27.11.2020 | 15:26
Sóttvarnir eru ekkert án trúverðugleika.
Skammir út í hópinn sem virðir sóttvarnir, svona sirka 99,99% þjóðarinnar eru marklitlar ef ekki er bent á dæmin þar sem 0,01% klikkaði.
Eiginlega er svona framsetning í ætt við Strumpa, það er ef við göngum út frá að Strumpar voru börn, en ekki fífl.
Ha, fífl??
Hvaða árás er þetta á Strumpana?
En hvað er að fólki sem nýtur trúnaðar og kennir sig við almannavarnir, og segir sögur af brotum á sóttkví, og brotin eru án afleiðinga fyrir viðkomandi??
Eða án afleiðinga fyrir kerfið sem leyfði þessi brot.
Eins og þeir sem stýra sóttvörnum þjóðarinnar séu svona ligeglað bjánar líkt og Trúðarnir eða Klovns, og það sé allt í lag að fólk hagi sér eins og fífl.
Rökin á móti séu þá að við stelum af ykkur jólunum.
Reyndar ekki jólum sóttvarnarbrotaþegana, heldur jólum almennings.
Þessa 99,99% þjóðarinnar sem virtu allar reglur.
Strumpar biðja ekki um trúverðugleika.
Því þeir eru grínfígúrur.
Alvarlegra er þegar almannavarnir halda hið sama.
Almannavarnir eru fjármagnaðar af skattfé almennings.
Þær eru öryggisventill þjóðarinnar, fólkið sem þar ræður sig til vinnu, er í vinnu hjá þjóðinni, hjá almenningi.
Þær eru og eiga að vera óháðar vindum stjórnmálanna, ef þeir vindar blása á þann hátt að börnum sé falið ábyrgð í ríkisstjórn Íslands, eða að stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar sé undir banvænum áhrifum hægriöfga sem eiga allar sínar rætur í dauðaspeki þess í neðra, þá er frumskylda þeirra að andæfa.
Að benda á hið rétta, að verja þjóðina.
Stjórnmálamenn okkar hleyptu veirunni inn í landið.
Þá sögðu almannavarnir ekkert, eins og fólkið þar væri myndastyttur en ekki lifandi verur sem sóru að gæta að hag og öryggi almennings.
Læknarnir mótmæltu, hagfræðingar mótmæltu, en almannavarnir steinhéldu kjafti.
Og kalla sig samt Almannavarnir.
Þegar ljóst var að landamærin láku, þá var það forstjóri út í bæ, vinnumaður hjá amerískum auðhring, sem maldaði í móinn, svo kröftuglega að stjórnmálmennirnir þorðu ekki annað en að loka á landamæralekann.
Reyndar of seint, og við sem þjóð uppskerum dauða, og efnahagsleg áföll vegna þessarar seinkunnar.
Að ekki sé minnst á samfélag í höftum sóttvarna.
En almannavarnir steinhéldu kjafti.
Fréttir dagsins í dag benda til þess að fjórða bylgjan sé í uppsiglingu.
Og viðbrögð almannavarna er að ráðast á þessi 99,99% þjóðarinnar sem hafa staðið sína plikt.
Ekki er orði minnst á lekann á landamærum sem stjórnmálamenn okkar bera beina ábyrgð á.
Og sóttvarnaryfirvöld sem kóa með.
Aðeins er öskrað; "skammist ykkar".
En ekki er litið í eigin barm.
Og skammast sín.
Fyrir að hafa brugðist þjóðinni ítrekað.
Fyrir að rofið trúnað við fólkið sem það var bundið trúnað við.
Aðeins þjónkun við hægri öfga og mannvonskuna sem knýr þá áfram.
Svo segir þetta fólk.
Við ætlum að stela af ykkur jólunum.
Kemst kannski upp með það.
En trúverðugleiki þess er enginn.
Það þagði þegar það átti að segja.
Það bendir á saklausa í stað þess að benda á sök.
Því var falið trúnað.
En það brást.
Hvað stendur þá eftir??
Kveðja að austan.
![]() |
Jákvæðar fréttir hafi verið að blinda okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.11.2020 | 07:57
Ný bylgja í uppsiglingu??
Bakslag.
Hætt við slaka á sóttvörnum.
Jólin í húfi.
Og þá spyr maður sig af hverju??
Hvar eru smitvarnirnar að klikka??
Það er leki á landamærunum sem stjórnmálamenn neita að stoppa uppí.
Sem þýðir að persónuleg hegðun okkar skilar litlu hvað varðar afléttingu sóttvarna, því nýsmit viðhalda þeim.
Annar leki á landamærum er hegðun fólks sem á að vera í heimkomusóttkví.
Ef brot eru látin óátalin eða ekki gripið til harðari ráðstafana, þá lekur nýsmit inn.
Afleiðing, áframhaldandi sóttvarnir þó hegðun almennings sé að öðru leiti óaðfinnanleg.
Síðan er það dæmið í gær um ömmuna sem bauð í kaffi, mannlegt sem má flokka undir hugsunarleysi.
En meðan sóttvarnaryfirvöld þegja yfir slíkum dæmum, það er hvað er það hjá almenningi sem fer úrskeiðis, þá endurtaka þau sig.
Og þar er potturinn brotinn hvað þau varðar.
Það þarf skýra og skilmerkilega upplýsingagjöf um hvernig og á hvaða hátt smit dreifir sér um samfélagið.
Þessi endalausa henging á bakaranum það er almenningi er þreytandi til lengdar, fólk vill gera sitt besta, en ef það þekkir ekki vítin, hvernig á það að gera varist þeim??
Þessu er allavega hægt að kippa í liðinn, og reyndar lekanum á landamærunum líka.
Það er allavega ekki eðlilegt að eftir allan þennan tíma sé tóninn alltaf sá sami, mannlíf bannað, og skammist þið ykkar þarna úti.
Það er ekkert faglegt við þetta á engan hátt.
Og því þarf að breyta.
Við höfum öll tæki til að finna veiruna og útrýma henni.
Við höfum öll tæki til að halda henni fjarri ströndum landsins.
Við höfum öll tæki til að lifa hér eðlilegu lífi.
Við bara nýtum þau ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Gæti orðið sprenging í fjölda smita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 27. nóvember 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1440180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar