Hvað dvaldi orminn langa??

 

Það veit enginn hvort þriðja bylgjan hefði náð þeim hæðum að vera kennd við bylgju ef sóttvarnaryfirvöld hefðu strax brugðist við fréttum af fylleríssmitunum með því að herða strax allar sóttvarnir.

Mistökin fólust ekki í að slaka á þegar bönd virtust komin á aðra bylgju, mistökin voru að herða þær ekki strax aftur, þar á meðal að loka ekki tímabundið vínveitingahúsum.

Ásamt því að upplýsa ekki jafn óðum við hvaða aðstæður veiran var að smita svo fólk gæti haft varann á sér.

 

Svo það sé ítrekað enn og aftur, þá eru aðeins tveir möguleikar í stöðunni, að leyfa veirunni að hafa sinn gang og drepa og veikla þá sem hún kýs, eða að hún sé tekin þeim föstum tökum að henni sé útrýmt hvar sem í hana næst.

Og á meðan það ferli stendur yfir, að smitleiðir hennar séu skertar svo hún nái ekki að smita fjölda ef hún á annað borð nær að sleppa framhjá sóttvörnum.

 

Hin svokallaða þriðja leið, að læra lifa með henni en hægja á útbreiðslu hennar með ýmiskonar takmörkunum endar alltaf með ósköpum því þrátt fyrir að samfélagið sé í fjötrum sóttvarna, þá gjósa alltaf upp fjöldasmit sem lama starfsemi fyrirtækja, lama skólastarf, eyðileggja fyrir afþreyingu, menningu eða tómstundarstarfi.

Sem og að fórnarkostnaðurinn er alltaf talinn i ótímabærum dauða náunga okkar, og enginn veit hvaða náungi verður næstur, það getur verið náinn vinur, ættingi, eða bara fólk sem á sama rétt til lífs og við hin.

 

Þess vegna er hikið síðustu 3 vikur með öllu óskiljanlegt, það er eins og gífurleg átök hafi átt sér stað bak við tjöldin við öfl sem vilja litlar sem engar sóttvarnir, og þau öfl hafi áhrif á dómgreind ráðherra og ríkisstjórnar.

Í þessu samhengi er gott að muna hina fáheyrðu heimsku sem kom frá starfshópi ríkisstjórnarinnar sem kvartaði yfir að sóttvarnir væru ekki nógu fyrirsjáanlegar, á tímum þar sem enginn veit hvar veiran stingur sér næst niður.

Það er enginn svona heimskur í raunheimi, slíkt orðalag er alltaf sett inn til að koma til móts við hagsmuni eða pólitísk öfl sem þarf að friða svo þau eyðileggja ekki eða skemma út frá sér.

 

Gleymum heldur ekki óeðlinu sem fékk vængi hér á síðum Morgunblaðsins, núna síðast í Staksteinum dagsins, þar sem leitað var ráða hjá mönnum sem bera beina ábyrgð á dauða þúsunda samlanda sinna til þess eins  að skíta út eða grafa undan sóttvörnum okkar manna sem náðu margföldum árangri í að vernda líf samborgara sinna ásamt því að tryggja að aldrei þurfti að grípa til harkalegustu sóttvarna.

Skyldu átökin við það skýra ráðaleysið?

Spyr sá sem ekki veit.

En þeirri spurningu þarf að svara.

 

Það er nú þegar fólk að berjast fyrir lífi sínu.

Og smitið náði að dreifast svo að þegar loksins er gripið inní og veirunni aftur sagt stríð á hendur, þá mun sú barátta standa lengur yfir, samfélagslegi fórnarkostnaðurinn verður því hærri sem og sá mannlegi sem aldrei á að meta til fjár.

Ekki bara hjá þeim sem veikjast af kóvid heldur líka hjá þeim sem fá ekki nauðsynlega þjónustu heilbrigðiskerfisins vegna bæði álags vegna kóvid sjúklinga sem og að starfsfólk heilbrigðiskerfisins sinnir ekki störfum sínum á meðan það er veikt eða er í sóttkví.

 

Á dauðans alvöru tímum má ekki hika.

Það er þá sem forystan þarf að vera styrk og stöðug.

 

Átökum um sóttvarnir þarf að linna.

Með illu ef ekki annað dugar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is 20 manna samkomutakmarkanir á mánudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðing á að fylgja brotum.

 

Annars virkar ekki sóttkví, annars virka ekki sóttvarnir.

 

Erlendir ríkisborgarar sem vanvirða gistiþjóð sína á þann hátt sem lýst er i þessari frétt, eiga án undantekninga að sæta þeirri einni refsingu sem þeir taka mark á, og það er tafarlaus brottvísun úr landi.þ

Séu þeir hluti af farandverkahóp þar sem fleiri í hópnum vanvirða sóttvarnir, þá á hópurinn allur að fara.

Fyrir utan að draga úr félagslegum undirboðum hins frjálsa flæðis Evrópusambandsins, þá er slíkt aðhald fyrir verkkaupa hinna lægstu tilboða.

 

Innlendir eiga að sektast eftir alvarleika brota þeirra, og ef brotaviljinn er einbeittur, sæta tafarlausri einangrun í boði ríkisins að Singapúrskri fyrirmynd.

Vegna þess að kóvid er dauðans alvara og í baráttunni við veiruna er aðeins tvennt í boði, að sætta sig við hana og láta faraldurinn ganga yfir, eða taka baráttuna alvarlega og útrýma veirunni úr samfélaginu.

Til þess höfum við öll tæki og tól því veiran er ekkert leyndó, það er vitað hvernig hún smitar, það er hægt að mæla smit, og með markvissum aðgerðum er hægt að losna við hana á tiltölulega stuttum tíma úr samfélaginu.

En til þess að það sé hægt, þá þarf að taka hlutina alvarlega.

 

Annars er veiran alltaf grasserandi, alltaf ógnandi og allt daglegt líf í heljargreipum hennar.

Þess vegna eiga menn að feisa að það er enginn millivegur í boði, það er annað hvort eða.

Að krossa fingur og vona líkt og íslensk stjórnvöld gera í dag, gengur ekki.

 

Á meðan gengur dauðinn laus.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Nokkrir gripnir utan sóttkvíar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband