Bjarna er vorkunn.

 

Aðaláhyggjur bernskunnar var hvort silfurskeiðin í munninum myndi valda varanlegum skemmdum á tönnum hans, og hann yrði því með spöng á viðkvæmum árum táningsins, þegar hann vildi skora sjálfur hjá hinu kyninu, svona egó dæmi.

 

Síðan í pólitíkinni hefur hann þurft fyrst og síðast að passa uppá fjármagn og fjárfestingar sinna og vina sinna.

Vegna þeirra stöðu þurfti hann líka að passa upp á fjármagn og fjárfestingar vildarvina flokksins, í raun endalaust kvabb því einn formaður getur ekki gert öllum til geðs.

 

En Bjarni er vel gefinn, hefur lært sína rullu vel í stjórnmálaskóla Valhallar, það eru rök á bak við sveltistefnu nýfrjálshyggjunnar.

Og full ástæða að minna á þau rök.

"Bjarni Bene­dikts­son sagði að skerðing­ar­regl­ur al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins eigi að tryggja að tak­markað fjár­magn rati helst til þeirra sem eru í mestri þörf. "Við þurf­um bara að ákveða hvað við ætl­um að ráðstafa háum fjár­hæðum í sér­stöku des­em­berupp­bót­ina og fara yfir það hvernig hún skil­ar sér, til þess að geta svarað þess­ari spurn­ingu. En mín skoðun er eft­ir sem áður sú að það er auðvitað best að það skili sér sem mest til þeirra sem hafa minnst,"svaraði hann".

Auðvitað gengur ekki að þetta allt þarna öryrkjafólk þarna úti sem veður í peningum velti sér uppúr viðbótarpening frá ríkinu, í raun ætti að draga af því um jólin í stað þess að hækka hinar ríflegu öryrkjabætur með vísan í eitthvað sem kallað er jólabónus.

 

Bjarni komst nefnilega í gegnum sín æsku og unglingsár án þess að silfurskeiðin skemmdi tennur hans, það eru til góðir tannlæknar í Garðabænum.

Hann passaði líka vel uppá pabba sinn í aðdraganda Hrunsins, það þurfti kjark til að fara gegn skýrum lögum um innherjaupplýsingar til að hlutabréf í Glitni voru seld mínútu fyrir lokun bankanna.

Enda ljóst að 550 fermetra sumarhús í Flórída eru ekki gefins, og illt að hugsa að foreldrar manns þurfi að reiða sig á ellilífeyri almannatrygginga og jólabónus þess.

Dugar varla fyrir skúringarkonunni í mánuð, og er hún ekki vel haldin.

 

Bjarna er vorkunn.

Hann hefur ekki reynt sitt besta, hann hefur gert sitt besta.

Staðið sína plikt, og kann alla sína frasa utan bókar.

 

Fjármagn á vissulega að fara til þeirra sem þurfa þess mest.

Öll vitum við ótal dæmi um öryrkja og gamalmenni lifandi í vellystingum á kostnað skattgreiðanda þessa lands.

Einhver þarf að standa ístaðið á móti.

 

Til þess var Bjarni kosinn.

Að skamma hann fyrir það er eins og að skamma sólina fyrir að koma uppá morgnanna þegar maður nennir ekki á lappir og skammast út í morgunbirtuna.

Í besta falli ósanngjarnt.

 

Sem og að hann var kosinn til að passa uppá sína.

Sem hann hefur gert skammlaust.

En fær varla hrós fyrir.

 

Svona getur lífið verið ósanngjarnt.

Aumingja Bjarni.

 

Honum er vorkunn.

Kveðja að austan.


mbl.is Jólabónusinn skertur niður í núll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband