Sóttvarnaryfirvöld stíga skref í rétta átt.

 

Á meðan íslenska ríkisstjórnin heykist á að setja útgöngubann líkt og alvöru stjórnvöld gera víðsvegar um heim þá er ábyrgðinni kastað á sóttvarnaryfirvöld að gera það sem þarf að gera.

Að drepa veiruna áður en hún drepur okkur.

Hertar aðgerðir gera aðeins eitt, minnka líkur á smiti einstaklingsins og þar með fækkar hugsanlegum dauðsföllum á næstu vikum.

 

Stóra spurningin er eftir, af hverju taka stjórnvöld ekki af skarið og vernda þjóð sína??

Með því að setja á útgöngubann líkt og núna gildir á Ítalíu, Spáni, í nokkrum borgum og ríkjum Bandaríkjanna og víðar.

Af hverju er þetta ekki gert í tíma, af hverju þarf að láta fólk deyja að óþörfu til að menn hafi kjarkinn til að gera það sem þarf að gera.

 

Hefði þetta verið gert strax á Ítalíu, þá væri veiran ekki stjórnlaus þar með tilheyrandi mannfalli.

Það er ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun er tekin víðsvegar í Bandaríkjunum um leið og menn gerðu sér grein fyrir hraðri útbreiðslu veirunnar.

Og það er ástæðan fyrir því að það þarf að taka þessa ákvörðun hérna líka.

 

Mannslíf eru undir.

Og það er frumskylda stjórnvalda að vernda líf og limi landsmanna.

Stjórnvalda ekki embættismanna.

 

Það er með þetta eins og að frysta verðtrygginguna, það verður gert, þegar alvaran verður ekki umflúin.

Aldrei of seint, en skaði samt skeður.

 

Það er það sem leiðtogar vita og skilja.

Þess vegna grípa þeir til nauðsynlegra aðgerða í tíma.

Þannig næst mesta viðspyrnan, þannig eru hin sífeldu slagsmál til að lágmarka tjónið.

Gagnvart efnahag, gagnvart heilsu og lífi fólksins.

 

Svo ég vitni aftur í konuna sem reis upp í Danmörku; "".. sagði rík­is­stjórn­ina hafa ákveðið að frek­ar skyldi gengið of hart fram en of skammt. „Við erum á ókunn­um slóðum. Ég hef spurt mig hvort við mun­um gera ein­hver mis­tök, og svarið er klár­lega já. En ég vil frek­ar að við göng­um of harka­lega fram en öf­ugt.".

Núna þurfum við svona leiðsögn.

Embættismenn okkar eiga heiður skilið fyrir að þora stíga viðbótarskref sem mun gagnast í stríðinu við þennan grálynda vágest.

En þeir voru ekki kosnir til að leiða.

 

Á meðan grefur veiran um sig þrátt fyrir viðleitni til að stöðva hana.

Það munar um hvern dag.

Hver dagur til spillis lengir þann tíma sem veiran fær að leika lausum hala.

Hver dagur til spillis bitnar á heilsu og kostar líklegast líf sem annars hefði verið hægt að bjarga.

 

Það er ekki spurning hvað Ítalir myndu kjósa fengju þeir annað tækifæri.

Við höfum ennþá það tækifæri.

 

Nýtum það.

Kveðja að austan.


mbl.is Tillögur um hertar aðgerðir á borði ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimurinn fraus.

 

Og meðan hann er í frosti er það grunnskylda stjórnvalda að frysta alla ytri umgjörð heimila og fyrirtækja.

Mörg stór skref eru stiginn, það er þakkarvert.

Önnur eru ekki stigin og það er skelfilegt.

Það er ekki hægt að stoppa útí miðri straumharðri á, og segja, sjáið, ég hef aldrei komist svona langt áður.

 

Þannig virkar talið um milljarðana  eða hlutfallið af þjóðarframleiðslu.

Það dreifir athyglinni frá aðalatriðinu sem er sleppt.

Frysting verðtryggingarinnar og skjól fyrir heimili og fyrirtæki gagnvart innheimtu lána.

 

Það er greinilegt að fjárúlfar, þessir sem fengu frítt spil til að blóðmjólka þjóðina eftir Hrunið haustið 2008, bera út fólk, hirða eigur þess, hvort sem það er heimili eða fyrirtæki fyrir lítið sem ekki neitt, að þeir hafa haft hönd í bagga með blessaða barnaláninu.

Fjármálastofnanir eiga að velja og hafna, gjöropið er fyrir klíkuskap, vinahygli, að ekki sé minnst á að hirða eigur af einum og afhenda öðrum á skilmálum sem upphaflega eiganda stóð aldrei til boða.

Lærdómurinn er enginn af Hruninu 2008.

 

Síðan er það öruggt að gengið mun láta undan.

Bæði hér og annars staðar.

Boðaðar aðgerðir ríkisstjórna um allan heim er í raun peningaprentun á meðan áfallið ríður yfir, í þeirri von að bæði heimili og fyrirtæki lifi af hið fordæmalausa ástand.

Það eina sem er öruggt er samdráttur, bæði vegna þess að ferðamannaiðnaður heimsins gufar upp á einni nóttu, sem og vegna þess að lokun samfélaga og ótti við smit, dregur úr allri neyslu.

 

Að hafa verðtryggingu við þær aðstæður eru áður óþekkt fáráð sem aðeins eitt toppar.

Og það er sú gjörð að leyfa skynlausum skepnum að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn í land sem er með einangraða búfjárstofna ásamt því að búa að kjötframleiðslu þar sem sýklalyfjanotkun er í lágmarki.

Sá djöfulskapur, því þetta er ekkert annað en fláráð ættað úr ranni illskunnar, hefði getað valdið hér svipuðum faraldri meðal búfjárstofna okkar og við upplifum með kórónaveiruna.

Fyrir utan að sóttvarnarlæknar vara okkur við að fjölónæmir sýklar séu mesta heilsufarsleg ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir. 

En græðgin og siðblinda á því stigi að ekki var hlustað.

 

Alvara lífsins, að við séum dauðleg, er að renna upp fyrir okkur.

Veiran, hinn ósýnilegur óvinur getur drepið okkur umvörpum.

Efnahagsframleiðsla okkar er algjörlega háð maurabúum Kína, og þaðan koma veirusýkingarnar á færibandi yfir heimsbyggðina.

Frjálst flæði á vöru og þjónustu milli landa er ekki sjálfgefið, aðstæður geta komið sem loka á slíkt flæði. 

Og sjálfstæð ríki þurfa að vera undir það búin.

 

Vesturlönd eru berskjölduð í dag því þau leyfðu örfáum auðmönnum að flytja tækniþekkingu og arðbæra framleiðslu út landi í þrælaverksmiðjur globalvæðingarinnar.

Þessu þarf að breyta.

Eins þurfum við Íslendingar að stöðva eitt skipti fyrir allt skynlausar skepnur að hakka í sig fyrirtæki og heimili, sem og þær sem vísvitandi sóttu aðstoð til Brussel til að rústa íslenskum landbúnaði, fórna bæði matvælaöryggi þjóðarinnar sem og leggja lýðheilsu hennar undir.

 

Fyrsta skrefið er að afnema reglugerðina um frjálsan innflutning á sýklum, og dæma ábyrgðaraðila þeirra löggjafar til skóggangs líkt og gert var við óbótamenn á þjóðöld.

Annað skrefið er að frysta verðtrygginguna svo hin fordæmalaus kreppa sem framundan er muni ekki sjúga allt eigið fé úr heimilum og fyrirtækjum.

Þriðja skrefið er að fjötra Fernisúlf eða fjárúlfana, að þeim verði ekki leyft að rífa í sig heimili og fyrirtæki líkt og þeir fengu eftir Hrunið mikla 2008.

Fjórða skrefið er að halda samfélaginu á lífi með öllum þeim meðölum sem tiltæk eru, og séu þau ekki tiltæk, þá finna þau upp.

 

Því heimurinn mun þiðna.

Þá skiptir öllu að líf sé í samfélaginu og þróttur til að takast á við aðkallandi verkefni og vandamál.

Til að endurreisa, nýta tækifæri, til að vaxa og dafna.

Að gróandinn fái að græða og lækna.

 

En samt.

Blessað barnalánið stefnir í rétta átt.

 

Og það er bara flott.

En þetta er ekki búið.

O Nei.

 

Aðeins rétt að byrja.

Kveðja að austan.


mbl.is „Heimurinn breytist við svona áfall“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítalíusmitberarnir eru á beinni ábyrgð sóttvarnaryfirvalda.

 

Þau leyfðu þeim að fara, þau leyfðu þeim að koma, og þau leyfðu þeim að dreifa smitinu útí þjóðfélgið.

Það næsta sem þau hafa komist til að játa mistök sín má finna í þessum orðum landlæknis í viðtali við Morgunblaðið; "Áttuð þið von á að út­breiðslan yrði svona hröð? „Nei, ég get ekki sagt það. Reynd­ar rann upp fyr­ir mér ljós fyr­ir nokkr­um vik­um um hvernig þetta gæti þró­ast en ég held að ekk­ert okk­ar hafi séð það fyr­ir þegar fyrsta til­fellið greind­ist 28. fe­brú­ar, hversu hratt til­fell­um myndi fjölga,“".

Við megum ekki gleyma því að allan tímann voru sóttvarnaryfirvöld vöruð við að leyfa ferðalög til Ítalíu, bæði í ljósi þess að þá virtist stjórnlaus faraldur hafa brotist út í Hubei héraði í Kína sem og að slíkt virtist í uppsiglingu á Norður Ítalíu, allavega höfðu stjórnvöld þar sett nokkra bæi í einangrun.

Af hverju þjóðin skyldi ekki vera látin njóta vafans á meðan þróun mála á Ítalíu myndi skýrast, er óskiljanlegt og í raun glæpsamlegt.

 

Um þennan glæp er öskrað á þjóðarsamstöðu í dag.

Engin lærdómur, engin trygging fyrir að sama dómgreindarleysið ráði för þegar við sem þjóð neyðumst til að grípa til sömu aðgerða og gert var í Whuan og ríki víða um heim eru þegar farin að grípa til.

Það var ekki flókið að loka landamærunum, það er gert í dag gagnvart íslenskum ríkisborgurum og enginn kvartar. 

Hefði það verið gert í tíma eins og í Taivan, þá værum við aðeins með örfá smit og hugsanleg allt undir stjórn.

 

Sóttvarnaryfirvöld í Taivan höfðu líka þá dómgreind og vitsmuni að skilja að veirusmit fer ekki eftir þjóðerni smitbera, allir sem komu frá sýktum svæðum fóru í sóttkví, og síðan fylgst með þeim. 

Hér gerðum við það of seint og bara gagnvart íslenskum ríkisborgurum.

Í raun er ennþá leyfður innflutningur á smiti, og því í raun unnið gegn þeirri viðleitni sóttvarnaryfirvalda að reyna einangra veiruna með sóttkvíum hugsanlegra smitaðra.

Við erum sem sagt með flott slökkvilið, um fagmennsku þess er ekki efast, en brunavarnir leyfa brennivargi að ganga lausum og kveikja í eftir vild.

 

Taivanar sem eru með prómil smit per milljón íbúa hafa samt áhyggjur af heimsfaraldrinum og telja ekki lengur neitt land vera öruggt.

Þess vegna hafa þeir lokað landamærum sínum fyrir allri umferð nema menn eigi þangað brýnt erindi.

Vegna þess svo ég vitni enn og aftur í þarlendan heilbrigðisráðherra; ""If we don t close our borders now, I am afraid it will be too late"", orð sem voru mæld á síðasta miðvikudag og landinu lokað deginum eftir. 

Hér truflar okkur það ekki einu sinni að erlendur ferðamaður látist í anddyri sjúkrastofnana okkar.

 

Við vitum nefnilega mest og best.

Restin af heiminum eru bara molbúar sem vita ekki hvað þeir eru að gera.

 

Eina haldreipi sóttvarnaryfirvalda er að veiran verði ekki eins morðóð hérna og á Norður Ítalíu, en það er ekkert sem bendir til þess.

Því miður en það má lifa í voninni.

 

En skynsamt yfirvald trúir ekki á glópalán.

Það grípur inní smitleiðir, það verndar þegna sína.

 

Veiran er líklegast það útbreidd að núverandi aðgerðir duga ekki.

Eina færan leiðin sem eftir er er Whuan leiðin sem margar þjóðir hafa gripið til.

 

Af hverju??

Hún virkar, hún bjargar mannslífum í stórum stíl.

Og hver dagur sem líður án þess að það er gripið til hennar, eykur mannfall.

 

Svo einfalt er það.

Faktur.

 

Næg er ábyrgð sóttvarnaryfirvalda þó þau geri þessi mistök ekki líka.

Það eru mannslíf í húfi.

Kveðja að austan.

 


mbl.is 473 smitaðir af kórónuveirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wu­h­an veit­ir heim­in­um von

 

Er haft eftir framkvæmdarstjóra WHO.

Orð að sönnu og munum að kínversk stjórnvöld gerðu ekkert annað en það sem er viðurkennt í fræðunum, þau skáru á smitleiðir milli fólks.

Og það er þetta sem er verið að gera víðsvegar í heiminum, núna síðast í stórum borgum Bandaríkjanna.

 

Eina spurningin snýst um vilja stjórnvalda á hverjum stað.

Hvort þau ætli að drepa veiruna með öllum tiltækum ráðum,  eða hvort þau leyfi veirunni að drepa fólk.

Þetta snýst ekkert um hvers eðli stjórnarfar viðkomandi landa, aðeins þetta grunnviðhorf.

Að gefast ekki upp fyrir veirunni fyrr en hún er sigruðu.

 

Hjarðhegðun heimskunnar er meðal annars fóðruð á Íslandi með því að þetta sé tiltölulega meinlaus flensa fyrir flesta, nema fólkið sem það telur missa sig, fólk komið á aldur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Það hefði gott af því að lesa þessa lýsingu manns á besta aldri, hreint út sagt, hann var hætt kominn;

"„Ég var mest með fjöru­tíu stiga hita. Ég var með þessi týpísku flensu­ein­kenni; bein­verki, höfuðverk og mik­inn hósta. Í fjór­ar næt­ur svitnaði ég út úr rúm­inu. Við þurft­um að skipta á rúm­inu; það var allt renn­andi blautt. Kær­ast­an mín fékk aðeins væg­ari hita, en hún er með viðkvæm­ari lungu og hef­ur verið með ofboðslega slæma vöðva­verki. Hún hljóðar und­an verkj­um. Hún hef­ur verið virki­lega kval­in,“ seg­ir Jón­as, sem seg­ir að kær­ast­an sé enn með hita af og til. ".

Munum bara, það eru ekki allir svo heppnir að veikjast bara illa.

Sumir koma ekki til baka.

 

Þetta er ekki flensa segir ítalskur læknir í miðri eldlínunni.

Þetta er drepsótt.

 

Þetta er drepsótt.

Feisum það.

Kveðja  að austan.


mbl.is Fjölgar í hópi þeirra sem snúa smitaðir heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 153
  • Sl. sólarhring: 978
  • Sl. viku: 4616
  • Frá upphafi: 1457564

Annað

  • Innlit í dag: 136
  • Innlit sl. viku: 3995
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband