Þá vitum við það, Óefni þarf til að lýst verði yfir allsherjarstríði við veiruna og henni útrýmt úr íslensku samfélagi.
Og rökin eru skýr;
" Slíkt væri tjón fyrir samfélagið og valda gríðarlegu tjóni. Það yrði mikið samfélagslegt tjón af útgöngubanni. Meðan við teljum það ekki skila sérstökum árangri þá er engin ástæða til að skemma samfélagið frekar, sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og bætti við að núgildandi samkomubann hefði þegar haft gríðarleg áhrif á samfélagið.".
Útgöngubann myndi valda gífurlegum skaða bætir Þórólfur sóttvarnarlæknir við.
Gott og vel, höggið fyrir kínverskt samfélag var gríðarlegt þegar allt mannlíf var stöðvað í Hubei héraði, en það vill gleymast að þrátt fyrir stífar sóttvarnir með allskonar bönnum þá hélt framleiðsla áfram annars staðar í landinu.
Hefði sóttvarnarlæknir ekki viljandi hleypt veirunni inní landið þá værum við í sömu stöðu og Kína fyrir utan Hubei, fyrir utan ferðamannaiðnaðinn þá gengi mannlífið nokkurn veginn eðlilega, hefði allavega gert það fyrstu vikurnar þó veiran hefði samt sýjast inní landið og ýmsar hömlur væru komnar líkt og í löndum Austur Asíu sem skáru á smitleiðir strax í upphafi en eru auðvitað í stöðugu stríði við þennan vágest.
Sóttvarnarlæknir fékk síðan annað tækifæri til að grípa inní þegar hann gat gripið til hertra ráðstafana vikuna eftir að ljóst var að veiran væri komin í dreifingu, jafnframt lokað á sýkt svæði, þá hefði höfuðborgarsvæðið verið okkar Hubei. Þar hefði mannlíf verið háð stífum takmörkum eins og í dag, en á landsbyggðinni snérist allt um að koma í veg fyrir smit, en lífið gengi annar sinn vanagang.
En þetta var ekki gert, þá skipti hið samfélagslega tjón litlu miðað við að ekki mætti hefta ferðafrelsi fólks eða rétt þess til að haga sér eins og fífl á tímum drepsóttarinnar.
Vissulega liðið en við þurfum að átta okkur á hvernig ný og ný rök dúkka upp þegar tekist er á við afleiðingar fyrri afglapa.
Núna má ekki skemma samfélagið meira en þegar er búið að skemma það vegna þess að réttar ákvarðanir voru ekki teknar í tíma.
Nema þegar allt er komið í óefni.
Við þetta er tvennt að athuga og tökum það léttvægara fyrst.
Það var allt lokað í Hubei í átta vikur en núna er mannlífið að seytla í eðlilegan farveg.
Okkur er sagt að það versta verði búið uppúr miðjum apríl, en bíddu við, hvað hefur breyst þá?? Er veiran búin að tilkynna brottför sína úr landi??, eða halda menn að þá verði ósmitað fólk komið með vottorð frá guði um því sé óhætt að heilsa upp á náungann og veiruna??
Auðvitað ekki, ef ekki er komin lækning, eða veirunni útrýmt, þá blossar hún upp að nýju, og þá er annaðhvort tekin önnur hringekja með tilheyrandi samfélagslegu tjóni, eða hún verði þá bara látin drepa að vild, sem reyndar var hin óopinber stefna sóttvarnaryfirvalda á Norðurlöndum en aðeins Svíar halda ennþá fast við.
Svo stóra spurningin, hvernig endar þetta, hvert verður hið endanlega tjón þegar dæmið er gert upp.
Tveir mánuðir í algjört stopp (þó er lítið mál að skipuleggja grunnatvinnuvegi þannig að þeir héldust gangandi, þetta væri bara eins og að fara á vertíð í gamla daga), eða margir mánuðir í limbó þar sem samfélagið er hvorki lifandi eða dautt.
En stóra málið, það sem skiptir öllu var einu sinni orðað þannig.
Mannslíf er ekki metið til fjár.
Og þó það sé reynt að draga úr mennsku þeirra sem eru í lífshættu eða þegar dánir með þeim orðum að um undirliggjandi sjúkdóma sé að ræða, eða svo ég vitni í hroðann eða ómennskuna sem felst í þessari lýsingu; " Sex eru á gjörgæslu Landspítalans og allir í öndunarvél og eru sjúklingarnir allir um og yfir sjötugt.", þá er þetta samt mannslíf.
Og allavega þegar ég var ungur og lærði þessa grunnhugsun mennskunnar, þá var mér sagt; Mannslíf eru ekki metin til fjár. Og aldrei var minnst á þá undantekningu "nema um aldraða eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé að ræða, þá má meta það".
Við erum í dag á hnífsegg, smit eru að berast inná stofnanir okkar sem hýsa aldraða, og smit dreifast um heilbrigðiskerfið okkar.
Því drepsótt er ekki hægt að stýra, sama hvað hinir hrokafullu segja.
Og þá kemur óefnið, þá á alltí einu verið hægt að grípa til hina eina ráðs sem dugar á drepsótt, að drepa hana áður hún drepur okkur.
Sem er útgöngubann á meðan lækning er ekki til.
Samt finnst Hjarðhegðun heimskunnar þetta vera spurning.
En ég get svo svarið, að ef fólk á Ítalíu eða Spáni, hvort það hefði viljað fara í útgöngubann 3 vikum fyrr en það var gert, fengi það til þess annað tækifæri, þá veit ég hvert svar þess yrði.
Fengi það tækifæri til þess, þá myndi það ekki bíða eftir Óefninu.
Því sú bið er ekki mannslífa virði.
Því virðing fyrir mannslífum er forsenda mennskunnar.
Kjarni siðmenningar okkar.
Við verndum mannslíf.
Öll.
Alltaf.
Þar er ekkert val.
Það er skylda.
Skylda okkar allra.
Kveðja að austan.
![]() |
Ekki búist við harðari aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2020 | 14:54
Hættum að taka sýni.
Og vandinn er úr sögunni.
Prófum fáa og við höfum fulla stjórn.
Ha, ha, ha.
En samt virkar þetta svoleiðis.
Morgunblaðið tók viðtal við konu sem hafði sýkst án þess að hitta Ítalíusmitbera, og þar sem böndin bárust að erlendum ferðamönnum á vinnustað hennar, þá fékk hún ekki sýnatöku fyrr en seint og síðar meir.
Á feisbókinni er fólk að deila svipuðum reynslusögum.
Það er ekki mælt, og þar með kemur það ekki fram í tölfræðinni.
Því er vissulega ráðlagt að halda sér í sóttkví en smit þess eru ekki rakin.
Undirliggjandi er að þegar pest er útbreidd þá er ekki hægt að mæla alla.
En vandinn er ef menn fara að álykta út frá hinn brengluðu tölfræði, eins og til dæmis á Ítalíu þegar menn fundu út að það væri farið að hægja á faraldrinum, heimild andlát á spítölum sem voru löngu sprungnir og fólk dó í hrönnum heima hjá sér eða á stofnunum.
Sem voru ekki með í hinni opinberri tölfræði.
Eitthvað svipað var hér í gangi í vikunni.
Með því að draga úr sýnatöku var hægt að sýna fram á að hægt hefði á veldisaukningunni, og fyrir utan sjálfshólið að við værum þá sú þjóð sem hefði náð mestum árangri í Evrópu, þá var hin brenglaða tölfræði notuð sem réttlæting þess að ekki þyrfti að herða aðgerðir.
Sem má vera að sé rétt en ranga forsendu má aldrei nota sem réttlætingu mikilvægra ákvarðana.
Forheimskan var það mikil að menn héldu blaðamannafund í vikunni þar sem greint var frá endurskoðaðri spá þar sem ætlað var að smit yrðu um 1.200.
Í dag vantar 240 jákvæð sýni og þá er sú spá sprungin.
Eftir stendur, er hægt að treysta fólki sem ítrekað bullar í mati sínum á alvarleik faraldursins??
Hvern er verið að blekkja og til hvers??
Hvern er verið að blekkja??
Og til hvers??
Það er tími til kominn að fá svar við þeirri spurningu.
Kveðja að austan.
![]() |
Smitin orðin 963 í heildina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2020 | 10:43
Það fannst einn sem þorði.
Að benda á hinn nakta keisara.
Sem hafnar staðreyndum, hafnar vísindum og leyfir vinstri höndina að laumast til að skemma það sem sú hægri af myndarskap byggir upp af vörnum gegn vágestinum sem var viljandi leyft að dreifast um samfélög okkar.
Viljandi, feisum það því sóttvarnaryfirvöld neituðu að loka á smitsvæði, sögðu að það væri ekki hægt, of mikið rask eða eitthvað.
Svo var lokað þegjandi og hljóðalaust nema erlendir ríkisborgar fengu að dreifa smiti og fá enn nema faraldurinn hefur því sem næst stöðvað flæði þeirra.
Ekki íslensk sóttvarnaryfirvöld.
Það veður að halda þessari sögu til haga þar til hún er viðurkennd, því sá sem viðurkennir mistök sín, reynir að bæta úr þeim með því að verða ekki á sömu mistök.
Rannsóknir frá Kína sýna að smituð en einkennalaus leik og grunnskólabörn smita, jafnt starfsmenn sem fjölskyldu sína.
Þar er smitleki sem verður að loka.
Að loka af ósmituð svæði virðist virka í Kína, og hefur virkað í gegnum söguna þar sem smit berst á milli með fólki og menn hafa stjórn á leiðum inn og út.
Ég hef fyrr spurt af hverju er ekki hægt að vernda Raufarhöfn fyrst það var hægt með Peking og ég get líka spurt, af hverju er erfiðara að verja Þórshöfn en Shanghai.
Og ég ítreka, að sá sem valdið hefur og neitar ósýktum svæðum um vernd, hann ber ábyrgðina ef einhver sýkist og deyr.
Hann og enginn annar.
Vonandi fær Vilhjálmur vitiborna umræðu í sóttvarnarráði þar sem almenningur fær að heyra rökin með og á móti.
Þá fær þjóðin kannski skýringu á þessu 1 til 1,5 ári sem sóttvarnarlæknir segir að þurfi að halda smiteinangrun til að hún virki.
Whuan var opnuð eftir 60 daga, og þó það sé mikið framboð af heimsku í Hjarðhegðuninni, þá er jafnvel fyrir hana erfitt að teygja 60 daga uppí 365 daga, hvað þá yfir 500.
En Kína lokar á smit frá sýktum svæðum, og þannig verður það þar til lækning finnst.
Það að leyfa fólki að deyja líkt og var meðvituð ákvörðun sóttvarnaryfirvalda Evrópusambandsins 28. feb þó hún væri kölluð því fína nafni að ekki væri hægt að loka landamærum á tímum hins frjálsa flæðis, var of skelfilegt í augun kínverskra stjórnvalda eftir að þau áttuðu sig á alverleik kórónuveirunnar.
Hér gömblum við með hana.
Spilum rússneska rúllettu með líf fólks.
Eins og mannslíf séu ekki þess virði að berjast fyrir.
Mál er að linni.
Hafi Vilhjálmur þökk fyrir kjark sinn og hugrekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Vill kalla sóttvarnaráð saman til fundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 28. mars 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 57
- Sl. sólarhring: 998
- Sl. viku: 4520
- Frá upphafi: 1457468
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 3908
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar