Að mæra fjöldamorð

 

Er kúnst og krefst sérstaks innrætis.

 

Stefna sænskra stjórnvalda hefur kostað 5.893 Svía lífið, samkvæmt opinberum tölum, og þar er ekki vel talið.

Á sama tíma dóu samtals 1.269 manns í Danmörku, Noregi og Finnlandi, íbúatala Svíþjóðar erum 9 milljónir, íbúatala hinna landanna er um 15,5 milljónir.

Í þeim löndum fékk veikt fólk hjálp þar til yfir lauk, í frétt BBC má lesa þetta um gæsku sænskra heilbrigðisyfirvalda;

""They told us that we shouldn´t send anyone to the hospital, even if they may be 65 and have many years to live. We were told not to send them in," says Latifa Löfvenberg, a nurse who worked in several care homes around Gävle, north of Stockholm, at the beginning of the pandemic.

"Some can have a lot of years left to live with loved ones, but they don´t have the chance... because they never make it to the hospital," she says. "They suffocate to death. And its a lot of panic and it´svery hard to just stand by and watch."". (BBC 19 may).".

 

Annars vegur siður, hins vegar villimennska.

 

Samt höfðu öll Norðurlöndin sömu upplýsingar um alvarleik veirunnar, en munurinn lá í staðfestu sænskra stjórnvalda að reyna að ná hjarðónæmi meðal þjóðarinnar.

Þó vitað væri að slíkt myndi kosta fjölda fólks lífið.

Gæfa sænsku þjóðarinnar var að önnur lönd lokuðu á ferðir til Svíþjóðar svo nýsmit þar í landi fjöruðu smán saman út með veikingu veirunnar.

Ef sami kraftur hefði verið í henni líkt og á Norður Ítalíu, þá hefðu miklu fleiri fallið, en slíkt var ekki vitað fyrir.

 

Í þessu samhengi verða menn að hafa í huga svo ég vitna í sænskan lögfræðing, Katinku Svanberg, jur.dr och gästforskare i internationell rätt vid Melbourne universitet,sem skrifaði grein í Gautlandspóstinn undir yfirskriftinni; "Sverige bryter mot mänskliga rättigheter när de offrar de äldre", það er sænsk stjórnvöld brjóta á mannréttindum aldraða þegar þeim er fórnað að sænsk stjórnvöld, líkt og stjórnvöld annarra siðaðra ríkja hafa skuldbundið sig til að vernda borgara sína gagnvart farsóttum og sjúkdómum, og slík vernd nær skilyrðislaust til allra hópa, jafnt rauðhærða sem aldraða. 

" Unlike comparable I-countries, the government has refrained from binding measures against the spread of infection. When many lives are sacrificed due to the government´s and the Public Health Agency´s strategy, it is a violation of human rights introduced in the Swedish constitution as well as the EU Treaty and against the principle of human security.

The UN Convention on Economic, Social and Cultural Rights states that everyone has the right to health and that the state must prevent epidemics The right to life is enshrined in Article 6 of the 1966 UN Convention on Civil and Political Rights, in the UN Universal Declaration of Human Rights, as well as in the European Convention on Civil and Political Rights.

The right to life is a prerequisite for the exercise of other rights. But the right to life is not worth much if a pandemic rages freely. The right to life is therefore guaranteed by other human rights such as the right to health. The UN Convention on Economic, Social and Cultural Rights states that everyone has the right to health and that the state must prevent epidemics: "[prevent, treat and combat all epidemic diseases and create conditions that ensure all medical and hospital care in the event of illness."

The EU´s fundamental rights also include a general ban on discrimination. The elderly must not be discriminated against and must be treated with dignity.". (Translator snaraði úr sænsku yfir í ensku).

 

Stefna sænskra stjórnvalda gengur gegn sænsku stjórnarskránni og brýtur alla mannréttindasáttmála sem þjóðin á aðild að.

Hún var vísvitandi og leiddi til ótímabæra dauðsfalla þúsunda saklausra borgara landsins.

 

Annars staðar þar sem veiran felldi svona hlutfallslega marga þá hafði hún breiðst út áður en stjórnvöld almennt í Evrópu gerðu sér grein fyrir alvarleik hennar.

Og í þeim löndum gripu viðkomandi stjórnvöld til harðra sóttvarna sem lokuðu á smitleiðir veirunnar og náði þannig tökum á útbreiðslu hennar og í kjölfarið snarfækkaði dauðsföllum.

Ef viðkomandi stjórnvöld hefðu farið sænsku leiðina þá hefðu hundruð þúsunda látist í viðbót samkvæmt einföldum veldisútreikningum þegar þekktra dauðsfalla.

 

Svo dæmi sé tekið frá Spáni þá höfðu 196 dáið þann 14 mars síðastliðinn þegar þarlend stjórnvöld gripu til strangra sóttvarna sem fólust því sem næst í allsherjarlokun á samfélaginu. Viku seinna, 21 mars höfðu 1.381 látist, þann 28. mars höfðu 5.982 látist, 4. apríl var talan komin í 11.947, þann 11,. 16.606 og þegar kúrfan fór loksins að fletjast út, það er um mánaðarmótin apríl-mai, þá höfðu rúmlega 24.500 látist, og það var aðeins skráð mannfall á spítölum landsins, hjúkrunarheimili voru til dæmis fyrir utan þá tölu.

Á sex vikum fór sem sagt fjöldi látinna úr 196 í 24.500, og samkvæmt blaðinu El Pais þá "The real Covid-19 death toll in Spain: at least 44,868 victims".

Skelfilegar tölur, en hefðu orðið ennþá skelfilegri ef spænsk stjórnvöld hefðu kosið að fórna fólki fyrir meintan efnahagslegan ávinning.

 Á sex vikum rúmlega 220 faldaðist dauðsföll, vissulega hægir á veldisaukningu eftir því sem fleiri smitast, en akur fólks í áhættuhópi var ennþá lítt plægður, þó talan hefði aðeins tífaldast næstu 6 vikurnar þá hefðu 440.000 látist vegna covid veirunnar.

 

Þetta er það sem kallast að mæra vísvitandi fjöldamorð því sænsk sóttvarnaryfirvöld og sænsk stjórnvöld vissu alveg hvað þau voru að gera.

Að bera þeirrar gjörðir saman við einbeittar aðgerðir íslenskra sóttvarnayfirvalda sem höfðu þá frumforsendu að vernda mannslíf, ekki eyða þeim, er út úr öllu korti.

Er sverta í sinni svörtustu mynd.

Og er Morgunblaðinu til ævarandi skammar að birta athugasemdarlaust.

 

Ísland með sín 28 dauðsföll per milljón íbúa og Svíþjóð með sín 583 dauðsföll per milljón íbúa er á engan hátt sambærilegt, ekki frekar en það er hægt að bera saman Þýskaland nútímans saman við Þýskaland 4. áratugar síðustu aldar, þó þjóðin sé sú sama, mælandi á sömu tungu.

 

Siðferðislegt gjaldþrot sænsku þjóðarinnar er algjört og ég ætla að láta Katinku eiga lokaorðin um þá eymd;

"I´m worried about my dad who´s 84 years old. He is from the time when the "folk home" was built and can therefore not imagine that the elderly or sick would be sacrificed in the first instance for economic reasons by a social democratic government. He can not believe that staff in the home care service in Stockholm are infected, because they act as usual, without mouth guards.

His grandchildren are afraid that their grandfather will become one of the anonymous figures in the death statistics. It is time for the Swedish state to immediately stop violating international law and adapt to current law to save lives. ".

 

Já, sænsku kratarnir af öllu fólki.

Afgreiða lifandi fólk sem dauðar tölur í bókhaldi tölfræðinnar.

 

Slíkt er ætíð endalok mennskunnar.

Og er ekki til breytni fyrir siðað fólk

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Leið Svía ekki svo ólík okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran dreifist út í samfélagið.

 

Æ fleiri eru í sóttkví, æ fleiri fyrirtæki tilkynna skerta starfsemi vegna sóttkvíar starfsmanna eða smita á meðal þeirra.

Villuljósið um að Reykvískir skólar væru að vinna sig út úr vandanum reynist tálsýn ein, fyrir einn skóla sem nær að klára sóttkví, bætast tveir við.

Nú þegar er eitt hjúkrunarheimili smitað, aðeins dagaspursmál hvenær fleiri bætast við.

Vandinn eykst með hverjum deginum.

 

Og í stað þess að viðurkenna vandann, og kalla á aðgerðir sóttvarnaryfirvalda, þá bregst forstjóri Landsspítalans við líkt og hann vilji vera næsta sögupersónan í Pollýönnu 2.

Hann ræður við vandann að því gefnu að veiran sé vitsmunavera og ákveði af góðmennsku sinni að sýkja ekki starfsfólk Landspítalans.

Sem hefur ekki verið reyndin það sem af er.

 

Hvaða afneitun er þetta??

Af hverju geta menn ekki feisað staðreyndir og brugðist við þeim??

Hættuleg veira gengur laus, það er ekki gerð tilraun til að setja hana í bönd, og þar með smitar hún fólk, líka starfsfólk Landspítalans.

 

Að ekki sé minnst á að spurningin snýst ekki um hvort Landsspítalinn ráði við fjölgun kóvid sjúklinga.

Sá sem veikist illa er engu bættari með það.

Sá sem lendir í öndunarvél er engu bættari með það.

Sá sem deyr er engu bættari með það.

 

Hvað gerðist??

Af hverju tóku menn alltí einu þá ákvörðun að hætta að verja þjóðina??

Af hverju varð sænska leiðin ofaná??

Að leyfa veirunni að sýkja og drepa undir stjórn.

 

Þetta hefur ekki verið útskýrt fyrir þjóðinni.

Kveðja að austan.


mbl.is Ný innlögn á 12 klukkustunda fresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er engin eyland.

 

Og smit dreifast hægt og hljótt á um alla Evrópu í dag.

Land sem setti önnur lönd á rauðan lista í gær, er sjálft sett á hinn sama lista af öðrum löndum í dag.

Þetta var líklegast stærsta blekkingin við körfuna um opin landamæri, að halda að það hefði engar afleiðingar að smitberar fengju að ferðast milli landa án undangenginna sóttkvíar.

 

Sóttvarnarlæknir upplýsti í útvarpinu í morgun að við værum að glíma við 2 afbrigði veirunnar, en um 110 afbrigði hefðu verið stöðvuð við landamæraskimun.

Og spurði síðna hvernig ástandið væri í dag ef landamærin hefðu ekki verið skimuð??

 

Svarið er einfalt.

Verra.

Fyrr.

 

Samt var grafið undan skimun við landamærin frá fyrsta degi, og sá skurðgröftur magnaðist um allan helming þegar seinni skimun eftir 5 daga sóttkví var tekin upp.

Þá var ljóst að ein skimun við landamæri næði ekki öllum smitum, og með auknum smitum í Evrópu þá myndi þeim tilvikum fjölga þar sem veiran slyppi inní landið.

Aðgerðin var varnarviðbrögð svo þó yrði hægt að hafa landið lengur opið fyrir ferðalöngum því ákvörðun um opin landamæri er ekki einhliða, það er til lítils að hafa landamærin opin líkt og Svíar höfðu, þegar enginn mátti ferðast þangað án þess að fara í sóttkví við heimkomuna.

 

Samt var látið eins og að stjórnvöld væru að skemma fyrir eða jafnvel eyðileggja innlenda ferðaþjónustu.

Málaliðarnir sem hæst gjömmuðu skautuðu í áróðri sínum algjörlega framhjá þeirri staðreynd að smituð lönd eru sett á rauðan lista hjá löndum sem telja sig öruggari og ferðamennskan þar með sjálfdauð.

Sem og þeir þögðu yfir að samdrátturinn í ferðalögum til Íslands var á pari við samdráttinn hjá öðrum ferðamannalöndum Evrópu.

Og þarna úti er fullt af trúgjörnu fólki sem lét glepjast.

 

En raunveruleikinn á alltaf lokaorðið.

Þrátt fyrir hinar ströngu sóttvarnir á landamærunum er landið komið á rauða lista hjá helstu nágrannalöndum okkar.

Ferðalög hingað eru talin áhættusöm.

 

Hvort sú staðreynd slái á skurðgröftinn gagnvart sóttvörnum þjóðarinnar er hins vegar ólíklegt.

Öðru verður bara logið, annað verður spunnið upp.

Það eru svartar sálir þarna úti með mikil fjárráð sem munu ekki linna látum fyrr en líkin fara að hrannast upp.

 

Gegn þeim stendur sannleikurinn og Þórólfur.

Í vörn sem verður að nauðvörn ef ekki tekst að stöðva útbreiðslu veirunnar með skimun og smitrakningu.

Hvað það varðar hefur siðað fólk ekkert val.

Sannleikurinn og Þórólfur þarfnast stuðnings þess.

 

Líkkestir eru aldrei val í siðuðu samfélagi.

Kveðja að austan.


mbl.is Þjóðverjar setja Ísland á rauðan lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband