29.10.2020 | 16:42
Landspítali þoli ekki annað áfall.
Svo eftir stendur hin stóra spurning, af hverju var hann settur í þá stöðu, að annað áfall riði spítalanum að fullu??
Í millitíðinni hlýtur eitthvað hafa gengið á??
Vissulega höfum við vísbendingar um háð og spott hægri öfga í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, þar sem aðvörunarorð Ragnars voru kennd við áhugamál hans um matreiðslu og hann kallaður Grillkokkurinn.
En öfgamenn, hálfvitar og vitleysingar, þó í Sjálfstæðisflokknum séu, þeir skýra ekki núverandi ástand.
Á þá var ekki hlustað og sóttvarnarreglur hertar.
Eftir stendur hópsmitið á Landakoti, þar brást eitthvað sem heilbrigðiskerfi okkar réði ekki við.
Þess vegna hlýtur að verða spurt, af hverju var Landspítalinn settur í þessa stöðu??
Hvaða hagsmunaröflum var verið að þjóna??
Sem er eðlileg spurning í ljósi varnaðarorða Ragnars sem og annarra lækna Landsspítalans þegar ríkisstjórn Íslands ákvað að opna landamæri þjóðarinnar án undangenginnar sóttkvíar.
Einhver áföll hljóta menn að hafa reiknað með.
Annars lugu allir að þjóðinni.
Þeir ómerkilegustu sögðu að hún væri sek, þegar hún lifði eðlilegu lífi, í öryggi þess að veirunnar yrði ekki aftur hleypt inní landið.
Hvað hefur sóttvörn mín, eða annarra sem ég þekki með að gera þessi dómsdagsorð Ragnars??
Það voru ekki við, hið venjulega fólk sem tók ákvörðun um að opna landamærin fyrir kóvid veirunni, það níðingsverk var ennþá alvarlegra þegar horft var á fórnir okkar.
Eldra fólk deyr í dag vegna þess að einhver tók ákvörðun um að opna landamæri þjóðarinnar.
Svarið er ekki að frysta mannlíf þar sem allar sóttvarnir eru virtar.
Að hengja bakara fyrir smit er svo sem gott og gilt, ef það kemur í veg fyrir glæpi framtíðar, en fólkið sem virti allar sóttvarnir, ber enga ábyrgð á innflutningnum á smitinu, það er ekki fólkið sem þarf að þola hertar sóttvarnir.
Vissulega þarf kannski að herða sóttvarnir, vegna þess að upphaflega hafi innflutningur á smiti, í boði hægra öfga Sjálfstæðisflokksins, óhjákvæmilega endað í fyrirsögn þessa pistils.
En í millitíðinni þarf það fólk sem sagði að heilbrigðiskerfi okkar réði við hópsmit, að víkja.
Því einu sinni fífl, eru ávalt fífl.
Þannig séð er veiran ekki aðal ógn samfélagsins, heldur fólkið sem reifst við raunveruleikann.
Og við sem þjóð uppskerum afleiðingar þess.
Fíflska þess og fáviska hefur þegar kostað mannslíf.
Og fleiri líf eru undir.
Á meðan þetta fólk gengur laust, þá er tilgangslaust að herða sóttvarnir.
Því það vinnur fyrir veiruna en ekki okkur hin.
Annars værum við ekki í þessari stöðu.
Kveðja að austan.
![]() |
Þurfum að reyna að afstýra stórkostlegum skaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 29. október 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1440180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar