Loksins, loksins, loksins.

 

Fengust skýringar á því afhverju drápsveiran fékk að ferðast óhindrað til Íslands.

 

Skýringin er sú að sóttvarnalæknir trúir ekki á þá sóttvörn að loka á innflutning á smiti frá sýktum svæðum, heldur telur hann að sóttvörn byrji þegar smitið hefur borist til landsins.

Hann er sem sagt hlynntur dælubúnaði á mígleku skipi, en telur það þjóna engum tilgangi að þétta lekann, því það gæti alltaf byrjað að leka aftur, og það flýtur á meðan það ekki sekkur.

Sem það gerir eiginlega aldrei til lengdar.

 

Lesum þessi orð sóttvarnarlæknis og íhugum þau gaumgæfilega;

"„Við erum kom­in með veiruna inn í landið og hún kom með Íslend­ing­um. Það hef­ur eng­inn út­lensk­ur ferðamaður greinst hér með veiruna. Að loka núna myndi ekki breyta neinu, ekki nema við ætl­um að loka Íslend­ing­ana úti sem eru að koma að utan. Veir­an er kom­in hingað inn og við vit­um að þótt við reynd­um að loka alla úti myndi hún koma hérna inn fyrr en síðar þegar það yrði opnað aft­ur. Þannig að ég held að það sé ekki sniðug taktík".

 

Af hverju komu Íslendingar með veiruna inní landið??

Jú, það var vegna þess að þeim var leyft að ferðast til smitaðra svæða, og báru með sér veiruna heim.  Krítíska augnablikið var að eftir að fyrsta smitið greindist hjá Ítalíufara, þann 28. febrúar, þá mátti ljóst vera að Ítalía væri mun smitaðri en opinberar tölur gáfu til kynna.  Í þess samhengi má minna á að þann sama dag birti The Guardian grein þar sem ítalskir veirusérfræðingar höfðu sterkar vísbendingar um (út frá stökkbreytingu hennar) að veiran væri búin að vera í landinu mun lengur en sóttvarnarkerfið hafði upplýsingar um.

Það voru lönd sem lokuðu á Ítalíu og höfðu lokað á Kína, sem sitja ekki í sömu súpunni og við.

 

Enn og aftur, munum að Singapúr með 5,7 milljónir íbúa á um 770 ferkílómetrum, þéttbýlla gerast lönd varla, er með 247 skráð smit og ekkert dauðsfall.  Samt greindist fyrsta smitið þar 23. janúar.  Taivan með 24 milljónir íbúa er með 67 skráð smit, eitt dauðsfall, fyrsta smit skráð 26. janúar.

Bæði Taivan og Singapúr eru með mikil tengsl við Kína sökum bæði viðskipta og skyldleika, samt lokuðu þau á smitleiðir þaðan, og náðu að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar.  Fyrstu smit voru skráð þar rúmum mánuði áður en hér (28. feb), samt er fjöldi smita hér þrefaldur á við Taivan en okkur vantar ennþá 45 smit til að ná fjöldanum í Singapúr, en þeir eru ennþá að glíma við afleiðingarnar af fyrsta smitunum frá Kína, áður en lokað var á landið.

 

Ef maður vill vera kurteis, þá má segja að sóttvarnarlæknir sé haldin meinloku, þegar hann kennir ferðalögum Íslendinga um innanlandssmitið, því það var hans að skera á smitleiðir í tíma.

Síðan er það afneitun á mjög háu stigi að kannast ekki við árangur Austur Asíu þjóðanna sem einmitt gerðu það sem hann lagðist gegn að yrði gert.

 

Ferðamenn smita ekki segir hann síðan.

En hvernig veit hann það fyrirfram??

Ítalía byggði sína greiningu á fyrsta Ítalanum sem greindur var með kórónaveiruna, en ef veiran var þá þegar útbreidd, munum að annars hefði hún ekki stökkbreyst, hverjir komu þá með smitið??

Fuglarnir??

 

Það er lán að ferðamenn frá smituðum svæðum sýktu okkur ekki, en það gat enginn séð fyrirfram.  Það eina sem er vitað er að sá sem er smitaður, hann getur smitað aðra.

Skiptir ekki máli hvort hann er innlendur eða erlendur, ferðamaður eða skipbrotsmaður, smitaður einstaklingur ber með sér smit.

Við virðumst bara hafa verið svo heppin að þeir sem komu hingað voru lítt eða ekkert smitaðir, en það var ekki vitneskja sem lá fyrir, og er aldrei hægt að fullyrða um fyrr en eftir á.

 

 

Meinloka, afneitun, en hvernig er hægt að útskýra þau orð hans að "við vit­um að þótt við reynd­um að loka alla úti myndi hún koma hérna inn fyrr en síðar þegar það yrði opnað aft­ur".

Hver er að tala um að loka alla úti??

Það er engin smithætta af fólki sem kemur frá löndum sem tóku veiruna strax föstum tökum og hafa náð að stöðva útbreiðslu hennar. 

 

Líkurnar á að ferðamenn frá Taivan, Hong Kong, Japan, Singapúr, frá stórum svæðum Suður Kóreu, og jafnvel Kína innan skamms, beri smit hingað er hverfandi, sem og að Íslendingar sem færu þangað, kæmu smitaðir heim.

Kæmi upp slíkt tilvik, þá er mjög einfalt að einangra það með öflugum smitvörnum líkt og menn nota þarna austur frá, og við höfum að mörgu leiti gert hérna líka.

 

En er þá lokað frá löndum þar sem veiran er ennþá grasserandi??

Nei, fólk sem kemur þaðan fer sjálfkrafa í 14 daga sóttkví, og síðan er fylgst með því.

Ekkert flókið og þetta virkar.

 

Af hverju bullar þá sóttvarnarlæknir þá svona??

Hvað veldur?

Og hvað er að dómgreind og þekkingu þess fjölmiðlafólks sem lætur bjóða sér svona fullyrðingar.

 

Það tekur svona 15-20 mínútur að afla sér upplýsinga um hvernig ríki Austur Asíu tókust á við veiruna.  Og ef menn eru nýkomnir af fjöllum, og hafa ekki vitneskju um þann árangur, þá sjá menn þetta eftir mínútu skoðun á listanum um kórónuveiruna í heiminum. 

Það þarf aðeins að kunna að lesa úr töflu, kunna að nota leitarforrit, og vera svo læs á einfaldan texta á útlensku, ef blaðamenn Morgunblaðsins eða Ruv eru það ekki, þá er til forrit sem heitir Google Translater, og gamalt fólk notar töluvert til að þýða úr ensku yfir í íslensku.

En flestir lesa hana bara.

 

Hvað afsakar Morgunblaðið eða Ríkisútvarpið?

Sóttvarnarlæknir er kannski að kikna undan álaginu, enda má aldrei gleyma að mikið og gott starf  hefur verið unni í baráttunni við veiruna, mistökin fólust í að loka ekki á hana í tíma.

En að blaðamenn elti hjarðhegðun heimskunnar í máli sem er dauðans alvara, þætti ekki einu sinni góð blaðamennska í Norður Kóreu.

 

Það er mál að linni.

Það eru mannslíf í húfi.

Rangar ákvarðanir hafa verið teknar, og þjóðinni er hótað að veiran fái að dreifa sér svo hún myndi hjarðónæmi.

Þegar það er hægt að stöðva hana með sóttvörn.

 

Stór skref í rétta átt hafa verið tekin.

Vonandi duga þau, en ef ekki, þá þarf að taka stærri.

Því mannslíf eru ekki metin, hvorki til fjár, óþæginda eða annað sem menn setja fyrir sig til að réttlæta tómlæti sitt gagnvart þeim.

 

Þetta var sagt austur frá.

Og þetta var framkvæmt austur frá.

 

Að við smáþjóðin, eylandið, getum ekki gert það sama.

Er fásinna, styðst hvorki við staðreyndir eða þá þekkingu sem við höfum.

 

Núna vitum við skýringuna.

Og það er okkar að bregðast við.

 

Gleymum því aldrei.

Kveðja að austan.


mbl.is Hinn kosturinn væri að gera ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lang­flest­ir sem smituðust af veirunni fengju væga sýk­ingu.

 

Minnir sóttvarnarlæknir þjóð sína á, réttlætir þar stefnu sína að leyfa þjóðinni að sýkjast, undir kontról en ekki stjórnlaust.

 

Endurtekur nákvæmlega sömu frasana og ítalski kollegi hans þegar hann róaði landa sína fyrir 2 vikum eða svo. Vissulega væri eldra fólki hætta búinn, en að öðru leiti væri veiran meinlítil.

Jú, eitthvað eldra fólk hafði dáið, en það hefði dáið hvort sem er.  Og jú, einhverjir voru á gjörgæslu, en allt viðráðanlegt, síðan væri sýkta svæðið, nokkrir bæir í Lombardy héraði í sóttkví.

Allt undir stjórn, eitthvað sem gengur yfir án teljandi erfiðleika.

 

Í dag talar enginn svona á Ítalíu, veiran tók sér tíma í að sýkja fólk, 3-5 vikur, og alltí einu urðu væg einkenni lífshættuleg, líka hjá fullfrísku fólki sem ekki var komið á aldur.

Og það voru ekki sérfræðingar í sínum fílabeinsturni sem sendu út neyðarkallið, það var fólkið á gólfinu.

 

Íslensk kona á viðtali við K-100 sagði frá einu neyðarkallinu; "Ég fékk send skilaboð frá starfsfólki á spítala. Það hvetur fólk til að vera heima og að það eigi að taka þetta mjög alvarlega. Það er fólk á mínum aldri sem er mjög veikt núna inni á spítala. Það er ekki nógu mikið pláss fyrir alla. Starfsfólkið á spítölum er komið á þann stað að það þarf að velja hver fær að lifa og hver að deyja".

 

Tilfallandi dramtík??

Lesum þá á enskri tungu (þýtt úr ítölsku af Gúgla þýðara) ákall Ítalski læknirinn Daniele Macchini á feisbókarsíðu sinni;

"One after the other, the unfortunate poor come to the emergency room. They have anything but the complications of a flu. Let;s stop saying it;s a bad flu. In these 2 years I have learned that the people of Bergamo do not come to the emergency room at all. They did well this time too. They followed all the indications given: a week or ten days at home with a fever without going out and risking contagion, but now they can;t take it anymore. They don;t breathe enough, they need oxygen.".

Já sjúklingarnir halda þetta ekki út, þeir geta ekki andað, þeir þurfa súrefni til þess.  og þetta er ekki bara fólk sem er hvort sem er veikt eða gamalt, og ef deyr ekki úr þessu, þá deyr það bara úr einhverju öðru, hinn undirliggjandi tónn fyrirlitningarinnar gagnvart mennsku náungans.

"I also assure you that when you see young people who end up in intubated intensive care, pronated or worse in ECMO (a machine for the worst cases, which extracts the blood, re-oxygenates it and returns it to the body, waiting for the organism, hopefully, heal your lungs), all this tranquility for your young age passes. And while there are still people on social networks who pride themselves on not being afraid by ignoring the indications, protesting that their normal lifestyle habits are "temporarily" in crisis, the epidemiological disaster is taking place.".

 

Hér er annað ákall sem ítalskur læknir birti á Twitter daginn áður en ítölsk sóttvarnaryfirvöld viðurkenndu að þetta væri ekki meinlaus sótt sem gengi yfir samfélagið án teljandi afleiðinga.

" 6/ My friends call me in tears because they see people dying in front of them and they con only offer some oxygen. Ortho and pathologists are being given a leaflet and sent to see patients on NIV. PLEASE STOP, READ THIS AGAIN AND THINK.

7/ We have seen the same pattern in different areas a week apart, and there is no reason that in a few weeks it won’t be the same everywhere, this is the pattern:

8/ 1)A few positive cases, first mild measures, people are told to avoid ED but still hang out in groups, everyone says not to panick 2)Some moderate resp failures and a few severe ones that need tube, but regular access to ED is significantly reduced so everything looks great

9/ 3)Tons of patients with moderate resp failure, that overtime deteriorate to saturate ICUs first, then NIVs, then CPAP hoods, then even O2. 4)Staff gets sick so it gets difficult to cover for shifts, mortality spikes also from all other causes that can’t be treated properly.

10/ Everything about how to treat them is online but the only things that will make a difference are: do not be afraid of massively strict measures to keep people safe, ".

 

Verið ekki hrædd við útgöngubann, það er eina leiðin til að bjarga fólki.

 

Ítölsk sóttvarnaryfirvöld höfðu að vísu ekki Kára klára til að segja þeim að þetta væri móðursýki, það fylgdi starfinu að sjá fólk deyja.

Þau létu undan, gáfust uppá að stýra útbreiðslunni, gripu til alvöru sóttvarna til að lágmarka mannfall í þjóðfélagi þar sem drepsótt breiddist út á veldishraða.

 

Og það virðist enginn hafa frétt af honum Kára á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi, Noregi eða Danmörku.

Þar er líka gripið til sóttvarna í tilraun til að stöðva vírusinn en ekki láta hann mynda hjarðónæmi eins og stefnan er hér á Íslandi.

 

En á Íslandi er Kári maðurinn, um orð hans efast enginn, staðreyndir heimsbyggðarinnar eru þvættingur hér, ef Kári segir svo.

Fólk trúir því að það sé ekki hægt að stöðva útbreiðslu veirunnar þó milljóna þjóðir og tugmilljóna þjóðir hafi gert það.

Þjóðir sem höfðu mikil samskipti við Kína og fengu smit þaðan í árdaga heimsfaraldursins.

Þar er ekkert Ítalíu ástand, þar er vírusnum haldið i skefjum og þar gengur mannlífið sinn vanagang.

 

Hér á að leyfa þjóðinni að sýkjast.

Enda að sögn sóttin ekki alvarleg nema fólki i áhættuhópum.

Reynslan af hinum stökkbreytta vírus á Ítalíu hundsuð.

Hvað þá að menn íhugi í eina mínútu hvað gerist ef veiran verður ennþá illvígari og leggst af fullum þunga á yngra fólk.

 

Við vitum betur.

Við erum klárust.

 

En mun raunveruleikinn taka undir það viðhorf??

Þar liggur efinn.

Kveðja að austan.

 

Ps.  Ítalía nýjustu fréttir, fjöldi látinna síðasta sólarhring 349, heildarmannfall 2.158.

Singapúr, nýjustu fréttir; fjöldi látinna síðasta sólarhring 0, heildarmannfall 0.

Þetta hljóta að vera rosalega molbúar og heimskingjar í Singapúr, við erum heppin að hafa sömu sérfræðinga og Ítalir, það eru sko menn sem kunna sitt fag.


mbl.is Misskilningur í gangi um hjarðónæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

368 dánir á Ítalíu í gær.

 

Fórnarlömb lungnasjúkdóms sem kæfir fólk.

Fórnarlömb sérfræðinga sem ætluðu að stýra dreifingu veirunnar.

Fórnarlömb sérfræðinga sem löttu stjórnvöld að grípa til aðgerða sem dugðu.

Að skera á smitleiðir þegar ljóst var hverslags ógnarsjúkdómur var á ferðinni.

 

Sömu sérfræðingar riðu röftum í fjölmiðlum, sögðu að miðað við smittölur frá Hubei héraði í Kína, væri þetta ekki mjög smitandi og alls ekki bráðdrepandi, og fólk trúði þeim á meðan veiran virtist meinlaus, flestir sem smituðust með væg flensueinkenni.

Fólk sem dó var hvort sem er á leiðinni að deyja.

Eða þannig.

 

Svo liðu dagarnir, hátt í þrjár vikur, og veiran sprakk út, heilt samfélag var að sýkjast og þeir dóu ekki bara sem voru hvort sem er á leiðinni að deyja.

Og við dánartölur bætast fljótlega við þeir sem hefðu fengið lækningu við lífshættulegum sjúkdómum, það er ef þeir eru ekki meðhöndlaðir rétt, en fá hana ekki því heilbrigðiskerfið er sprungið.

 

Í dag vogar enginn sérfræðingur á Ítalíu sér að vitna í dánatölur Hubei héraðs, enda myndi enginn fjölmiðlamaður láta þá komast upp með slíkt tal.

Í Hubei var gripið til sóttvarna sem dugðu, tölur þaðan, hvort sem þær eru falsaðar eða ekki, því í engu sambærilegar við tölur frá landi þar sem veiran fékk að breiða úr sér stjórnlaust, þó sérfræðingarnir segðu að henni væri stýrt.

Og veiran stökkbreytt, miklu skæðari en þegar hún smitaði fyrst í Kína.

 

Þetta útskýrir hið svokallað panik í Evrópu í dag.

Stjórnvöld sem brugðust of seint við, eru að reyna að bæta úr afglöpum sínum.

 

Höfum þetta í huga næst þegar við hlustum á sérfræðinga hér heima.

Talandi sömu tungur og dró allt þetta fólk að óþörfu til dauða á Ítalíu.

Við erum með sömu veiruna, sömu tímalínu, en vissulega harðari sóttvarnir.

 

En hver er munurinn á dauðaveiru sem dreifir sér undir kontról og dauðaveiru sem dreifir sér stjórnlaust?

Enginn fyrir þann sem féll.

 

Höfum það í huga.

Kveðja að austan.


mbl.is 368 dauðsföll á Ítalíu á einum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 1103
  • Frá upphafi: 1321866

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 916
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband