31.12.2020 | 20:35
Áramótaávarp Katrínar.
Var vel mælt.
Á pari við það besta sem ég hef skálað fyrir núna í um 40 ár.
Uppúr stendur hjá mér, búandi á Neskaupstað, ávarp Davíðs Oddssonar í árslok hamfaraársins 1995, þá skáru snjóflóðin fyrir vestan í sál og vitund.
Þá sýndi Davíð á sér áður óþekkta hlið, talaði sem landsfaðir, óháð þeim kreddum stjórnmálanna sem hann hafði ungur svarið fóstbræðralag við.
Man kannski ekki orðin, en man talandann, hrynjandann, fyrirheitin um að við sem þjóð myndum snúast til varnar, verja byggðir, við værum öll ein þjóð.
Katrín hafði aðeins ekki styrk til að minnast á eitt.
Fyrirheitið um greiðsluskjól handa öllum þeim sem sjá fram á að missa heimili sín vegna fordæmalausra áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Eins og hún hefur vaxið á þessu ári í embætti sínu, þá er hún ekki ennþá orðin nógu stór til að segja, "svona gerum við ekki, við bjóðum ekki upp fólk vegna afleiðinga hamfara".
Henni til afsökunar má þó segja að enginn annar stjórnmálamaður hefur mælt þessi orð.
Allra síst þeir sem mynda vitleysingabandalag stjórnarandstöðunnar, fólkið sem hneykslast og fordæmir á torgum, en hefur sjálft ekkert til mála að leggja.
Katrín átti samt að heitstrengja þetta.
Því slíkt er hlutverk leiðtoga.
Að segja það sem þarf að segja á Ögurstundum.
En ég veit að hún mun segja það.
Allavega inní sér.
Annars er það áramótakveðjan.
Takk kæru lesendur, við erum öll eitt.
Kveðja að austan.
![]() |
Ár hamfara að baki, ár viðspyrnu fram undan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 31. desember 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1440178
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar