Eftir höfðinu dansa limirnir.

 

Ef skilaboð stjórnvalda eru ekki skýr um að það eigi að útrýma veirunni með öllum ráðum, þá er eðlilegt að almenningur hugsi með sér að þetta er hálftilgangslítið, þjóðfélagið verður í fjötrum sóttvarna næstu mánuðina og þá er eins gott að aðlaga sig.

Læra að lifa með veirunni, reyna á þolmörk sóttvarna, vona það besta hvað sig og sína varðar, en lifa ekki lífinu á bak við luktar dyr þar til ekkert líf er eftir.

 

Munum að það tók Kínverja 14 vikur að útrýma veirunni í vor, Ný Sjálendinga eitthvað svipaðan tíma.

Í Taivan var henni ekki hleypt inn.

Hér var veirunni útrýmt, en þá þurfti að hleypa henni inn á ný.

 

Og það er kjarni málsins, það er ekki vilji meðal yfirvalda að hafa Ísland veirufrítt.

Hafi verið vilji til þess, þá hefði verðið lokað á smitleiðir við landamærin, tillögur Þórólfs þar um að loka á valið um 14 daga sóttkvína, voru ekki samþykktar án rökstuðnings.

Skilaboðin skýr út í samfélagið, það er sama hve þið gerið, við viljum ekki loka alfarið á veiruna.

 

Að sjálfsögðu er almenningur ekki að spá í 14 daga sóttkvína, en alvöruleysið og tregðan til að taka réttar ákvarðanir í tíma, sem og að framfylgja sóttvörnum af fyllstu alvöru og láta brot á þeim hafa afleiðingar, er eitthvað sem smitar út í samfélagið.

Er þetta ekki alltí lagi viðhorfið byrjar hjá höfðinu og leitar niður limina.

Upplýsingagjöfin um hvernig veiran er að dreifa sér er takmörkuð, eða var allavega takmörkuð, núna vita þó allar ömmur landsins um ábyrgð sína, og núna eru konur sem hittast í skokkhópum eftir vinnu og fara svo strax í vinkvennahitting strax á eftir álitnar stórhættulegar og eru heppnar að halda vinnunni.

Svo einhver dæmi séu nefnd.

 

En veiran er komin til að vera, því henni er leyft að vera.

Það er eðlilegt að fólk aðlagi sig að því og reyni að láta lífið ganga.

Svoleiðis verður nema ef stjórnvöld taki af skarið og lýsi yfir stríð á hendur veirunni.

Að henni eigi að útrýma með öllum ráðum.

 

Sé það markmið skýrt, trúverðugt, þá mun almenningur fylgja með.

Annars er þetta eiginlega röfl.

Það hefst ekkert með því að skammast út í fólk.

 

Njótum frekar jólanna.

Veiran er ekkert að fara.

Því er óþarfi að við förum öll í jólaköttinn hennar vegna.

 

Treystum frekar sóttvörnum.

Pössum upp á hvort annað.

Þetta er tíminn sem við þurfum að brosa í gegnum skammdegið.

 

Þetta mun hafast.

Einhvern tímann.

Kveðja að austan.


mbl.is „Hemur ekki þessa skepnu með góðmennsku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband