Rasismi góða fólksins.

 

Á sér margar birtingarmyndir.

Flestar ógeðfeldar og undirliggjandi er sannfæring Púrítanans að hann sé æðri en Hinir.

Viti betur, hafi alltaf rétt fyrir sér.

 

Fólk af ólíkum menningarheimum hefur ítrekað orðið byrir barðinu á þessum rasisma.

Slangur þess og orðnotkun sem þykir eðlileg í þeirra heimi, er úthrópuð sem rasismi úr frá mælistikum góða fólksins.

Öllum sem sjá þetta skjáskot Cavani er ljóst að þarna er hann að tjá sig að hætti heimamanni, ekkert illt býr undir annað en þá fögnuðurinn að hafa svipt Southampton þremur stigum.

Í menningarhrærigraut múlatta, svartra og indíána sem mynda öreigastéttir Suður Ameríku er orðið negrito notað á allt annan hátt en hvítir kynþáttahatarar nota orðið nigger.

Og gleymum aldrei að þessi menningarhrærigrautur varð til í skugga aldalangra kúgunar hvítrar yfirstéttar, það er hinir kúguðu tóku upp þetta niðrandi orð og gerðu að sínu.

 

Alveg eins og svartir rapparar sem nota orðið nigger álíka oft og sómaorðið fuck, en eru ekki snupraðir fyrir, því hrokinn í góðu fólkinu hefur ekki náð því stigi að bannfæra svartra þegar þeir tjá sig um sjálfa sig og sitt eigið líf.

Ekki ennþá.

Kannski aldrei ef góða fólkið hefur náð æðsta stigi rasismans að líta á svart fólk sem óæðra lífsform sem viti ekki hvað það segir, og því eigi að fyrirgefa því orðanotkun sína.

 

Góða fólkið hefur náð áður óþekktum hæðum í kúgun og ofsóknum í allri gjörvallri kúgunarsögu mannkynsins.

Það bara bannar ekki aðeins ákveðnar skoðanir og lífsviðhorf, það vill líka stjórna hugsunum fólks, og notkun þess á tungumálinu.

 

Frægt er þegar formaður enska knattspyrnusambandsins sem á alla sóma fyrir baráttu sína gegn rasisma í fótboltanum, var knúinn til að segja af sér því hann notaðir orðið litað fólk sem andstæðu við hvítt fólk, en rasisminn sem barist er við kemur frá hvítum kynþáttahöturum og beinist að fólki með annað litarhaft en litlausu hvítingjarnir.

Og hver var þá glæpurinn??

Jú, góða fólkið er búið að banna orðið "litað" yfir fólk sem er ekki hvítt.

Ofstækið svo mikið að það gat ekki einu sinni leiðrétt orðanotkun viðkomandi heldur var hann strax settur út af sakramentinu.

Þá er stutt í að við lifum síðustu daga Jakobína þegar þeir voru farnir að hálshöggva hvorn annan því enginn var óhultur fyrir rétttrúnaði þeirra.

Böðull í dag, fórnarlamb böðulsins á morgun.

 

Það þarf að fara mæta þessum skríl.

Þó það væri ekki annað en þeirra vegna, því svona ofstæki linnir ekki fyrr en einn stendur eftir með höfuð allra annarra í kjöltu sinni.

 

Fólk má tjá sig á þann hátt sem það vill.

Svo fremi sem það meiðir ekki aðra.

 

Svo er nútíðin til að gera framtíðina betri.

Ekki verri.

 

Höfum það hugfast næst þegar grátkór góða fólksins hefur upp sinn fordæmingarsöng.

Og segjum því bara hreint út.

 

Haldiðið ykkur saman.

Bætið ykkur.

Látið aðra um sig.

 

Og hana nú.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Cavani í bann fyrir rasisma?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband