Afsakanir vanhæfra.

 

Eru á engan hátt betri þó hægt sé að benda á aðra jafnvanhæfa, eða vanhæfari.

Af öllum löndum Evrópu, átti Ísland auðveldast með að stöðva samskipti við Ítalíu, eftir að ljóst var að stjórnlaus faraldur hafði brotist út í landinu.

 

Í Kína sáu vanhæfir sóma sinn til að segja af sér.

Á Íslandi er okkur sagt að treysta dómgreindarlausum mönnum.

Eins og það sé kvóti á dómgreindarskort, og þeir hafi klárað hann.

 

En er það svo?

Kveðja að austan.


mbl.is „Stífari reglur en hjá nágrannaþjóðum okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smitdreifing í boði almannavarna.

 

Og ekkert stjórnvald grípur inní.

Vil vitna í Jón Bjarnason, orð sem segja allt.

"Maður fær á tilfinninguna að þetta sé nú ekki svo alvarlegt því dauðsföllin séu aðallega hjá sjúku fólki og þeim sem eru yfir sjötugt osfrv. Að sjálfssögðu gerum við sem erum yfir sjötugt okkur grein fyrir að við höfum minna mótstöðuafl gegn sjúkdómum en þau sem yngri eru.

Mér finnst samt skrýtið að ekki skuli beitt formlegum takmörkunum á hópferðum til fyrirfram sýktra svæða erlendis og íslensk landamæravarsla virkjuð. Látið er að því liggja að það sé á ábyrgð þeirra einstaklinga sem taka þá persónulegu áhættu að fara í þessar hópferðir m.a. inn á sýkt svæði.

En þetta fólk kemur aftur til landsins og þá eru þessar ferðir ekki lengur einkamál þeirra. Heimkomið eru allir aðrir undir, vinnufélagarnir, öll félagsleg samskipti, börnin í skólunum, en líka þeir sem eru aldraðir og með skert ónæmiskerfi.

Ábyrgðin er svo sett á Almannavarnir, sóttvarna og heilbrigðiseftirlit sem vantar mannskap til að svara í símann ".

 

Hve lengi enn??

Hve lengi geta óábyrgir einstaklingar komið ábyrgðina yfir á aðra.

Í boði almannavarna, sóttvarnarlæknis og íslenskra stjórnvalda.

 

Er ekki mál að linni.

Kveðja að austan.


mbl.is Annað tilvik af kórónuveiru greinist á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissa er fínt orð yfir öruggt gjaldþrot.

 

Það eina sem er öruggt er gríðarleg fækkun farþega þegar heimurinn í örvæntingu sinni reynir að ná tökum á heimsfaraldrinum, og fyrirtæki án tekna er sjálfkrafa gjaldþrota.

Fólk bara feisar þetta ekki og þess vegna fer eins og það fer.

 

Það er aðeins tvennt sem getur hindrað áður óþekkt mannfall í nútímasögu sem ekki má rekja til styrjaldarátaka.

Annað, og við er von okkar bundin, er að vísindamenn nái að þróa bóluefni í tíma áður en veruleg röskun verður á öllu mannlífi vegna þeirrar varnarviðbragða sem eru óhjákvæmileg.

Hitt er að rjúfa smitleiðina með ströngum sóttvörnum.

Eins og hefur verið gert í Kína í dag.

 

Fólk sem telur sig knúið til að leika fífl og gera lítið úr alvarleik ástandsins, talar um kvef og kvefpest, ber saman óskylda hluti eins og þessa veiru og venjulega inflúensuveiru, vitnar í að skráð dauðsföll, skráð því þau eru miklu fleiri, séu ennþá innan við 3.000.

Á því er aðeins eins skýring, að eftir að kínversk stjórnvöld höfðu tekið íslensku almannavarnirnar á þetta, og glöp sóttvarnarlæknis, í nokkrar vikur, þá sáu þau að kjaftæði og heilaþvottur áróðursins virkaði ekki sem sóttvörn, og gripu til aðgerða sem dugðu.

Þau lokuðu sýktum svæðum, og bönnuðu því sem næst allar mannaferðir innan þeirra.

 

Og það virkar.

Ein staðfesting þess hve drastísk þessi sóttvörn kínverska stjórnvalda er, má sjá í annarri frétt hér á Mbl.is, en þar eru birtar loftmyndir af Kína sem sýna mengun fyrir og eftir sóttkvína.

Mengunin er því sem næst horfin, enda er enginn að menga.

Það dugar ekkert annað.

 

Og mikið má fólk vera heimskt þegar það horfir framhjá þessari dauðans alvöru, hvað þá þegar það afhjúpar fávisku sína með því að bera þessa veirusýkingu við alls óskylda hluti, eða gerir lítið úr alvarleik hennar.

Einn eldri borgari, fyrrum ráðherra er ekki í þessum hópi.

Hann róar ekki sjálfan sig með því að vitna í að þetta sé enginn Svarti dauði eða Stóra bóla, sem nóta bene setti sjálfa sig ekki á safn, heldur eru þetta ekki drepsóttir í dag vegna þess að lækning er til við þeim.

Hann einfaldlega spyr af hverju líf hans sé ekki jafn mikils virði og annarra, af hverju það sé talinn ásættanlegur fórnarkostnaður hjá stjórnvöldum að láta eldra fólk, og fólk með undirliggjandi sjúkdóma falla.  Af kurteisi bendir hann ekki á nasistana sem höfðu svipuð viðhorf til þeirra sem veikar stóðu, og gerðu sitt til að hjálpa þeim yfir móðuna miklu.

 

Skrif Jóns Bjarnasonar eru frábær, segja það sem segja þarf, á skýru og rökföstu máli.

Meinið er að svona skrif eru þögguð niður af forheimsku fjölmiðlanna, þar virðast bara vinna fólk sem ekkert óttast, og telur sig ekki eiga nána aðstandendur í áhættuhópi.

Hér er linkur á bloggpistil Jóns, það er bara að hægrismella og opna nýjan glugga.

https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2246435/

Skora á fólk að lesa hann.

Okkur veitir ekki að skynsemisröddum.

 

Flugfélög fara á hausinn.

Ferðaþjónustufyrirtæki fara á hausinn.

Nema núna þegar séu lögð drög að hamfaraáætlun sem frystir lán og veitir aðstoð á meðan greinin aðlagar sig að veruleika heimsfaraldursins.

 

En fávísu börnin okkar eru víst að hugsa um annað.

Og hin meðvirku fífl dansa með.

 

Feigðarós er ekki forðað á meðan.

Kveðja að austan.


mbl.is Óvissa um afkomu Icelandair vegna veirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunveruleikaskyn ráðamanna okkar.

 

Er líkt og þau séu öll fædd á hlaupári, og stað þess að vera komin á aldur, jafnvel fullorðinsaldur, þá hljóma þau lítt eldri en 10 ára eða svo.

 

 

Engin ráðherra eða ráðamaður hefur tekið samtal við þjóðina um að af hverju stjórnvöld telji það mikilvægara að flytja inn veirur í stað þess að vernda líf eldra fólks, og fólks með undirliggjandi sjúkdóma.

Enginn hefur þorað að taka slaginn við hina veruleikafirrtu foreldra sem fara með börnin sín í vetrafrí í skíðaparadís ítölsku Alpanna, og koma svo heim með vírus sem gæti dregið afa þeirra og ömmur til dauða.

Enginn hefur haft kjark til að mæta þeim peningaöflum sem meta fjárhagslega hagsmuni fram yfir líf og limi samlanda sinna.

Hvort sem það er þrýstingurinn á að leyfa flug til sóttvarnarsvæða Ítalíu, eða eyðileggja varnir þjóðarinnar gagnvart útbreiðslu á fjölónæmum sýklum og bakteríum. 

Hjá þessum skynlausu skepnum er gróði mannslífi æðra, og þær virðast ráða öllu.

 

Í daga talar formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra þjóðarinnar, útlítandi eins og hann sé eldri en 10 ára, um bankasölu, ætlar að taka skref í þá átt í næstu viku.

Eins og fólk sé að ræða bankasölu þessa dagana.

Veit hann ekki að stór hluti hennar skiptist í tvennt, þeir sem gráta það að kórónaveiran kemur í veg fyrir sögulegan meistaratitil Liverpool, og þeirra sem gera grín að þeim, "þið verðið aldrei meistarar".

Sem er svona gálgahúmor til að mæta hinu grafalvarlegu ástandi sem hlýst af útbreiðslu kórónuveirunnar um alla Evrópu.

 

Þar sem flest smittilvik eru rakin til Ítalíu, ekki Kína.

Og enginn gerir neitt til að hindra þau.

 

Ef aðeins fótboltinn væri í húfi þá mætti kannski skilja þessa samræðu Bjarna við þjóð sína.

En í ljósi þess að dánarhlutfall eldra fólks er á bilinu 10-20% þá er það ekki beint taktískt.

Nær væri að ræða af hverju sé ekki gripið til varna, ekki bara vegna allra þeirra lífa sem eru í húfi, heldur líka vegna þess að leiðin til að berjast við smitleiðir veirunnar er þekkt, og hefur verið beitt með góðum árangri í Kína.

 

Að gera það ekki er kaldranalegt, en kannski ekki svo mjög heimskulegt, hjá þeim sem hugsa í debet og kredit.

En þó íslensk stjórnvöld ákveði að bjóða smitið velkomið, þá eru þau eyland hvað það varðar, úti í hinum stóra heimi er efnahagslífið undir og fjármálamarkaðir hafa þegar sýnt niðursveiflur sem eru áður óþekktar þegar ekki er hægt að rekja hrunið til undirliggjandi erfiðleika á fjármálamörkuðum.

Menn eru bara nógu skynugir til að skilja hvað lokun Kína þýðir, og hvað það þýðir að ferðalög fólks séu heft, hvort sem það er með beinum aðgerðum, eða upplýsingum um hættu á smiti á ferðamannastöðum.

Í raun blasir við gjaldþrot hjá einni af mikilvægustu atvinnugrein heimsins.

 

Fyrirtæki fara á hausinn, fólk fær ekki greidd laun sín, þeir sem lána, fá ekki lánin endurgreidd, þeir geta heldur ekki greitt sínum lánardrottnum.

Dómónínáhrif sem leiða til heimskreppu.

Nema að eitthvað sé gert til að bregðast við.

Frysting lána, skammtímafjárhagsaðstoð á meðan fyrirtæki aðlaga sig að breyttum forsendum og svo framvegis.

Því fyrr sem eitthvað er gert, því líklegra til viðspyrnu, og jafnvel gert þann gæfumun að greinin lifi af heimsfaraldur kórónuveirunnar.

 

En blessuð fávísu börnin, sem buðu og bjóða smitið velkomið samkvæmt reglugerðinni um hið frjálsa flæði, sem brutu vísvitandi niður sóttvarnargirðingar þjóðarinnar gagnvar fjölónæmum sýklum, sem rændu þjóðinni orkunni sinni, þó ennþá eigi eftir að staðfesta ránið, þau gera ekkert af þessu.

Þau ætla bara að selja bankana, eru að fara að leita af kaupendum.

Á meðan hlutabréfavísitölur heimsins eru í frjálsu falli, og enginn veit hvar botninn liggur.

 

Taktíst??

Fávíst??

 

Jæja, það er allavega hægt að segja eitt.

Það er ekki logið uppá þessi blessuð börn.

 

Þau eru jafnvel ofjarlar Baróns Munchausen.

Og þó gat hann logið mörgu.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Býst við skrefum í átt að bankasölu á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 80
  • Sl. sólarhring: 998
  • Sl. viku: 4543
  • Frá upphafi: 1457491

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 3929
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband