440182
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar