29.11.2020 | 23:08
Sóttvarnir út í mýri
Segir Kári í opnu bréfi til Þórólfs Guðnasonar.
Reyndar fer aðeins fínna í það en merkingin er öllum augljós.
"Þórólfur, þú og þitt fólk hafið höndlað faraldurinn af mikilli fagmennsku og dugnaði og ég er vissum að það er ekki til betra fólk í heiminum í þetta verk. Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni þegar kemur að því að hemja væntingar. Þið hafið á köflum kiknað undan lönguninni til þess að flytja góðar fréttir; gleymt því að það eina sem er verra en vondar fréttir eru góðar fréttir sem standast ekki og leiða menn út í mýri.".
Um mýrarfréttir eru mörg dæmi.
Þegar landið var veirulaust og stjórnmálamennirnir létu undan þröngum, en ríkum sérhagsmunum og opnuðu landið fyrir ferðalögum milli landa án undangenginnar 14 daga sóttkvíar, þá vöruðu læknar Landspítalans við því glapræði, en sóttvarnarlæknir hvað þá hugsa þröngt, áhættan væri sáralítil og öll tæki og tól til að takast á við hugsanlega leka gegnum landamærin.
Það gekk ekki eftir, og þá hófst stríðið að loka landinu á ný, stríð sem Kári leiddi og Þórólfur gerði loks að sínu, niðurstaðan tvær skimanir á landamærum með 5 daga sóttkví á milli.
En of seint, og allir vita stöðuna í dag.
Svo var allt í góðu og ástæða til að fagna, og þá duttu menn hressilega í það í Reykjavík, ásamt því að lemja mann og annan í einhverjum hnefaleikaklúbb í Kópavogi.
Samt undir stjórn, en allir vita hvernig það fór og hvernig staðan er í dag.
Sóttvarnir búnar að stela jólunum, bera veiruna fyrir sig en það er bara svo að veiran tók ekki ákvörðun um að henni yrði hleypt inní landið á ný, að ekki yrði lokað aftur á hana í tíma, eða að landamærunum er ennþá leyft að leka, eða það er slakað á sóttvörnum þegar skottið á henni er innan seilingar.
Þetta eru mýrarfréttirnar sem Kári er að tala um.
Nema bæði ég og Kári, tek mig með því ég skammast reglulega í Þórólfi og það eru nokkrir sem lesa þær skammir, vitum að sökin er ekki Þórólfs.
Þórólfur er í því ómannlegu hlutverki að reyna að hemja stórhættulega veiru, því hún er ekki bara banvæn heldur leikur hún marga sem lifa grátt, og þarf til þess stuðnings stjórnvalda.
Og þar er rammur reipur sem þarf að draga.
Sem er grímulaus hagsmunatengsl hluta Sjálfstæðisflokksins við öfl sem vilja hafa landi opið og allar sóttvarnir í lágmarki.
Sem og hugmyndafræðileg trúarbrögð hægri öfga þess sama flokks sem á einhvern hátt hafa tekið upp baráttu fyrir frelsi veirunnar til að drepa náungann.
Og Sjálfstæðisflokkurinn er valdaflokkur ríkisstjórnarinnar.
Eiginlega eru vandfundið rammara heljarmenni á Íslandi en Þórólfur Guðnasonur, því þetta ramma reipi hefur hann náð að draga svo þrátt fyrir allt hefur gengið betur hér en víðar annarsstaðar í hinum vestræna heimi, þar sem svipuð öfl heimsku og hagsmuna grafa undan sóttvörnum með fjöldamorðum uppá tugi þúsunda, ef þeir eru taldir sem dóu, en þurftu ekki að deyja eftir að ljóst var hve alvarleg veiran var.
Ég vildi bara taka þetta fram, svona svo þetta fari ekki milli mála, næst þegar ég hjóla í Þórólf og hans fólk.
Því ég tel hann þjón almennings en ekki misviturra stjórnmálamanna, en ég vildi ekki vera í hans skóm og hans sporum.
Ég held að enginn núlifandi Íslendingur vildi slíkt, og enginn gæti gert betur eins og Kári bendir réttilega á.
Meinið liggur í öðrum fótsporum, í öðrum húsum og fínni en þau sem hýsa skrifstofu Þórólfs og Ölmu.
Og ekki hvað síst liggur hún í okkar eigin sofandahætti.
Það er eins og við vitum ekki að þær aldir eru liðnar þar sem höfðingjar ráðskuðust með þjóðir, réðu öllu til sjávar og sveita, og þurftu aðeins umboð frá guði sem fól það valdstétt léns og höfðingja þar sem alvaldur konungur trónaði á toppnum.
Við látum ennþá ráðskast með okkur.
Jafnt í þessu sem og svo mörgu öðru, sættum okkur við liðleskjur sem unnu skítverk fyrir erlenda hrægamma og unnu hryðjuverk á heimilum landsins af áður óþekktri stærð í vestrænum löndum á friðartímum.
Í því samhengi er þjófnaður Trölla jólunum léttvægur.
Það er bara svo.
Þar liggur kjarninn.
Kveðja að austan.
![]() |
Kári sendir Þórólfi opið bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2020 kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 29. nóvember 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 215
- Sl. sólarhring: 367
- Sl. viku: 5133
- Frá upphafi: 1459220
Annað
- Innlit í dag: 193
- Innlit sl. viku: 4466
- Gestir í dag: 184
- IP-tölur í dag: 178
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar